fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

COVID19

Óttast hverja kórónuveirubylgjuna á fætur annarri

Óttast hverja kórónuveirubylgjuna á fætur annarri

Pressan
28.12.2020

Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og ráðgjafi stjórnvalda um þau mál, óttast að skammt sé í mikla fjölgun nýrra kórónuveirusmita. „Ég hef sömu áhyggjur og Joe Biden, verðandi forseti, um að á næstu vikum geti ástandið versnað enn frekar,“ sagði Fauci í viðtali við CNN. Fauci hefur verið stjórn Donald Trump til ráðgjafar varðandi viðbrögð við heimsfaraldrinum og mun halda því starfi áfram hjá stjórn Joe Biden sem Lesa meira

Foreldrar hennar létust af völdum COVID-19 með nokkurra klukkustunda millibili

Foreldrar hennar létust af völdum COVID-19 með nokkurra klukkustunda millibili

Pressan
18.12.2020

Tony og Lisa Vasquez ólust bæði upp í Superior í Arizona í Bandaríkjunum og urðu ástfanginn á menntaskólaárunum og voru saman upp frá því. Í síðustu viku létust þau af völdum COVID-19 og liðu aðeins nokkrar klukkustundir á milli. Þau láta eftir sig 17 ára dóttur, Brisa. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Tony hafi verið í sjóhernum í sex ár. Þau hafi gengið í hjónaband Lesa meira

Metfjöldi smita og dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum

Metfjöldi smita og dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum

Pressan
17.12.2020

Síðasta sólarhring var enn eitt dapurlegt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, og fjölda dauðsfalla af völdum COVID-19. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létust rúmlega 3.700 af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn. Rúmlega 250.000 manns greindust með veiruna á síðasta sólarhring. Rúmlega 113.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á Lesa meira

Setja upp færanleg líkhús í Kaliforníu vegna COVID-19

Setja upp færanleg líkhús í Kaliforníu vegna COVID-19

Pressan
17.12.2020

Í stórborgum Kaliforníu verða yfirvöld að vera undir enn fleiri dauðsföll af völdum COVID-19 búin en fram að þessu segir Gavin Newsom. Yfirvöld í ríkinu eru nú byrjuð að dreifa 5.000 líkpokum og 60 frystibílum, sem á að nota sem líkhús, um Los Angeles og San Diego sem hafa farið illa út úr faraldrinum. Frá því í sumar hefur innlögnum á sjúkrahús Lesa meira

Sænska kerfið hefur brugðist gömlu fólki í heimsfaraldrinum – Mörg þúsund hafa látist

Sænska kerfið hefur brugðist gömlu fólki í heimsfaraldrinum – Mörg þúsund hafa látist

Pressan
16.12.2020

Mörg þúsund eldri borgarar í Svíþjóð hafa látist af völdum COVID-19. Stór hluti þeirra bjó á dvalarheimilum, íbúðum fyrir aldraða eða naut heimahlynningar þegar heimsfaraldurinn skall á. Í nýrri skýrslu kemur skýrt fram að yfirvöld hafi brugðist þessu fólki og Stefan Löfven, forsætisráðherra, viðurkennir að yfirvöld hafi brugðist. Það er sérstök rannsóknarnefnd sem hefur komist að þessari niðurstöðu Lesa meira

„Við þurfum hjálp,“ segir yfirmaður heilbrigðismála í Stokkhólmi – Gjörgæsludeildir nær fullar

„Við þurfum hjálp,“ segir yfirmaður heilbrigðismála í Stokkhólmi – Gjörgæsludeildir nær fullar

Pressan
10.12.2020

Ástandið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er slæmt í Svíþjóð og lítið sem ekkert hefur gengið að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Nú er svo komið í Stokkhólmi að 99% af gjörgæslurýmum eru full. Í Helsingborg verða margir kórónuveirusjúklingar að vera saman í herbergjum vegna skorts á plássi. „Við sjáum að það sem við töldum vera kúrfuna að fletjast út og Lesa meira

Rúmlega 3.000 létust af völdum COVID-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum

Rúmlega 3.000 létust af völdum COVID-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum

Pressan
10.12.2020

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa um langa hríð varað við fjölgun dauðsfalla af völdum COVID-19 í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og síðan aftur í kjölfar jóla og áramóta. En margir virðast ekki hafa viljað hlusta á þessar viðvaranir því dánartölur hækka dag frá degi. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans frá í nótt þá létust rúmlega 3.000 af völdum sjúkdómsins Lesa meira

Danska krónprinsfjölskyldan í einangrun – Christian prins greindist með kórónuveiruna

Danska krónprinsfjölskyldan í einangrun – Christian prins greindist með kórónuveiruna

Pressan
08.12.2020

Christian prins, sem er 15 ára, sonur Frederik krónprins og Mary krónprinsessu greindist með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í gær og er öll fjölskyldan nú komin í einangrun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dönsku hirðinni. Fram kemur að Christian, sem er næstur á eftir föður sínum í erfðaröðinni að dönsku krúnunni, hafi verið sendur í sýnatöku eftir Lesa meira

Sérfræðingur um stöðuna í Bandaríkjunum – „Við getum orðið vitni að 9/11 daglega fram að jólum“

Sérfræðingur um stöðuna í Bandaríkjunum – „Við getum orðið vitni að 9/11 daglega fram að jólum“

Pressan
08.12.2020

Hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001, sem Bandaríkjamenn nefna yfirleitt 9/11, voru mikill harmleikur en 2.977 létust í árásunum á World Trade Center, Pentagon og með flugvélinni sem hrapaði þegar farþegarnir reyndu að yfirbuga flugræningjanna og hryðjuverkamennina sem höfðu tekið yfir stjórn hennar. Sérfræðingar óttast nú að kórónuveirufaraldurinn muni verða jafn mörgum Bandaríkjamönnum að bana daglega. „Við getum orðið Lesa meira

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er hærri en af völdum inflúensu

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er hærri en af völdum inflúensu

Pressan
07.12.2020

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er hærri en dánartíðnin af völdum inflúensu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sem vísindamenn á ríkissjúkrahúsinu og við Kaupmannahafnarháskóla gerðu. Berlingske skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi rannsakað hversu hátt hlutfall, þeirra sem greindust með COVID-19, létust innan 30 daga. Þetta hlutfall var síðan borið saman við andlát af völdum inflúensu. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af