Ný rannsókn – Breska afbrigði kórónuveirunnar er ekki banvænna en önnur afbrigði
PressanNiðurstöður nýrrar ritrýndrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet, sýna að breska afbrigði kórónuveirunnar, B117 afbrigðið, eykur ekki líkurnar á að fólk látist af völdum COVID-19. Rannsóknin er byggð á 496 kórónuveirusmituðum einstaklingum sem lágu á breskum sjúkrahúsum í nóvember og desember á síðasta ári. Vísindamenn báru veikindi þeirra saman við sjúklinga sem voru smitaðir af öðrum afbrigðum Lesa meira
Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning
PressanÍ gær var slakað töluvert á sóttvarnaaðgerðum í Englandi og þá náðist einnig það markmið stjórnvalda að bjóða öllum landsmönnum, eldri en 50 ára, upp á bólusetningu gegn kórónuveirunni. Stefnt hafði verið að því að ná því markmiði fyrir 15. apríl og það tókst því nokkuð örugglega. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti þetta í gærkvöldi þegar hann sendi frá Lesa meira
Ein milljón Evrópubúa hefur látist af völdum COVID-19
PressanÞau dapurlegu tíðindi urðu í gær að heildarfjöldi skráðra dauðsfalla af völdum COVID-19 í Evrópu fór yfir eina milljón. Þetta er byggt á tölum frá yfirvöldum í öllum Evrópuríkjunum. Frá upphafi faraldursins hafa 1.000.288 Evrópubúar látist af völdum sjúkdómsins. Maria van Kerkhove, farsóttafræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, sagði í gær að faraldurinn sé nú á „krítísku“ stigi. „Faraldurinn er nú í veldisvexti. Lesa meira
Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til
PressanÁ þriðjudag í síðustu viku lést Hans Gaarder, 60 ára, einn þekktasti samsæriskenningasmiður Noregs og þekktur efasemdarmaður um tilvist kórónuveirunnar. Banamein hans var COVID-19. Margir fylgjendur hans eru í áfalli vegna andláts hans og kannski þá sérstaklega að það hafi verið COVID-19 sem varð honum að bana. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla var Hans maðurinn á bak við nettímaritið Lesa meira
Fimmti hver COVID-19 sjúklingur glímir við andleg eftirköst
PressanCOVID-19 veldur ekki aðeins líkamlegum þjáningum því margir sjúklingar glíma einnig við andleg eftirköst af sjúkdómnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford University. Þeir rannsökuðu áhrif sjúkdómsins á andlega heilsu fólks og áhrif hans á þá sem þjást af andlegum sjúkdómum. Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í The Lancet Psychiatry en þær byggja á gögnum um 69 milljónir Lesa meira
Enn versnar ástandið í Brasilíu – Rúmlega 4.000 dauðsföll á einum sólarhring
PressanÍ gær voru 4.195 dauðsföll af völdum COVID-19 skráð í Brasilíu og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Læknir líkir faraldrinum við „líffræðilegt Fukushima“ og vísar þar til japanska kjarnorkuversins sem fór illa út úr flóðbylgju fyrir nokkrum árum. Faraldurinn er við það að leggja heilbrigðiskerfið í Brasilíu á hliðina og vísindamenn spá því Lesa meira
Telja að COVID-19 valdi heyrnartapi, suði fyrir eyrum og svima
PressanVísindamenn telja að tæplega 15% þeirra sem veikjast af COVID-19 glími við suð fyrir eyrum, svima og jafnvel heyrnartap í kjölfarið. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsakendurnir, sem eru frá The University of Manchester og Manchester Biomedical Research Centre, telji að 7,6% sjúklinganna tapi heyrn, 14,8 glími við suð í eyrum og 7,2% við svima. Rannsóknin er byggð á Lesa meira
Ný norsk rannsókn – Sex af hverjum tíu COVID-19-sjúklingum glíma við langtímaáhrif
PressanNiðurstöður nýrrar norskrar rannsóknar sýna að sex af hverjum tíu sem hafa fengið COVID-19 glíma við langtímaáhrif af völdum sjúkdómsins. Það voru vísindamenn við háskólann í Bergen sem gerðu rannsóknina í samvinnu við bandaríska vísindamenn og þrjú norsk sjúkrahús og gekk hópurinn undir nafninu Bergen COVID-19 Research Group. Fylgst var með 2.697 manns í sex mánuði. TV2 skýrir frá þessu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að Lesa meira
Þriðji hver 25 ára Stokkhólmsbúi er með mótefni gegn kórónuveirunni
PressanÍ október voru 15% 25 ára fólks í Stokkhólmi með mótefni gegn kórónuveirunni. Nú er hlutfallið komið upp í 29% og því er tæplega þriðji hver Stokkhólmsbúi á þessum aldri með mótefni gegn veirunni. Niðurstaðan byggist á rannsókn á 500 manns á þessum aldri. Svenska Dagbladet skýrir frá þessu. „Þetta sýnir að smitum hefur fjölgað nýlega og Lesa meira
Ný rannsókn – Þeir sem deyja úr COVID-19 deyja að meðaltali 16 árum fyrr en ella
PressanÞeir sem deyja af völdum COVID-19, deyja að meðaltali 16 árum fyrr en þeir myndu annars gera. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar sem byggir á dánartölum í 81 landi eftir að heimsfaraldurinn brast á. Í heildina hafa rúmlega 20 milljónir lífsára tapast vegna COVID-19 dauðsfalla ef miða má við niðurstöður rannsóknarinnar. Um alþjóðlega rannsókn er að ræða þar Lesa meira