fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Danmörk

95% þátttaka í bólusetningum í Danmörku

95% þátttaka í bólusetningum í Danmörku

Pressan
03.06.2021

Óhætt er að segja að mjög góð þátttaka sé í bólusetningum gegn COVID-19 í Danmörku. Hún var 94,9% í fyrstu níu hópunum sem stóð bólusetning til boða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá danska heilbrigðisráðuneytinu. Bólusetningar hófust fyrir um fimm mánuðum nú er búið að bjóða flestum 50 ára og eldri upp á bólusetningu. Nú er Lesa meira

Danir gefa Slésvík-Holtsetalandi bóluefni frá AstraZeneca

Danir gefa Slésvík-Holtsetalandi bóluefni frá AstraZeneca

Pressan
01.06.2021

Danska ríkisstjórnin ákvað í gær að gefa Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi 59.300 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Danir nota bóluefnið frá AstraZeneca ekki vegna hættunnar á lífshættulegum aukaverkunum og eiga því nokkur hundruð þúsund skammta af því í geymslu. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, sagði í gær að það sé mjög jákvætt að Danir geti hjálpað nágrönnunum í Slésvík-Holtsetalandi á þennan hátt Lesa meira

Grunaðir um framleiðslu á 249 milljónum sígaretta – Sviku danska ríkið um 9 milljarða

Grunaðir um framleiðslu á 249 milljónum sígaretta – Sviku danska ríkið um 9 milljarða

Pressan
30.05.2021

Í byrjun mars lét danska lögreglan til skara skríða gegn glæpahópi sem hélt til á gömlum bóndabæ í Vamdrup nærri Kolding á Jótlandi. Búið var að breyta bænum í sígarettuverksmiðju. Í henni fann lögreglan fullkominn tækjabúnað til framleiðslu á sígarettum og um 11 milljónir sígaretta sem höfðu verið framleiddar þar. Engin leyfi voru fyrir þessari framleiðslu. 61 árs Pólverji, Lesa meira

Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn barnungri dóttur sinni í Danmörku – Nauðganir og högg

Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn barnungri dóttur sinni í Danmörku – Nauðganir og högg

Fréttir
27.05.2021

51 árs íslenskur karlmaður hefur verið ákærður af saksóknara á Fjóni í Danmörku fyrir að hafa beitt dóttur sína hrottalegu ofbeldi á árunum 2006 til 2010. Hann er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað henni og að hafa lamið hana. Ekstra Bladet skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að réttarhöldin hefjist þann 2. júní í Svendborg. Maðurinn Lesa meira

Danskir blaðamenn fyrir dómi – Hvöttu til innbrots

Danskir blaðamenn fyrir dómi – Hvöttu til innbrots

Pressan
22.05.2021

Það var skuggsýnt þann 10. janúar 2016 þegar tveir menn brutu upp dyr á kjallaraíbúð í Kaupmannahöfn. Á tæpri mínútu tókst þeim að komast inn og stela Arne Jacobsen stól. Þessi atburður hélt sex lögmönnum, saksóknara, dómara og tveimur meðdómendum uppteknum í undirrétti í Kaupmannahöfn nýlega. Ástæðan er að það voru blaðamenn hjá Ekstra Bladet sem höfðu skipulagt innbrotið eða öllu heldur Lesa meira

Danska ríkisstjórnin ætlar að flytja konur og börn heim úr flóttamannabúðum í Sýrlandi – „Auðvirðilegt“

Danska ríkisstjórnin ætlar að flytja konur og börn heim úr flóttamannabúðum í Sýrlandi – „Auðvirðilegt“

Pressan
19.05.2021

Í gærkvöldi tilkynnti danska ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn jafnaðarmanna, að hún ætli að flytja 19 börn, sem tengjast Danmörku, heim úr flóttamannabúðum í Sýrlandi og einnig 3 konur, sem eru mæður 14 barna. Konurnar verða síðan sóttar til saka í Danmörku fyrir þátttöku sína í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi aðild að hryðjuverkasamtökum. Hægriflokkarnir eru vægast sagt Lesa meira

Danir tímasetja hvenær hætt verður að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur

Danir tímasetja hvenær hætt verður að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur

Pressan
18.05.2021

Dönsku þingflokkarnir náðu í nótt samkomulagi um frekari afléttingu sóttvarnaaðgerða og hvenær á að hætta að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur. Krafan um notkun andlitsgríma hefur verið töluverður þyrnir í augum hægri flokkanna sem hafa lengi viljað falla frá kröfu um notkun þeirra. Ákveðið var að hætt verði að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur á hinum ýmsu Lesa meira

Lögreglumenn kærðir fyrir að taka mynd af nöktu líki

Lögreglumenn kærðir fyrir að taka mynd af nöktu líki

Pressan
12.05.2021

Tveir danskir lögreglumenn hafa verið kærðir fyrir að hafa tekið myndir með farsíma af látinni manneskju sem var nakin. Það var í tengslum við verkefni þeirra á vettvangi sem annar lögreglumaðurinn stillti sér upp hjá líkinu á meðan félagi hans tók myndir. Annar lögreglumannanna hefur einnig verið kærður fyrir að hafa stungið fingri niður í Lesa meira

Pólverjar vilja kaupa bóluefni Johnson & Johnson af Dönum

Pólverjar vilja kaupa bóluefni Johnson & Johnson af Dönum

Pressan
06.05.2021

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að nota kórónuveirubóluefnið frá Johnson & Johnson ekki og er ákvörðunin byggð á sama grunni og ákvörðunin um að nota ekki bóluefnið frá AstraZeneca. Hún er að hætta er á sjaldgæfum en alvarlegum aukaverkunum, blóðtöppum sem geta orðið fólki að bana. Nú hafa pólsk yfirvöld falast eftir kaupum á þeim skömmtum af bóluefni Johnson & Johnson sem Danir hafa keypt. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Díegó fundinn