Mikill afgangur af rekstri Reykjavíkurborgar: „Þurft að taka mikið til í rekstrinum“
EyjanÁrsreikningur borgarinnar var lagður fram í borgarráði í dag og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn. Rekstrarafgangur Reykjavíkurborgar nam 4,7 milljörðum króna árið 2018 og skilaði samstæða Reykjavíkurborgar, A- og B-hluti, jákvæðri niðurstöðu upp á 12,3 milljarða króna. Þá námu fjárfestingar borgarinnar og framkvæmdir 19,4 milljörðum króna á árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu Lesa meira
Sakar „samviskulausan“ borgarstjóra um þjófræði í húsnæðismálum – Dagur svarar fullum hálsi
EyjanGunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, skrifaði í gær langorðan pistil á Facebook um það sem aflaga hefur farið í húsnæðismálum Reykjavíkurborgar á liðnum árum. Sagði hann „þjófræði“, húsnæðisbólu og húsnæðiskreppu ríkja samtímis í höfuðborginni: „Ef borgarstjórinn og borgarfulltrúar meirihlutans sofa á nóttinni í þessu ástandi er þetta samviskulaust fólk.“ Sagði Gunnar að íbúðir í miðbænum væru Lesa meira
Vigdís ósátt með viðhaldið og borgarstjóra: „Það gerist ekki mikið ljótara“
EyjanVigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir slælega frammistöðu í viðhaldi á byggingum og skólum borgarinnar eftir að upp komst um myglu, en grunur leikur á að mygla sé í minnst fjórum skólum borgarinnar. Dregur Vigdís borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, til ábyrgðar, ekki síst fyrir viðbrögðin eftir að málið komst upp: „Borgarstjóri svarar Lesa meira
Segir kosningabaráttu borgarstjóra fjármagnaða úr borgarsjóði: „Upplýst að 5 milljónum var eytt“
EyjanVigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, hefur fengið svar við fyrirspurn sinni um kostnað við fundarröð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, í aðdraganda kosninga og eftir, eða á tímabilinu 1. janúar til 15. nóvember. Sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram þann 26. maí. Vigdís óskaði eftir sundurliðuðum kostnaði en í bókun hennar kemur fram að auglýsingakostnaður var 1,2 milljónir og Lesa meira
Braggamálið: Borgarstjóri rannsakaði sjálfur eigin tölvupósta – Fann ekkert athugavert
EyjanDagur B. Eggertsson borgarstjóri, hefur svarað fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í borgarráði um af hverju svör hans um rannsókn á tölvupóstum sínum um braggamálið voru á skjön við skýrslu innra eftirlits Reykjavíkurborgar, í viðtali við DV Sjónvarp. Dagur var spurður af DV sama dag og braggaskýrsla innri endurskoðunar kom út, hvort farið hefði verið yfir hans tölvupósta, Lesa meira
Eyþór Arnalds: „Áfram er sópað undir mottuna í ráðhúsinu. Stór er hrúgan“
EyjanLíkt og greint var frá í gær úrskurðaði Persónuvernd um að Reykjavíkurborg hafi brotið persónuverndarlög er hún ákvað, í samvinnu við rannsakendur hjá Háskóla Íslands og Þjóðskrá, að senda ungum kjósendum smáskilaboð og bréf í aðdraganda sveitastjórnarkosninga í fyrra, með því markmiði að auka kjörsókn í þeim aldursflokki. Sjá nánar: Borginni bannað að örva ungmenni með Lesa meira
Kári segir félagshyggjuflokkana ekki lengur vera málsvara verkalýðsins – „Vera þeirra á valdastól er orðin aðför að þeim sem minna mega sín“
EyjanKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann skýtur föstum skotum á hinu svokölluðu félagshyggjuflokka og segir þá ekki lengur vera málsvara verkalýðsins. Þeir hlúa ekki lengur að hinum minni máttar í samfélaginu þrátt fyrir kosningaloforð þar um segir Kári. Kári hefur grein sína á því að segja frá Lesa meira
Hulda segir ólíft í miðbænum: „Þetta er búin að vera ein sorgarsaga“
EyjanHulda Hauksdóttir, eigandi Flash á Laugavegi 54, gagnrýnir Dag B. Eggertsson og Reykjavíkurborg vegna þess hvernig komið er fyrir Laugaveginum og miðbænum. Hulda birtir myndir af utangarðsfólki sem hún kom að í bílastæðahúsi á leið sinni til vinnu, sem virðist hafa sótt sér skjól þangað og segist ekki hissa á því að fólk veigri sér Lesa meira
Braggaskýrslan birt: Bragginn gleymdist innan annarra verkefna – Sökinni skellt á Hrólf
EyjanBraggaverkefnið í Nauthólsvík gleymdist innan stærri og meira áberandi verkefna. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið svokallaða á Nauthólsvegi 100. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant, hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg. Í skýrslunni er sökinni á verkefninu skellt að mestu Lesa meira
Segir braggamálið skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar – Efast um svör borgarstjóra í málinu
EyjanBraggamálið svokallaða er langt frá því að vera úr sögunni og sífellt koma nýjar upplýsingar fram um þetta mál. Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefði átt að taka eftir að viðvörunarbjöllur hafi verið farnar að glymja vegna málsins og það strax á síðasta ári. Þetta kemur fram í grein eftir Lesa meira