fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Danmörk

Danir banna flug til og frá Dubai

Danir banna flug til og frá Dubai

Pressan
22.01.2021

Í gærkvöldi tilkynnti Benny Engelbrecht, samgönguherra Danmerkur, að frá og með miðnætti í gærkvöldi væri allt flug til og frá Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum bannað. Gildir bannið í fimm daga til að byrja með. Ástæðan fyrir banninu er að grunur leikur á að kórónuveirusýnataka, sem boðið er upp á við brottför frá Dubai, sé ekki áreiðanleg. Nú þurfa Lesa meira

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur

Pressan
22.01.2021

Það er óhætt að segja að 26 ára Þjóðverji sé meðal lélegri ræningja sem heyrst hefur af. Í september á síðasta ári rændi hann eldri mann á Rømø í Danmörku. Hann hafði sem nemur um 70 íslenskum krónum upp úr krafsinu og tvær servíettur. Á mánudaginn var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi af undirrétti í Sønderborg. Jv.dk skýrir frá Lesa meira

Himinhár kostnaður Dana vegna heimsfaraldursins

Himinhár kostnaður Dana vegna heimsfaraldursins

Pressan
15.01.2021

Það er ekki ókeypis að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Því fá Danir að kenna á eins og aðrar þjóðir. Vegna nýrra og hertra sóttvarnaráðstafana, sem tóku gildi fyrir og um jólin, þá hækkaði reikningurinn vegna faraldursins um 200 milljarða danskra króna á einu bretti. Í heildina er nú talið að heildarkostnaðurinn verði 536 milljarðar króna. Lesa meira

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis

Fréttir
14.01.2021

Henrik Ullum, forstjóri dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar, Statens Serum Institut, segir að stofnunin og danska lyfjastofnunin, Lægemiddelstyrelsen, hafi fundað með fulltrúum Pfizer á gamlársdag til að reyna að sannfæra fyrirtækið um að afhenda Dönum meira magn af bóluefni en þeir eiga að fá samkvæmt samningi Evrópusambandsins við fyrirtækið. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Danska ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að Danmörk styðji við sameiginlega Lesa meira

Býr Dani undir að harðar sóttvarnaaðgerðir muni gilda fram á vor eða sumar

Býr Dani undir að harðar sóttvarnaaðgerðir muni gilda fram á vor eða sumar

Pressan
11.01.2021

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í gærkvöldi að ólíklegt sé að hægt verði að slaka á þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi í landinu og líklega muni þær gilda í allan vetur og því þurfi Danir að undirbúa sig undir það. Þetta sagði hún í samtali við TV2. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til 17. janúar en ólíklegt er Lesa meira

Glæpamenn nota börn og unglinga til að hvítþvo illa fengið fé

Glæpamenn nota börn og unglinga til að hvítþvo illa fengið fé

Pressan
10.01.2021

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri ungmenni aðstoðað danska glæpamenn við að hvítþvo illa fengið fé. Þetta er vel þekkt fyrirbæri víða um heim en virðist vera að færast í vöxt í Danmörku. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og byggir á tölum frá Danske Bank, stærsta banka landsins. Það sem af er ári hafa komið Lesa meira

2020 var sögulegt veðurfarslega séð í Danmörku – Aldrei gerst áður

2020 var sögulegt veðurfarslega séð í Danmörku – Aldrei gerst áður

Pressan
08.01.2021

Síðasta ár kemst í sögubækurnar í Danmörku því nýtt veðurfarsmet var sett. Metið sem um ræðir er að ekki einn einasta dag á árinu 2020 gerðist það að frost mældist allan sólarhringinn. Opinberar veðurmælingar hófust í Danmörku 1874 og aldrei áður hafði þetta gerst. Danir kalla það „isdøgn“ (ísdag eða frostdag) þegar hitastigið nær ekki Lesa meira

Hafa lagt hald á 21.000 dularfullar sendingar til Danmerkur

Hafa lagt hald á 21.000 dularfullar sendingar til Danmerkur

Pressan
30.12.2020

Frá því vor hafa tollverðir lagt hald á 20.957 sendingar, sem innihalda fræ, í póstmiðstöðinni í Kastrup. Flestar sendingarnar koma frá Kína og flestar eru þær sendar viðtakendum óumbeðið. Sendingarnar vekja töluverðar áhyggjur hjá Landbúnaðarstofnuninni. Jótlandspósturinn hefur eftir Kristine Riskær, deildarstjóra hjá stofnuninni, að sendingarnar komi yfirleitt frá Kína og ekkert komi fram um hver Lesa meira

Ánægður Lottóvinningshafi – Losnar loksins við soninn

Ánægður Lottóvinningshafi – Losnar loksins við soninn

Pressan
29.12.2020

Danskur karlmaður á sextugsaldri datt í lukkupottinn um jólin þegar hann vann þrjár milljónir danskra króna í danska lottóinu. Það svarar til um 63 milljóna íslenskra króna. Hann segist nú loksins geta losnað við soninn út af heimilinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Danske Spil sem rekur danska lottóið. Í tilkynningunni kemur fram að vinningshafinn eigi Lesa meira

Danir fá 3 milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer

Danir fá 3 milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer

Pressan
22.12.2020

Innan nokkurra daga, hugsanlega á aðfangadag, koma fyrstu skammtarnir af bóluefninu, gegn kórónuveirunni, frá Pfizer til Danmerkur. Fljótlega eftir það verður hafist handa við að bólusetja framlínufólk og íbúa á dvalarheimilum aldraðra. Í heildina fá Danir þrjár milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer á þessu ári og því næsta. Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Lars Møller, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af