fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Covid-19

Kórónuveiran virðist hafa áhrif á heyrn sjúklinga

Kórónuveiran virðist hafa áhrif á heyrn sjúklinga

Fréttir
17.11.2020

Mælt er með því að þeir sem smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, fari í heyrnarmælingu þegar bata er náð því svo virðist sem veiran hafi áhrif á heyrn fólks. Þetta segir Ellisif Katrín Björnsdóttir, löggiltur heyrnarfræðingur hjá Heyrn. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir henni að mjög mikilvægt sé að fólk Lesa meira

Boris Johnson í sóttkví – Fundaði með þingmanni sem greindist með COVID-19

Boris Johnson í sóttkví – Fundaði með þingmanni sem greindist með COVID-19

Pressan
16.11.2020

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn í sóttkví. Þetta gerðist eftir að í ljós kom að þingmaðurinn Lee Anderson var með COVID-19 en Johnson fundaði nýlega með honum. Anderson fékk einkenni COVID-19 og fór í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rakningateymi heilbrigðisyfirvalda hafi haft samband við Johnson og sagt honum að hann þyrfti að fara í sóttkví vegna smits Anderson. Johnson tísti um þetta Lesa meira

Fimmti hver Stokkhólmsbúi greinist nú með kórónuveiruna

Fimmti hver Stokkhólmsbúi greinist nú með kórónuveiruna

Pressan
10.11.2020

Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Stokkhólmi þá hefur fimmti hver íbúi borgarinnar, sem hafa farið í sýnatöku vegna gruns um kórónuveirusmit, greinst með veiruna. Johan Styrud, talsmaður samtaka lækna í Stokkhólmi segir að önnur bylgja veirunnar sé skollin á. Dagens Nyheter skýrir frá þessu. „Hlutfall smitaðra eykst hratt núna. Við sláum met í hverri viku, bæði í fjölda Lesa meira

Sjúkrahús neitaði að veita 12 ára stúlku meðferð – Ástæðan er starf móður hennar

Sjúkrahús neitaði að veita 12 ára stúlku meðferð – Ástæðan er starf móður hennar

Pressan
10.11.2020

Mánuðum saman hefur Emily, sem er 12 ára og býr í Stoke-on-Trent á Englandi, glímt við skyndileg svimaköst. Móðir hennar, Tracy Shenton, bókaði því tíma fyrir hana hjá lækni á Bradwell sjúkrahúsinu. En þegar mæðgurnar komu á sjúkrahúsið var þeim tjáð að Emily myndi ekki fá þjónustu þar. Ástæðan sem var gefin upp er starf móður hennar. Tracy starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Royal Stoke háskólasjúkrahússins. Af þeim Lesa meira

Metfjöldi kórónuveirusmita í Bandaríkjunum í gær

Metfjöldi kórónuveirusmita í Bandaríkjunum í gær

Pressan
05.11.2020

Nýtt og dapurlegt met var sett í Bandaríkjunum í gær en þá greindust rúmlega 99.000 manns með kórónuveirusmit og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskólanum. 1.112 andlát, af völdum COVID-19, voru einnig skráð í landinu. Í heildina hafa rúmlega 9,4 milljónir greinst með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum Lesa meira

Magn mótefnis gegn kórónuveirunni dregst hratt saman eftir smit

Magn mótefnis gegn kórónuveirunni dregst hratt saman eftir smit

Pressan
04.11.2020

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að magn mótefna gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, minnki „frekar hratt“ eftir að fólk smitast. Mótefni eru stór og mikilvægur hluti af vörnum ónæmiskerfis líkamans og koma í veg fyrir að veiran komist inn í frumur líkamans. BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við The Imperial College London hafi Lesa meira

Tveir Parísarbúar smitast af kórónuveirunni á hverri mínútu – Fjórir lagðir inn á sjúkrahús á hverjum klukkutíma

Tveir Parísarbúar smitast af kórónuveirunni á hverri mínútu – Fjórir lagðir inn á sjúkrahús á hverjum klukkutíma

Pressan
04.11.2020

Á hálfrar mínútu fresti smitast einn Parísarbúi af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og einn er lagður inn á sjúkrahús á fimmtán mínútna fresti vegna COVID-19 veikinda. Þetta segir Olivier Véran, heilbrigðisráðherra. Hann lét þessi ummæli falla eftir að borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, hafði hvatt til þess að litlar bókaverslanir og aðrar minni verslanir verði opnaðar á nýjan leik til Lesa meira

Slæmt ástand í Stokkhólmi vegna COVID-19 – „Við höfum misst tökin á þessu“

Slæmt ástand í Stokkhólmi vegna COVID-19 – „Við höfum misst tökin á þessu“

Pressan
03.11.2020

Frá því á föstudaginn fram á mánudag greindust rúmlega 3.000 íbúar í Stokkhólmi með kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Þetta eru fleiri en greindust alla vikuna á undan. Á sama tíma fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum vegna COVID-19 mikið. Þær voru 148 á föstudaginn en voru orðnar 203 í gær en þetta er 37% aukning. Expressen skýrir frá þessu. „Nú er þetta Lesa meira

Martraðir og ofskynjanir – Veruleiki COVID-19 smitaðra

Martraðir og ofskynjanir – Veruleiki COVID-19 smitaðra

Pressan
02.11.2020

Sjúklingar, sem eru alvarlega veikir af COVID-19 og þurfa að vera í öndunarvél, eiga á hættu að fá alvarlegar martraðir og ofskynjanir. Þeir fá fleiri matraðir og ofskynjanir en aðrir sjúklingar. Þetta sagði Karin Samuelsson, dósent við læknadeild háskólans í Lundi, í samtali við Sænska ríkisútvarpið. „COVID-sjúklingar fá fleiri martraðir og ofskynjanir en aðrir sjúklingar. Ástæðan er sá Lesa meira

Vilhjálmur Bretaprins leyndi því að hann var COVID-19 smitaður

Vilhjálmur Bretaprins leyndi því að hann var COVID-19 smitaður

Pressan
02.11.2020

Vilhjálmur Bretaprins, sem er númer tvö í röðinni að ríkiserfðum í Bretlandi, veiktist af COVID-19 í apríl, á sama tíma og Karl prins, faðir hans, var smitaður. Vilhjálmur er sagður hafa haldið þessu leyndu til að valda fólki ekki óþarfa áhyggjum. Sky News skýrði frá þessu í nótt. Prinsinn hefur ekki skýrt frá þessu opinberlega en Sky segir að hann Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af