fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

COVID19

Ert þú með erfðaefni úr Neanderdalsmönnum? Getur aukið líkurnar á að COVID-19 smit valdi alvarlegum veikindum

Ert þú með erfðaefni úr Neanderdalsmönnum? Getur aukið líkurnar á að COVID-19 smit valdi alvarlegum veikindum

Pressan
01.10.2020

Sjötti hver Evrópumaður er með gen frá Neanderdalsmönnum í líkama sínum. Þetta gen þrefaldar líkurnar á að COVID-19 smit valdi alvarlegum veikindum. Í Afríku eru hins vegar sárafáir með þetta gen. Af hverju verða sumir miklu veikari af COVID-19 en aðrir? Þessari spurningu hafa vísindamenn reynt að svara síðustu mánuði. Athyglin hefur meðal annars beinst að litningi Lesa meira

Endurkjörinn bæjarstjóri þrátt fyrir að hafa látist fyrir 14 dögum

Endurkjörinn bæjarstjóri þrátt fyrir að hafa látist fyrir 14 dögum

Pressan
30.09.2020

Íbúar í rúmenska þorpinu Deveselu, sem er í suðurhluta landsins, kusu Ion Aliman, jafnaðarmann, sem bæjarstjóra í kosningum á sunnudaginn. Sigur hans var afgerandi en hann hlaut 64% atkvæða. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Aliman lést af völdum COVID-19 fyrir um hálfum mánuði. Um 3.000 manns búa í þorpinu og segja margir þeirra að Aliman hafi staðið Lesa meira

Þriðjungur þjóðarinnar heldur að kórónuveiran sé hreinn uppspuni – Ein hæsta dánartíðni heims

Þriðjungur þjóðarinnar heldur að kórónuveiran sé hreinn uppspuni – Ein hæsta dánartíðni heims

Pressan
14.09.2020

Af 1,8 milljón landsmanna hafa rúmlega 14.000 greinst smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Á sjötta hundrað hafa látist af völdum veirunnar. Dánartíðnin er ein sú hæsta í heimi en samt sem áður telur þriðjungur landsmanna að kórónuveiran sé ekki til, hún sé helber uppspuni. Landið sem um ræðir er Kósovó. Skoðanakannanir hafa sýnt að þriðjungur landsmanna Lesa meira

Biskupinn sagði kórónuveiruna vera refsingu guðs yfir samkynhneigðum – Smitaðist sjálfur

Biskupinn sagði kórónuveiruna vera refsingu guðs yfir samkynhneigðum – Smitaðist sjálfur

Pressan
11.09.2020

Í maí varð mikið fjaðrafár þegar biskup í úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni sagði að kórónuveiran væri refsing guðs fyrir samkynhneigð. Fordæmingum rigndi yfir biskupinn frá mannréttindasamtökum og einn hópurinn stefndi honum fyrir rétt fyrir ummælin. CNN skýrir frá. Í síðustu viku tilkynnti kirkjan á Facebooksíðu sinni að biskupinn, sem heitir Filaret og er 91 árs, sé smitaður af kórónuveirunni og liggi nú á sjúkrahúsi í Lesa meira

COVID-19 er helsta dánarorsök bandarískra lögreglumanna á árinu

COVID-19 er helsta dánarorsök bandarískra lögreglumanna á árinu

Pressan
10.09.2020

Það sem af er ári hafa fleiri bandarískir lögreglumenn látist af völdum COVID-19 en af öðrum orsökum, þar með talið þeir sem hafa fallið við skyldustörf. CNN skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram á vefsíðunni Officer Down Memorial Page (ODMP). Það er sjálfseignarstofnun sem stendur að baki vefsíðunni og fylgist með hversu margir lögreglumenn láta lífið við skyldustörf. Að Lesa meira

Rúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn hafa látist af völdum kórónuveirunnar

Rúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn hafa látist af völdum kórónuveirunnar

Pressan
09.09.2020

Rúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn um allan heim hafa látist af völdum kórónuveirunnar síðan heimsfaraldurinn braust út. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þessi tala segi væntanlega ekki alla söguna, líklega hafi enn fleiri látist. „Að rúmlega 7.000 manns hafi látist við að reyna að bjarga lífi annarra Lesa meira

Stöðva tilraunir með lofandi bóluefni gegn COVID-19

Stöðva tilraunir með lofandi bóluefni gegn COVID-19

Pressan
09.09.2020

Miklar vonir hafa verið bundnar við bóluefni gegn kórónuveirunni sem lyfjafyrirtækið AstraZeneca er að þróa í samstarfi við vísindamenn í Oxford. Bóluefnið hefur verið nefnt „Oxfordbóluefnið“ því nokkrir færustu sérfræðingar heims í gerð bóluefnis hafa unnið að þróun þess. En nú er komið bakslag í þessa vinnu því tilraunir með bóluefnið hafa verið stöðvaðar eftir að einn þátttakandi Lesa meira

Talsmaður WHO gagnrýnir umfangsmiklar lokanir samfélaga – Segir sænsku leiðina vera þá réttu

Talsmaður WHO gagnrýnir umfangsmiklar lokanir samfélaga – Segir sænsku leiðina vera þá réttu

Pressan
31.08.2020

David Nabarro, talsmaður kórónuveirustýrishóps Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, telur ekki að umfangsmiklar lokanir á starfsemi samfélagsins séu rétta leiðin til að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Í útvarpsviðtali hjá nýsjálensku stöðinni Magic sagði hann að ríki heims eigi frekar að horfa til Svíþjóðar og viðbragða þar í landi við heimsfaraldrinum en til Nýja-Sjálands þar sem nálgunin var allt önnur. Lesa meira

Rannsókn á 55.000 COVID-19 smitum varpar ljósi á fyrirsjáanlega röð sjúkdómseinkenna

Rannsókn á 55.000 COVID-19 smitum varpar ljósi á fyrirsjáanlega röð sjúkdómseinkenna

Pressan
28.08.2020

Ný rannsókn á 55.000 manns, sem hafa smitast af COVID-19, varpar ljósi á nokkuð fyrirsjáanlega röð þeirra sjúkdómseinkenna sem gera vart við sig. Þessi röð einkenna er frábrugðin þeirri röð sem á við um flensu og aðrar kórónuveirur. Niðurstöðurnar benda til að langlíklegast sé að COVID-19 hefjist með því að fólk fái hita og því næst Lesa meira

Þetta er munurinn á kórónuveirusmiti og venjulegu kvefi og flensu

Þetta er munurinn á kórónuveirusmiti og venjulegu kvefi og flensu

Pressan
27.08.2020

Vísindamenn telja að niðurstöður nýrrar rannsóknar geti markað ákveðin tímamót í skilningi okkar á kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Rannsóknin beindist að því hvernig þeir, sem smitast af kórónuveirunni, glata lyktar- og bragðskyni. Niðurstaðan er að það gerist ekki á sama hátt og þegar fólk fær kvef eða flensu. Þegar fólk, sem smitast af kórónuveirunni, missir lyktar- og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af