fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

COVID19

Telja að allt að 539.000 Bandaríkjamenn geti látist af völdum COVID-19 til loka mars

Telja að allt að 539.000 Bandaríkjamenn geti látist af völdum COVID-19 til loka mars

Pressan
07.12.2020

Það mun væntanlega taka marga mánuði að ljúka bólusetningu gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum. Áður en áhrifa bólusetningarinnar fer að gæta af fullum þunga mun heilbrigðiskerfi landsins væntanlega verða undir miklum þrýstingi. CNBC skýrir frá þessu og segir að í nýrri skýrslu frá Institute for Health Metrics og University of Washington komi fram að fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 geti farið úr núverandi 279.000 í Lesa meira

Þýskur gjörgæslulæknir – „Við erum á mörkum þess gerlega“

Þýskur gjörgæslulæknir – „Við erum á mörkum þess gerlega“

Pressan
02.12.2020

Talsmaður samtaka þýskra gjörgæslulækna vill að stjórnvöld grípi til enn harðari sóttvarnaaðgerðar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ástæðan er mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins en að meðaltali eru aðeins þrjú laus legurými á gjörgæsludeildum landsins. Gernot Marx,  formaður samtaka gjörgæslulækna, varar við þeirri stöðu sem er uppi. Bild skýrir frá þessu. „Við erum í einstökum aðstæðum ólíkum öllu því sem við Lesa meira

Ól son á dánarbeðinum – COVID-19 varð nær öllum ættingjum hans að bana

Ól son á dánarbeðinum – COVID-19 varð nær öllum ættingjum hans að bana

Pressan
02.12.2020

Svetlana Sorochinskaya, 36 ára frá St Pétursborg í Rússlandi, lést nýlega á sjúkrahúsi í borginni. Hún hafði verið í öndunarvél um hríð en hún var með COVID-19. Skömmu áður en hún lést ól hún son en þá var hún komin í öndunarvél. Hún náði ekki að sjá son sinn áður en hún lést. Nokkrum dögum áður en hún lést Lesa meira

Á 17 sekúndna fresti deyr Evrópubúi af völdum COVID-19

Á 17 sekúndna fresti deyr Evrópubúi af völdum COVID-19

Pressan
23.11.2020

Á 17 sekúndna fresti deyr Evrópubúi af völdum COVID-19 að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Ljósi punkturinn er þó að sögn WHO að nú virðist sem önnur bylgja faraldursins sé að byrja að réna lítillega. Washington Post skýrir frá þessu. Þessi örlitla bjartsýni hjá WHO byggir á að í síðustu viku greindust 1,8 milljónir smita í álfunni en voru 2 milljónir vikuna áður. Í nokkrum Lesa meira

Kórónuveirufaraldurinn á mikilli siglingu í Svíþjóð – 96 létust á einum sólarhring

Kórónuveirufaraldurinn á mikilli siglingu í Svíþjóð – 96 létust á einum sólarhring

Pressan
19.11.2020

Frá þriðjudegi og fram á miðvikudag létust 96 af völdum COVID-19 í Svíþjóð. Þetta er mesti fjöldi andláta af völdum COVID-19 á einum degi í þrjá mánuði. Sænsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær.  Frá upphafi heimsfaraldursins hafa rúmlega 6.300 látist af völdum COVID-19. Í gær voru 4.007 ný smit skráð. Í heildina hafa 196.446 greinst með veiruna fram Lesa meira

ESB hefur samið um kaup á 225 milljónum skammta af bóluefni til viðbótar

ESB hefur samið um kaup á 225 milljónum skammta af bóluefni til viðbótar

Pressan
19.11.2020

Framkvæmdastjórn ESB hefur gert fimmta samninginn um kaup á mögulegu bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19. Að þessu sinni var samið við lyfjafyrirtækið CureVac um kaup á 225 milljónum skammta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Fram kemur að samkvæmt samningnum geti ESB keypt 180 milljónir skammta til viðbótar. Allt er þetta þó háð því að bóluefnið Lesa meira

Rúmlega 250.000 hafa látist úr COVID-19 í Bandaríkjunum

Rúmlega 250.000 hafa látist úr COVID-19 í Bandaríkjunum

Pressan
19.11.2020

Bandaríkin hafa slegið enn eitt dapurlegt metið varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar. Landið varð í gær fyrsta land heims þar sem dauðsföll af völdum COVID-19 fara yfir 250.000. Miðað við skráningar Johns Hopkins háskólans þá höfðu 250.029 látist í gær og tæplega 11,5 milljónir höfðu greinst með veiruna. Bandaríkin eiga því metið hvað varðar fjölda staðfestra smita og fjölda látinna. Lesa meira

Mörg bandarísk sjúkrahús yfirfull af COVID-19-sjúklingum

Mörg bandarísk sjúkrahús yfirfull af COVID-19-sjúklingum

Pressan
13.11.2020

Í Wisconsin eru mörg sjúkrahús yfirfull vegna mikils fjölda COVID-19-sjúklinga og í Norður-Dakóta er staðan enn verri því þar eru öll sjúkrahús yfirfull. Á miðvikudaginn var enn eitt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda smitaðra en þá greindust 140.000 smit. Í gær var þetta met síðan slegið þegar 152.000 smit greindust. CNN skýrir frá Lesa meira

Óttast að 10.000 manns látist mánaðarlega af völdum COVID-19 á Ítalíu ef ekkert verður að gert

Óttast að 10.000 manns látist mánaðarlega af völdum COVID-19 á Ítalíu ef ekkert verður að gert

Pressan
11.11.2020

Ítalskir læknar segja að búast megi við 10.000 aukalegum dauðsföllum í mánuði hverjum af völdum COVID-19 ef ekki verður gripið til harðari sóttvarnaaðgerða um allt land. Ríkisstjórnin undirbýr nú harðari aðgerðir í fjórum héruðum þar sem faraldurinn þykir kominn á hættulegt stig, það eru Campania, Liguria, Abruzzo og Umbria. En samkvæmt frétt The Guardian þá þykir samtökum ítalskra lækna ekki nógu langt gengið og hvetja til Lesa meira

Prófessor segir að Danmörk geti orðið nýtt Wuhan

Prófessor segir að Danmörk geti orðið nýtt Wuhan

Pressan
06.11.2020

Þegar danska ríkisstjórnin tilkynnti á miðvikudaginn að aflífa eigi alla minka í minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, brá mörgum í brún. Ástæðan fyrir þessum hörðu aðgerðum er að veiran getur og hefur borist úr minkum í fólk í stökkbreyttu formi. Þessi stökkbreyting veldur því að fólk myndar ekki mótefni gegn veirunni og hún gerir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af