fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

COVID19

Már segir að nú sé að verða tímabært að líta á COVID sem flensu

Már segir að nú sé að verða tímabært að líta á COVID sem flensu

Fréttir
12.08.2022

Nú er að verða tímabært að líta á COVID-19 sem „venjulega flensu“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar. Hann segir að kórónuveiran muni aldrei hverfa, sé komin til að vera. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Má að hann og Þórólfur, sóttvarnalæknir, og fleiri hafi sagt að veiran muni verða Lesa meira

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19

Pressan
13.10.2021

Nú eru að hefjast klínískar tilraunir á fólki með nýja meðferð við COVID-19. Það eru danskir vísindamenn sem hafa þróað aðferðina en í henni felst að sjúklingar anda að sér mildri sýrulausn sem hjálpar ónæmiskerfinu að berjast við sýkingar í öndunarveginum. „Þetta er meðferð sem gengur út á að maður nánast sótthreinsar öndunarveginn, svona eins og þegar Lesa meira

Missti foreldra sína og bróður úr COVID-19 – Vildu ekki láta bólusetja sig

Missti foreldra sína og bróður úr COVID-19 – Vildu ekki láta bólusetja sig

Pressan
18.08.2021

Francis Goncalves er sannfærður um að ef foreldrar hans, Charmagne 65 ára og Basil 73 ára, og bróðir hans, Shaul 40 ára, hefðu látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni væri að minnsta kosti eitt þeirra á lífi. En svo er ekki því þau létust öll þrjú nýlega af völdum COVID-19. Öll höfðu þau neitað að láta bólusetja sig. Sky News og BBC skýra frá þessu. Fram kemur að Francis eigi Lesa meira

Tvö dönsk börn hafa látist af völdum COVID-19

Tvö dönsk börn hafa látist af völdum COVID-19

Pressan
30.07.2021

Danska smitsjúkdómastofnunin staðfesti í gær að barn á aldrinum 0-9 ára hefði nýlega látist af völdum COVID-19. Tvö dönsk börn á þessum aldri hafa látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins en í byrjun febrúar var staðfest að barn á þessum aldri hefði látist af völdum sjúkdómsins. Á heimasíðu smitsjúkdómastofnunarinnar kemur fram að 22.380 börn á Lesa meira

Segja þetta vera ný einkenni kórónuveirusmits

Segja þetta vera ný einkenni kórónuveirusmits

Pressan
01.07.2021

Þótt búið sé að bólusetja fólk gegn COVID-19 þá er ekki útilokað að það smitist af veirunni. Jákvæðu fréttirnar eru að vegna bólusetningarinnar eru yfirgnæfandi líkur á að fólk finni aðeins fyrir vægum einkennum. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sem byggir á gögnum frá 1,1 milljón Breta sem skráðu sjúkdómseinkenni sín í sérstakt app. Þessi gögn Lesa meira

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur borist til 74 landa – Mun meira smitandi en önnur afbrigði

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur borist til 74 landa – Mun meira smitandi en önnur afbrigði

Pressan
16.06.2021

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 74 löndum um allan heim, þar á meðal í Kína, Bandaríkjunum, Norðurlöndunum og við Kyrrahaf. Afbrigðið, sem átti uppruna sinn á Indlandi, er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Í Bandaríkjunum fer smitum nú fjölgandi og tvöfaldast aðra hverja viku. Hér í Evrópu eru það Bretar sem hafa Lesa meira

Nota dróna til að finna COVID-19 sjúklinga

Nota dróna til að finna COVID-19 sjúklinga

Pressan
10.06.2021

Lögreglan í Malasíu er farin að nota dróna til að finna COVID-19 sjúklinga. Drónarnir eru með tækjabúnað sem mælir hita fólks þegar það er á almannafæri og gera lögreglunni þannig kleift að finna þá sem eru smitaðir. Lögreglan segist einnig ætla að nota dróna til að framfylgja ferðabanni en nú eru harðar sóttvarnaaðgerðir í gildi í landinu vegna fjölgunar smita á undanförnum vikum. Í Lesa meira

Segir að Bandaríkin verði að deila upplýsingum um uppruna COVID-19

Segir að Bandaríkin verði að deila upplýsingum um uppruna COVID-19

Pressan
03.06.2021

Dale Fisher, sem starfar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, segir að bandarísk stjórnvöld verði að deila þeim upplýsingum, sem þau hafa um uppruna kórónuveirunnar, með WHO og vísindasamfélaginu. Nýlega skýrði Wall Street Journal frá því að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi upplýsingar um að þrír starfsmenn rannsóknarstofu í Wuhan í Kína hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember 2019 með sjúkdómseinkenni sem líkjast einkennum COVID-19. Umrædd rannsóknarstofa hefur oft Lesa meira

95% þátttaka í bólusetningum í Danmörku

95% þátttaka í bólusetningum í Danmörku

Pressan
03.06.2021

Óhætt er að segja að mjög góð þátttaka sé í bólusetningum gegn COVID-19 í Danmörku. Hún var 94,9% í fyrstu níu hópunum sem stóð bólusetning til boða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá danska heilbrigðisráðuneytinu. Bólusetningar hófust fyrir um fimm mánuðum nú er búið að bjóða flestum 50 ára og eldri upp á bólusetningu. Nú er Lesa meira

Þýskur ráðherra vill að ESB kaupi bóluefni til endurbólusetningar gegn COVID-19

Þýskur ráðherra vill að ESB kaupi bóluefni til endurbólusetningar gegn COVID-19

Pressan
12.05.2021

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, vill að ESB kaupi bóluefni gegn COVID-19 til að nota á árunum 2022 og 2023. Hugsunin á bak við þetta er að nota bóluefnin til að endurbólusetja fólk. Er þá verið að hugsa um einn skammt til að styrkja varnir ónæmiskerfisins og fríska upp á fyrri bólusetningu. Í bréfi, sem hann sendi Framkvæmdastjórn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af