Vilhjálmur Bretaprins leyndi því að hann var COVID-19 smitaður
PressanVilhjálmur Bretaprins, sem er númer tvö í röðinni að ríkiserfðum í Bretlandi, veiktist af COVID-19 í apríl, á sama tíma og Karl prins, faðir hans, var smitaður. Vilhjálmur er sagður hafa haldið þessu leyndu til að valda fólki ekki óþarfa áhyggjum. Sky News skýrði frá þessu í nótt. Prinsinn hefur ekki skýrt frá þessu opinberlega en Sky segir að hann Lesa meira
Allir spáðu hörmungum í Afríku vegna kórónuveirunnar – Staðan er allt önnur og betri
PressanÞann 14. febrúar var fyrsta kórónuveirusmitið staðfest í Afríku, það var í Egyptalandi. Áður en veiran barst til álfunnar höfðu hjálparsamtök og heilbrigðissérfræðingar um allan heim nánast komið með dómsdagsspár um hvernig heimsfaraldurinn myndi fara með íbúa álfunnar. Milljónir dauðsfalla og miklar hörmungar. En í dag, átta mánuðum síðar er staðan í Afríku ekki nærri Lesa meira
Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá
PressanYfirvöld í Mexíkó hafa fram að þessu staðfest að 89.000 hafi látist af völdum COVID-19 þar í landi. En hin raunverulega dánartala er líklega mun hærri eða um 140.000. Heilbrigðisráðuneyti landsins viðurkennir þetta. Fram til 26. september voru dauðsföll í landinu 193.170 fleiri en þau hefðu átt að vera í venjulegu árferði. Þetta er reiknað út Lesa meira
Kórónuveirusmitað belgískt heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna áfram þrátt fyrir smit
PressanHeilbrigðisstarfsfólk í belgísku borginni Liége hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það hafi greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Um fjórðungur heilbrigðisstarfsfólks í borginni hefur að sögn greinst með veiruna. BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að tíu sjúkrahús hafi beðið starfsfólk, sem hefur greinst með veiruna en er einkennalaust, að halda áfram störfum. Philippe Devos, Lesa meira
Prófessor hefur ekki trú á kórónuveiruaðgerðunum – „Þetta byggir á draumum um kraftaverk“
PressanVið þurfum að láta fleiri smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og slaka á þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í baráttunni við veiruna. Auk þess eigum við að huga betur að eldra fólki og verja það fyrir veirunni. Þetta er skoðun Christine Stabell Benn, prófessors í alþjóðaheilbrigðisfræðum við Syddansk háskólann í Danmörku. Í grein, sem hún birti á LinkedIn, varpar hún Lesa meira
Hryllingur COVID-19 í Rússlandi – „Lík, lík alls staðar“
PressanRússneskur heilbrigðisstarfsmaður hefur svipt hulunni af þeim skelfilega tolli sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, er að taka í landinu. Hann tók myndir af tugum líka sem var búið að pakka inn í svarta poka. „Lík, alls staðar, lík, lík,“ heyrist maðurinn segja á upptöku þar sem hann leiðir áhorfendur í gegnum anddyri og krufningarstofu en hún Lesa meira
Samkvæmi af þessu tagi gætu verið komin til að vera
PressanPaul Lehner, prófessor í ónæmisfræði við Cambridge University, telur að ungt fólk muni halda áfram að halda samkvæmi gagngert til þess að smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og verða þannig ónæmt fyrir henni. The Guardian skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að til langs tíma litið þá muni veiran verða eins og aðrar veirur og fólk muni annað hvort Lesa meira
Helmingur kórónuveirusjúklinga í Noregi er af erlendum uppruna
PressanFrá upphafi kórónuveirufaraldursins hefur hlutfall innflytjenda verið mjög hátt í Noregi meðal þeirra sem hafa smitast. Mun hærra en ætti að vera miðað við fjölda innflytjenda sem búa í landinu. Á síðustu þremur mánuðum hefur þetta hlutfall hækkað enn meira. TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að 272 af þeim 571 sem hafa verið lagðir inn Lesa meira
Trump-lyfið virkar ekki gegn kórónuveirunni
PressanEin af stóru vonunum í baráttunni við kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, er brostin. Lyfið Remdesivir, sem Donald Trump fékk meðal annars þegar hann var smitaður, hefur ekki þau áhrif að fleiri alvarlega veikir COVID-19 sjúklingar lifi veikindin af. Miklar vonir hafa verið bundnar við lyfið og að það gæti orðið nokkurskonar hornsteinn í lækningu við COVID-19. En nú liggur niðurstaða hinnar stóru alþjóðlegu Solidarity-rannsóknar Lesa meira
Færri í bakvarðasveitinni nú en í vor
FréttirÍ vor skráðu um 1.100 heilbrigðisstarfsmenn sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en nú hafa tæplega 300 skráð sig. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið í dag. Fram kemur að á fyrstu tveimur vikunum, eftir að tilkynnt var um samkomubann í vor, hafi rúmlega 500 skráð sig. Í byrjun apríl voru skráningarnar Lesa meira