Dagur segist vera grunaður um grín
FréttirDagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og frambjóðandi Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum á morgun, tjáir sig á Facebook-síðu sinni um kæru sem hefur verið lögð fram á hendur honum fyrir meint brot á kosningalögum. Finnst Degi augljóslega lítið til kærunnar koma og segist vera grunaður um grín. Kæran snýst um athugasemd sem Dagur setti við færslu Baldvins Lesa meira
Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
EyjanSamkvæmt kosningaspá DV.IS, sem birtist í morgun, myndu Viðreisn, Samfylking og Framsókn fá 34 þingsæti og vera í aðstöðu til að mynda saman meirihlutastjórn. Orðið á götunni er að gangi kosningaspá DV.IS eftir og þriggja flokka miðjustjórn yrði skipuð verði strax byrjað á að fækka um einn ráðherra. Verkefnum Háskóla, vísinda og iðnaðar yrði skipt Lesa meira
Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
EyjanAthygli hefur vakið að nú á lokametrum kosningabaráttunnar virðast auglýsingar stjórnmálaflokkanna víkja fyrir umfangsmikilli og vel fjármagnaðri auglýsingaherferð frá „Áhugafólki um traust í stjórnmálum“ sem beint er gegn Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar með óvenju rætnum hætti. Ábyrgðarmaður auglýsinganna er skráður Hilmar Páll Jóhannesson sem hefur staðið í deilum við Reykjavíkurborg vegna lóðamála í Gufunesi. Lesa meira
Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður
FréttirDagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, gæti átt yfir höfði sér sekt eftir umdeilda tilraun til fyndni á Facebook. Vísir greindi frá því í gærmorgun að Dagur hefði hvatt alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika nafn sitt út á kjörseðlinum. Hann gat þess hins vegar ekki að með því að gera slíkt ógildist atkvæði Lesa meira
Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
EyjanFyritækið Maskína hefur sent frá sér svokallaðan Borgarvita sem er könnun sem fyrirtækið gerir á stöðu mála í borgarmálunum á þriggja mánaða fresti. Í könnunni að þessu sinni kemur meðal annars fram að ónægja með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar fer vaxandi frá síðustu könnun, í ágúst síðastliðnum. Það hefur hins vegar afar Lesa meira
Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
EyjanKjósendur reyna nú að átta sig á því á hvaða plani hið svokallaða PLAN Samfylkingarinnar er. Áform flokksins hljómuðu býsna vel þar til Kristrún formaður byrjaði að útskýra þau í smærri atriðum. Á undanförnum vikum hefur komið æ betur í ljós að dagar Vinstri grænna virðast vera taldir. Þegar lýst hefur verið á innihald áforma Lesa meira
Orðið á götunni: Kristrún missir kúlið á ögurstundu – verður Samfylkingin utan stjórnar enn eitt kjörtímabilið?
EyjanÞað vekur furðu að formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, virðist vera að missa tökin á flokki sínum þegar á hólminn er komið og styttist í kosningar. Á annað ár hefur flokkur hennar mælst með gríðarlegt fylgi og yfirburðastöðu, allt að 30 prósent í Gallupkönnunum. Orðið á götunni er að formaðurinn hafi fyllst hroka og sé smám Lesa meira
Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
EyjanEftir því sem nær dregur kosningum og Samfylkingin á samtöl við fleiri og fleiri kjósendur um þau plön og breytingar sem hún vill ráðast í mun flokkurinn uppskera. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og oddviti í Reykjavík suður, telur ekki að flokkurinn muni skaðast á uppákomunni sem varð vegna skilaboða Kristrúnar Frostadóttur til kjósanda Samfylkingarinnar Lesa meira
Hugsi yfir gagnrýni föður Dags á Kristrúnu – „Korter í kosningar gýs upp valdabarátta“
EyjanFærsla Eggerts Gunnarssonar dýralæknis í gær um Kristrúnu Frostadóttir, formann Samfylkingarinnar, vakti mikla athygli. Í færslunni gagnrýnir Eggert Kristrúnu fyrir að hafa tekið reynsluminni einstaklinga fram yfir Dag B. Eggertsson, formanns Borgarráðs og fyrrum borgarstjóra, og segir Eggert að með þessu hafi Kristrún lítilækkað Dag. Dagur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður Lesa meira
Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“
FréttirLeiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar, sé augljóslega allt annað en sáttur við skilaboðin sem Kristrún Frostadóttir sendi kjósanda í Grafarvogi á dögunum. Í leiðara Morgunblaðsins í dag er þögnin innan Samfylkingarinnar gagnrýnd og bent á að Morgunblaðið hafi – eins og aðrir fjölmiðlar – ítrekað Lesa meira