Þrír sjúkdómar sem geta kostað rúmlega eina milljón mannslífa – Allt vegna kórónuveirunnar
PressanReiknað er með að mjög margir muni deyja af völdum annarra sjúkdóma en kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, vegna þess álags sem hún hefur á heilbrigðiskerfið um allan heim. Talið er að á 12 mánaða tímabili á þessu ári og því næsta látist 1,4 milljónir manna úr HIV, berklum og malaríu vegna þess álags sem kórónuveiran hefur á Lesa meira
Þrjár mikilvægar spurningar um kórónuveiruna sem er enn ósvarað
PressanNú er rúmlega hálft ár síðan fréttir fóru að berast af dularfullum lungnasjúkdómi í Wuhan í Kína. Úr þessu varð heimsfaraldur kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Á annan tug milljóna manna hefur greinst með veiruna og dánartalan á heimsvísu nálgast óðfluga eina milljón. Efnahagslíf heimsins er illa farið vegna faraldursins og daglegt líf margra er Lesa meira
Emirates hyggst segja upp 9.000 starfsmönnum
PressanFlugfélagið Emirates hyggst segja upp 9.000 starfsmönnum. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hefur haft gríðarleg áhrif á flugiðnaðinn um allan heim. Í samtali við BBC sagði Sir Tim Clark, forstjóri félagsins, að nauðsynlegt sé að segja fjölda starfmanna upp eða um 15% af heildarfjöldanum. Hann sagði jafnframt að Emirates hafi ekki farið jafn illa út Lesa meira
Hræðileg ákvörðun að loka skólum segir Trump
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í samtali við CBS News aðfaranótt miðvikudags að það væri hræðileg ákvörðun að loka skólum í Kaliforníu í nýrri bylgju kórónuveirunnar. Þar hefur kórónuveiran blossað upp á nýjan leik og hafa skólayfirvöld í San Diego og Los Angeles ákveðið að nemendur fái fjarkennslu á meðan þessi nýja bylgja gengur yfir. Skólar áttu að taka til starfa í ágúst eftir sumarfrí Lesa meira
Merci! Macron þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir framlag þeirra með 1.200 milljörðum
PressanMilljörðum króna verður varið í launahækkanir til franskra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, einnig var heilbrigðisstarfsfólk hyllt í höfuðborg Frakklands á þjóðhátíðardaginn. Þetta er „merci beaucoup” sem ekki bara heyrist, það mun einnig hafa áhrif á bankabókina. Franskir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar munu fá launahækkun sem nemur um 30.000 íslenskum krónum á mánuði að meðaltali. Franska ríkisstjórnin og fjölmörg Lesa meira
Tilraunir með bóluefni gegn kórónuveirunni eru komnar á lokastig
PressanBandaríska lyfjafyrirtækið Moderna er komið langt áleiðis við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Þann 27. júlí hefst þriðja stig tilrauna með bóluefnið en þá verður byrjað að fá 30.000 sjálfboðaliða til að taka þátt í tilrauninni. Helmingur þeirra verður sprautaður með bóluefninu en hinn með lyfleysu. Fyrri stig þróunar bóluefnisins hafa lofað góðu og því er Lesa meira
Smituðum fjölgar sífellt – Óttast „tvöfalda ógæfu“ í haust
PressanStaðfestum kórónuveirusmitum fjölgar daglega í Bandaríkjunum og virðist veiran leika lausum hala þar af miklum krafti. Þetta veldur sérfræðingum í heilbrigðismálum að vonum miklum áhyggjum. Þeir óttast að með sama áframhaldi muni tvöföld ógæfa skella á landinu í haust þegar hin hefðbundna inflúensa hefur innreið sína. Nú eru aðeins um þrír mánuðir í að inflúensutímabilið hefjist og Lesa meira
57 sjómenn smituðust af kórónuveirunni á dularfullan hátt
Pressan57 argentínskir sjómenn hafa smitast af kórónuveirunni á dularfullan hátt eftir fimm vikur á sjó, þrátt fyrir að öll áhöfnin hafi greinst smitlaus áður en lagt var af stað. Heilbrigðisyfirvöld í Tierra del Fuego skýrðu frá þessu á mánudag. Togarinn ”Echizen Maru” sneri til hafnar, eftir að hluti áhafnarinnar sýndi einkenni COVID-19. Samkvæmt yfirvöldum hafa 57 af 61 áhafnarmeðlimum greinst með smit. 14 Lesa meira
Heimsfaraldurinn kyndir undir heitri umræðu um bandaríska heilbrigðiskerfið
PressanHeimsfaraldur kórónuveirunnar hefur kynt undri heitri umræðu í Bandaríkjunum um heilbrigðiskerfi landsins. Sú umræða getur hugsanlega haft töluverð áhrif á forsetakosningarnar í haust. Mikill kostnaður getur fylgt því að nota bandaríska heilbrigðiskerfið og er fólk misjafnlega í stakk búið til að takast á við þann kostnað. Til dæmis tekur rannsóknarstofa ein í Texas 2.315 dollara fyrir rannsókn Lesa meira
Fyrsta staðfesta tilfelli COVID-19 í ófæddu barni
PressanFranskir læknar staðfestu í gær að drengur, sem fæddist í mars, hafi verið með COVID-19 þegar hann fæddist. Hann var með bólgur í heila og nokkur önnur einkenni smits sem sjást yfirleitt aðeins hjá fullorðnum. Hann hefur náð sér. Þetta er fyrsta staðfesta tilfelli þess að móðir hafi smitað ófætt barn sitt af COVID-19. Þetta kemur fram Lesa meira