fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Covid-19

Nýbúin að ala barn og í dái af völdum COVID-19 – Á að fá að deyja segir dómari

Nýbúin að ala barn og í dái af völdum COVID-19 – Á að fá að deyja segir dómari

Pressan
24.02.2021

Rúmlega þrítug bresk kona, sem er með COVID-19 og er í dái mánuði eftir að hún ól son, á að fá að deyja segir í úrskurði dómara. Fjölskylda hennar vill ekki að hún fái að deyja en læknar segjast ekki vera að bjarga lífi hennar lengur, nú sé aðeins hægt að lengja þann tíma sem líður Lesa meira

Laug til um COVID-19 veikindi sín – Það varð allri fjölskyldunni að bana

Laug til um COVID-19 veikindi sín – Það varð allri fjölskyldunni að bana

Pressan
10.02.2021

Það getur haft alvarlegar afleiðingar að ljúga að fjölskyldu sinni. Það á svo sannarlega við um mál 36 ára konu frá Táchira í Venesúela. Hrakfarirnar byrjuðu um miðjan desember þegar konan, Verónica García Fuentes, fékk hita. Newsweek skýrir frá þessu. Hún fór því í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð. Hún einangraði sig því heima en sleppti því að segja eiginmanni sínum Lesa meira

Elsti Evrópubúinn – Lifði báðar heimsstyrjaldirnar af og COVID-19 – Fagnar 117 ára afmæli á morgun

Elsti Evrópubúinn – Lifði báðar heimsstyrjaldirnar af og COVID-19 – Fagnar 117 ára afmæli á morgun

Pressan
10.02.2021

Systir André, frönsk nunna og elsti núlifandi Evrópubúinn, er búin að ná sér af COVID-19. Það er því óhætt að segja að það sé sterkt í henni en hún fæddist 1905 og lifði því báðar heimsstyrjaldirnar af og nú heimsfaraldur kórónuveirunnar. Samkvæmt frétt franska dagblaðsins Var-Matin greindist systir André, sem var skírð Lucille Randon, með COVID-19 þann 16. janúar. Nú hefur hún Lesa meira

Hafa teiknað upp þrjár sviðsmyndir fyrir kórónuveirufaraldurinn í Svíþjóð í vor – Hætta á öflugri þriðju bylgju

Hafa teiknað upp þrjár sviðsmyndir fyrir kórónuveirufaraldurinn í Svíþjóð í vor – Hætta á öflugri þriðju bylgju

Pressan
08.02.2021

Sænsk heilbrigðisyfirvöld, Folkhälsomyndigheten, hafa dregið upp þrjár mismunandi sviðsmyndir um framvindu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Það er óhætt að segja að þar standi góðar fréttir ekki í röð, þvert á móti. Folkhälsomyndigheten birti skýrslu um þetta á fimmtudaginn en hún er unnin á grunni þróunar faraldursins í Svíþjóð síðustu fimm mánuði. Í henni er reiknað út hvernig ný Lesa meira

Senda COVID-19-sjúklinga frá Portúgal til Austurríkis – Gjörgæsludeildir eru fullar

Senda COVID-19-sjúklinga frá Portúgal til Austurríkis – Gjörgæsludeildir eru fullar

Pressan
02.02.2021

Portúgölsk stjórnvöld hafa beðið þýsk stjórnvöld um aðstoð vegna kórónuveirufaraldursins en gjörgæsludeildir portúgalskra sjúkrahúsa eru fullar. Þjóðverjar hafa brugðist vel við þessu og senda heilbrigðisstarfsfólk frá hernum til Portúgal. Einnig stendur til að flytja COVID-19-sjúklinga til Austurríkis. Portúgalar báðu um aðstoð um helgina þegar aðeins sjö af 850 gjörgæslurýmum, fyrir COVID-19-sjúklinga, í landinu voru laus. Rúmlega 12.000 hafa Lesa meira

Fjórir úr sömu fjölskyldu létust af völdum COVID-19 – Segir Boris Johnson bera ábyrgð á því

Fjórir úr sömu fjölskyldu létust af völdum COVID-19 – Segir Boris Johnson bera ábyrgð á því

Pressan
01.02.2021

Tracy Latham, sem býr í Derby á Englandi, segir að Boris Johnson, forsætisráðherra, sé með „blóði drifnar hendur“ eftir að fjórir úr fjölskyldu hennar létust af völdum COVID-19 eftir jólin. Einn til viðbótar er þungt haldinn af sjúkdómnum. Fólkið smitaðist eftir að hafa hist um jólin en breska ríkisstjórnin slakaði mjög á sóttvarnarreglum um jólin svo fólk gæti hist í einn dag. Lesa meira

Harmleikur í Þýskalandi – Létu ekki vita af COVID-19 veikindum sínum og létust

Harmleikur í Þýskalandi – Létu ekki vita af COVID-19 veikindum sínum og létust

Pressan
26.01.2021

Í Munkenreuth, sem er norðaustan við Nürnberg, fundust mæðgin látin á heimili sínu á jóladag. Þau höfðu látist af völdum COVID-19 en höfðu ekki gert neinum viðvart um að þau væru veik. Móðirin, sem var 76 ára, fannst í rúmi sínu á efri hæð hússins en sonurinn, 54 ára, fannst í hægindastól á neðri hæðinni. Bild skýrir frá þessu. Rúmlega Lesa meira

530 lík COVID-19 sjúklinga hafa legið í frystigámum í New York mánuðum saman

530 lík COVID-19 sjúklinga hafa legið í frystigámum í New York mánuðum saman

Pressan
28.12.2020

Dánartölurnar af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Í mörgum borgum er nú verið að setja upp líkhús til bráðabirgða. Í apríl voru það frystigámar, fullir af líkum, í New York sem urðu einhverskonar táknmynd þess mikla hryllings sem átti sér stað í borginni en hún var miðpunktur faraldursins. Allt að 800 manns létust þar Lesa meira

Sjö greindust með kórónuveiruna í gær

Sjö greindust með kórónuveiruna í gær

Fréttir
24.12.2020

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra greindust sjö með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm voru í sóttkví. 1.202 sýni voru tekin. 24 greindust á landamærunum. 13 þeirra bíða mótefnamælingar en 9 greindust með virkt kórónuveirusmit í seinni landamæraskimun en tveir í fyrri skimun. 1.301 sýni var tekið á landamærunum í gær. Tölur á vefsíðunni covid.is verða ekki uppfærðar Lesa meira

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund

Pressan
27.11.2020

Á miðvikudaginn létust rúmlega 2.400 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta er nýtt met hvað varðar fjölda látinna á einum sólarhring. Tölur frá Johns Hopkins háskólanum sýna að 2.439 dauðsföll voru skráð. Þar með komst heildartala látinna upp í 262.080. Sama daga greindust rúmlega 200.000 manns með smit. Óttast margir að gærdagurinn, en þá var þakkargjörðarhátíðin, muni verða Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af