Breskir bílaframleiðendur skera mikið niður
PressanLítið hefur selst af lúxusbílum í heimsfaraldri kórónuveiru og nú bregðast bresku bílaframleiðendurnir Aston Martin, Bentley og McLaren við þessu með því að segja mörg þúsund manns upp störfum. Á síðustu tveimur vikum hafa fyrirtækin tilkynnt að rúmlega 3.000 manns verði sagt upp. CNN skýrir frá þessu. Á föstudaginn tilkynnti Bentley að 1.000 manns verði Lesa meira
Segja gervihnattarmyndir sýna að COVID-19 hafi brotist mun fyrr út í Wuhan
PressanNiðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að sögn að kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, hafi brotist út mun fyrr en áður hefur verið haldið fram. Vísindamenn við Harvard Medical School segja þetta niðurstöður rannsóknar sinnar. Þeir byggja niðurstöðurnar á yfirferð gervihnattarmynda sem sýna að það var miklu meira að gera á sjúkrahúsum í Wuhan mánuðum saman áður en kínversk yfirvöld skýrðu frá veirunni. Sky skýrir frá þessu. Lesa meira
Þingmaður segir Kínverja reyna að seinka þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni
Pressan„Við höfum sannanir fyrir að Kínverjar reyni að seinka þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni.“ Þetta sagði Rick Scott, þingmaður repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, á sunnudaginn. „Við verðum að fá þetta bóluefni. Því miður höfum við sannanir fyrir að kommúnistarnir í Kína reyni að eyðileggja þróunarstarfið eða seinka því.“ Hefur BBC eftir honum. „Kínverjar vilja ekki að Lesa meira
Minkur smitaði tvær manneskjur af kórónuveiru
PressanHollenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að 10.000 minkar skuli aflífaðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Ástæðan er að tvær manneskjur smituðust af veirunni eftir að hafa komist í nána snertingu við mink. The Guardian skýrir frá þessu. Yfirvöld hafa fundið kórónuveirusmitaða minka í tíu minkabúum. Smitið uppgötvuðust í maí. The Guardian segir að þetta sé í fyrsta sinn Lesa meira
Forsetinn segir að sigrast hafi verið á heimsfaraldrinum
PressanJohn Magufuli, forseti Tansaníu, staðhæfir að sigrast hafi verið á kórónuveirufaraldrinum þar í landi. Þeir sem eru honum ekki sammála enda í fangelsi og raunverulegum smittölum er haldið leyndum. Samkvæmt opinberum tölum hafa 509 látist af völdum veirunnar en um 60 milljónir búa í landinu. Tölurnar hafa verið óbreyttar í tæpan mánuð. En það sem Lesa meira
Danskt bóluefni gegn COVID-19 lofar góðu
PressanTilraunir danskra vísindamanna með bóluefni gegn COVID-19 lofa góðu en þær hafa verið gerðar á músum. Næsta skref er að gera tilraunir á fólki. Það er hópur vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem hefur unnið að þróun bóluefnis gegn COVID-19. Politiken hefur eftir þeim að tilraunir á músum lofi góðu. Bóluefnið er sagt vera „meinlaus veira“ sem Lesa meira
Margir úr þjóðvarðliðinu smitaðir af kórónuveirunni eftir mótmæli
PressanHermenn í þjóðvarðliðinu í Washington D.C. hafa greinst smitaðir af kórónaveirunni. Þetta gerðist eftir að þeir höfðu verið á vakt við mótmæli í höfuðborginni síðustu daga. Talskona þjóðvarðliðsins, Brooke Davis, segir að til að tryggja starfsöryggi sé ekki hægt að upplýsa um fjölda smitaðra. Hún segir staðfest sé að smit hafi greinst hjá hluta þeirra Lesa meira
Kom heim úr fríi óafvitandi um heimsfaraldur kórónuveiru
PressanÞann 23. maí sneri Bandaríkjamaðurinn Daniel Thorson heim úr svokölluðu „silent retreat“ í afskekktum kofa í norðvesturhluta Vermont. Þar hafði hann verið í tvo og hálfan mánuð án þess að eiga í nokkrum samskiptum við umheiminn. Hann hafði því enga hugmynd um hvað gerðist í heiminum allan þennan tíma. Boston News skýrir frá þessu. Þessi 33 ára maður er félagi Lesa meira
Eyjan þar sem enginn smitast af kórónuveirunni – Hvað veldur?
PressanHvað veldur því að íbúar á lítilli ítalskri eyju smitast ekki af kórónuveirunni? Það gerir fólk, ættað frá eyjunni, heldur ekki þótt það búi annars staðar. Spurningin er því hvort fólk frá Giglio sé einfaldlega ónæmt fyrir veirunni sem veldur COVID-19? Norska ríkisútvarpið fjallaði nýlega um þetta. Fram kemur að prófessor Paola Muti hafi verið stödd á Giglio, til að ganga frá búi Lesa meira
Dæmdur í fangelsi fyrir að hósta á lögreglumenn
PressanTvítugur maður var í vikunni dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi af Vestri-Landsrétti í Danmörku fyrir að hafa hóstað á lögreglumenn og hrópað „kóróna“. „Kórónuhrópin“ mat dómurinn sem hótun um ofbeldi. Málið er fordæmisgefandi og hafði niðurstöðunnar verið beðið með spenningi. Undirréttur dæmdi manninn í 30 daga fangelsi fyrir að hafa flúið úr fangelsi en Lesa meira