Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður
FréttirHart er tekist á um fyrirhugaða framkvæmd Carbfix við Vallahverfið í Hafnarfirði, Coda Terminal. Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir það rangt að eitri verði dælt niður í berglögin. Ómar Smári Ármannsson lögreglumaður segir niðurdælinguna auka líkur á jarðskjálftum og að ógjörningur sé að hreinsa efnið fyrir niðurdælingu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að íbúakosning fari fram um verkefnið að því gefnu Lesa meira
Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“
FréttirÍbúi í Vallahverfinu segir fyrirtækið Carbfix gaslýsa almenning hvað varðar hina fyrirhuguðu niðurdælingarstöð Coda Terminal. Niðurdælingin, meðal annars á snefilefnum af blásýru og öðrum efnum, muni eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Coda Terminal verkefnið hefur reynst mjög umdeilt og íbúar á Völlunum eru margir hverjir mjög uggandi yfir því sem þeir segja Lesa meira
Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
FréttirÍbúar í Hafnarfirði sem berjast gegn Coda Terminal, niðurdælingarverkefni Carbfix sunnan við Vallahverfi, segjast ekki ætla að bíða þar til búið er að afgreiða málið í aðal-og deiliskipulagsvinnu bæjarins. Ef málið verði ekki sett í íbúakosningu hið fyrsta verði safnað undirskriftum til að knýja á um kosningu. Þetta kemur fram í bréfi íbúa til bæjarráðs Hafnarfjarðar, sem fundaði í morgun. Bæjarráð Lesa meira
Hafnfirðingar biðja þingmenn sína um að kynna sér Coda Terminal
FréttirHópur íbúa í Hafnarfirði sem mótmælt hefur verkefninu Coda Terminal, sem hefur reynst afar umdeilt, hvetur alla þingmenn Suðvesturkjördæmis til að kynna sér verkefnið betur og segja skorta verulega á að málið hafi verið rætt gaumgæfilega. Verkefnið, sem er á vegum fyrirtækisins Carbfix sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, gengur í stuttu máli út á Lesa meira
Garðabær óskar eftir skýringum frá Hafnarfjarðarbæ vegna Coda Terminal – Gæti haft áhrif á grunnvatn í Garðabæ
FréttirSkipulagsnefnd Garðabæjar hefur óskað eftir kynningu frá Hafnarfjarðarbæ um fyrirhugaðar framkvæmdir tengdar Coda Terminal, kolefnis niðurdælingarverkefni Carbfix. Framkvæmdin gæti haft áhrif á stöðu og ástand grunnvatns í Garðabæ. Mikið hefur verið fjallað um Coda Terminal verkefnið í fjölmiðlum. Fyrirhugað er að dæla koldíoxíði niður í jörðina sunnan við Vallahverfið í Hafnarfirði, bæði frá föngunarstöðvum hérlendis og erlendis. Gert er ráð fyrir stækkun Straumsvíkurhafnar Lesa meira
Guðni spyr hvort Ísland verði stærsti ruslahaugur Evrópu
FréttirGuðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir það alls ekki vera einkamál Hafnarfjarðar, heldur allrar þjóðarinnar, ef fluttar verða inn milljónir tonna af koldíoxíði og þeim dælt ofan í jörðina hér á landi. Fyrirtækið Carbfix hyggst byggja hér upp móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir C02 en ljóst er að verkefnið verður mjög umfangsmikið verði það að veruleika. Til dæmis þarf að reisa Lesa meira
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
FréttirKristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segist ekki geta stutt Coda Terminal verkefnið eins og það lýtur út í dag. Þar með gæti meirihlutinn í bæjarstjórn ekki komið málinu í gegn nema með aðstoð minnihlutans. DV greindi frá því að ólga væri á meðal íbúa í Vallahverfinu í suðurhluta Hafnarfjarðar vegna fyrirhugaðrar niðurdælingar koldíoxíðs sunnan Lesa meira
Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
FréttirEins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarið hyggst fyrirtækið Carbfix, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, um að dæla koltvísýringi, sem fluttur hefur verið frá Evrópu, í jörð í Straumsvík. Áformunum hefur verið mótmælt meðal annars á þeim grundvelli að íbúabyggð sé í næsta nágrenni og að dælingin verði í námunda við grunnvatn Lesa meira
Heiðar fjárfestir segir umdeildar áætlanir Carbfix í Straumsvík fáránlegar
FréttirHeiðar Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem hefur meðal annars verið forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, hefur ritað grein á Vísi um umdeildar áætlanir fyrirtækisins Carbfix sem ganga undir heitinu Coda Terminal. Í stuttu máli hyggst fyrirtækið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, dæla koldíoxíði í jörð í Straumsvík og þar með í námunda við íbúabyggð í Hafnarfirði. Lesa meira
Ólga í Hafnarfirði – „Svona verkefni hefur aldrei verið framkvæmt af þessari stærðargráðu í heiminum, hvað þá í tilraunaskyni svona nálægt íbúabyggð“
FréttirStofnaður hefur verið mótmælavettvangur á Facebook gegn niðurdælingu koldíoxíðs Coda Terminal nálægt Vallahverfinu í Hafnarfirði. Á aðeins einum degi hafa yfir 500 manns gengið í hópinn. Hópurinn, sem ber yfirskriftina „Mótmælum staðsetningu Coda Terminal við Vellina í Hafnarfirði“, var stofnaður vegna þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst veita fyrirtækinu leyfi til að setja upp tíu borteiga með allt að átta borholum á hverjum stað. Lesa meira