Þetta eru tuttugu algengustu einkenni COVID-19 þessa dagana
PressanKórónuveiran sækir í sig veðrið víða um heim þessa dagana. Búist hafði verið við því að smitum færi fjölgandi þegar færi að hausta og það virðist vera að ganga eftir. Í Bretlandi er svokölluð Zoe Health Study rannsókn sífellt í gangi en í henni er gögnum um veiruna og útbreiðslu hennar safnað stöðugt með því að nota niðurstöður sýnatöku Lesa meira
Viðbrögð ónæmiskerfisins við alvarlegum COVID-19 veikindum geta valdið heilavandamálum
PressanAlvarleg COVID-19 veikindi geta valdið því að viðbrögð ónæmiskerfisins skaði taugafrumur í heilanum. Það getur síðan valdið minnisvandamálum, ruglingi og hugsanlega aukið líkurnar á langtíma heilsufarsvandamálum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. The Guardian segir að vísindamenn við King‘s College London hafi komist að því að hörð viðbrögð ónæmiskerfisins við veirunni juku dauðatíðni taugafruma og hafði mikil áhrif á endurnýjun drekasvæðis heilans en það Lesa meira
App getur greint kórónuveiruna með meiri nákvæmni en hraðpróf
PressanFarsímaapp getur greint það á rödd fólks hvort það er smitað af kórónuveirunni. Er nákvæmni appsins sögð mikil, meiri en hraðprófa. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að appið noti gervigreind til að greina það á rödd fólks hvort það er smitað af veirunni. Notendur þess verða að veita upplýsingar um sjúkrasögu sína, hvort þeir reyki og lýðfræðilegar upplýsingar um sig sjálfa. Lesa meira
Tveggja og hálfrar klukkustundar líkamsrækt á viku getur dregið úr líkunum á að fá COVID-19
PressanRegluleg líkamsrækt getur dregið úr líkunum á að smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Lengi hefur verið vitað að hreyfing dregur úr líkunum á alvarlegum veikindum því hún styrkir ónæmiskerfið. Daily Mail segir að nú telji vísindamenn að það að halda sér í formi geti komið að gagni við að bægja sýkingum frá líkamanum. Lesa meira
COVID-19 eykur líkurnar á heilaþoku og elliglöpum
PressanSamkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá eru kvillar á borð við geðtruflun, elliglöp, flog og heilaþoku algengari í allt að tvö ár eftir COVID-19 smit en eftir aðrar öndunarfærasýkingar. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að fólk sem hafi smitast af COVID-19 sé í meiri hættu á að þróa með sér taugasjúkdóma og geðræn vandamál á borð við Lesa meira
Greindist með HIV, COVID-19 og apabólu samtímis
PressanVísindamenn hafa skýrt frá fyrsta þekkta tilfellinu þar sem sami einstaklingurinn greindist með HIV, COVID-19 og apabólu á sama tíma. Um 36 ára gamlan ítalskan karlmann er að ræða. Í lok júní fór hann að finna fyrir sjúkdómseinkennum á borð við þreytu, hita og hálsbólgu. Hann hafði komið heim frá Spáni níu dögum áður. Skýrt er frá Lesa meira
Fólk sem býr við kröpp kjör er líklegra til að glíma við langvarandi COVID-19
PressanNiðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum the Institute for Fiscal Studies (IFS) í Bretlandi benda til að einn af hverjum tíu sem glímir við langvarandi veikindi vegna COVID-19 verði að hætta að vinna á meðan sjúkdómseinkenna gætir enn. Fólk sem býr við kröpp kjör, í fátækt, er líklegra til að glíma við langvarandi COVID-19 miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira
Fjögur kórónuveirusmit – Ein milljón send í einangrun
PressanYfirvöld í kínversku borginni Wuhan, þar sem kórónuveiran sem veldur COVID-19, kom fyrst fram á sjónarsviðið hafa skipað tæplega einni milljón borgarbúa í einangrun í þrjá daga. Ástæðan er að fjórir greindust með kórónuveiruna. BBC skýrir frá þessu. Í borginni er rekin stíf „núll-kórónu“ stefna sem felur í sér fjöldasýnatökur, einangrun og lokun á samfélagsstarfsemi. Nú eru það Lesa meira
Tengdasonur Noregsskonungs fékk COVID-19 – Vildi ekki meðferð – „Andarnir sögðu að ég gæti gert þetta sjálfur“
PressanNýlega voru Märtha Louise, prinsessa, og unnusti hennar, Durek Verret, í Noregi til að fagna 18 ára afmæli Ingrid Alexandra, sem er elsta barn Hákons krónprins og gengur föður sínum næst að ríkiserfðum. Skötuhjúin búa í Bandaríkjunum. Verrett smitaðist af kórónuveirunni í veislunni og varð mjög veikur. Hann skýrir frá þessu á Instagram. Þrátt fyrir að vera mjög Lesa meira
Nýjar rannsóknir – Hér átti heimsfaraldur kórónuveirunnar upptök sín
PressanÝmsar kenningar hafa verið á lofti um uppruna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Ein af umtöluðustu og vinsælustu kenningunum er að hún hafi verið búin til á rannsóknarstofu í Wuhan í Kína þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið. Í gær voru niðurstöður tveggja nýrra rannsókna um uppruna veirunnar birtar í vísindaritinu Science og er niðurstaða þeirra skýr. Veiran átti upptök Lesa meira