fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Bubbi Morthens

Bubbi ekki sáttur: „Að Inga Sæland hendi honum út er óskiljanlegt“

Bubbi ekki sáttur: „Að Inga Sæland hendi honum út er óskiljanlegt“

Fréttir
Fyrir 4 vikum

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki sáttur við þá ákvörðun forsvarsmanna Flokks fólksins að skipta Jakobi Frímanni Magnússyni þingmanni út fyrir komandi þingkosningar. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að Jakob, sem var oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, yrði ekki áfram oddviti. Frekari breytingar eru fyrirhugaðar í Flokki fólksins því Tómas Tómasson, oft kenndur við Búlluna, Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

EyjanFastir pennar
05.09.2024

„Það mun einn daginn sjóða upp úr og þegar það gerist þá dugar ekki að læsa samviskuna inni, hún verður einfaldlega rifin úr brjóstum manna þar sem hún hímir bakvið hvíta rimla þeirra sem kynda bálið.“ Þetta er tilvitnun í grein Bubba Morthens um íslensku stríðsástandsvextina, sem birtist á Vísi 23. ágúst. Ég játa að Lesa meira

Sigursteini ofboðið: „Þessi þjóð hlýtur að vera betri en þetta!“

Sigursteini ofboðið: „Þessi þjóð hlýtur að vera betri en þetta!“

Fréttir
29.05.2024

Sigursteinn Másson, fjölmiðla- og kvikmyndagerðarmaður, segir það vera algjörlega með ólíkindum hvernig sumt fólk getur hagað sér. Hann gerir færslu tónlistarmannsins Bubba Morthens í gær að umtalsefni á Facebook-síðu sinni en í henni lýsti Bubbi hótunum sem hann hefur fengið eftir að hann lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. DV sagði frá færslu Bubba Lesa meira

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Fréttir
18.04.2024

Það er morgunljóst hvaða frambjóðanda tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að kjósa í komandi forsetakosningum. Bubbi skrifar í dag aðsenda grein í Morgunblaðið þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. „Katrín Jakobsdóttir hefur allt sem góðan forseta má prýða: Gáfur, þekkingu á pólitískum innviðum, hún hefur starfað sem forsætisráðherra þegar válegir tímar skullu á þjóðinni og Lesa meira

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“

Eyjan
01.03.2024

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens leggur orð í belg um forsetakosningarnar í aðsendri grein á Vísi. Hvetur hann forstjórann og rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson til þess að bjóða sig fram. „Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki bara snjall rithöfundur og farsæll sem stjórnandi í heimi skemmtiiðnaðarins í Ameríku heldur hefur hann alla helstu mannkosti sem prýða má forseta Lesa meira

Kristrún særði tilfinningar Brynjars

Kristrún særði tilfinningar Brynjars

Fókus
12.02.2024

Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, lýsir því yfir í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi sært tilfinningar hans. Þetta hafi hún gert með því að segjast frekar vilja drekka bjór með Vilhjálmi Vilhjálmsson lögmanni en honum. Eins og greint var frá í fjölmiðlum nýlega eru Brynjar og Vilhjálmur sankallaðir Lesa meira

Segir hnignun íslenskunnar ekki ferðaþjónustunni að kenna

Segir hnignun íslenskunnar ekki ferðaþjónustunni að kenna

Fréttir
19.08.2023

Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ritar grein sem birt var í gær á Vísi. Greinin er svar við grein tónlistarmannsins Bubba Morthens, Hernaðurinn gegn tungumálinu, sem birt var í Morgunblaðinu fyrr í vikunni og vakti talsverða athygli. Sjá einnig: Bubbi segir íslenskuna vera hornreka – „Við verðum að rísa upp“ Bjarnheiður segist deila áhyggjum Bubba Lesa meira

Þetta langar Bubba ekki til að gera á elliheimilinu

Þetta langar Bubba ekki til að gera á elliheimilinu

Fókus
20.07.2023

Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið þjóðkunna Bubbi Morthens skrifaði í gær færslu á Facebook-síðu sína. Í færslunni lýsir hann, eins og svo mörg hafa gert undanfarið, yfir miklum áhyggjum af stöðu og framtíð eins dýrmætasta djásns Íslendinga; íslenskrar tungu. Bubbi skrifar: „Að tala íslensku, að panta mat á íslensku, að fara inn á elliheimili og tala íslensku Lesa meira

Bubbi Morthens gefur út nýtt lag af óútgefinni plötu – Hlustaðu á lagið

Bubbi Morthens gefur út nýtt lag af óútgefinni plötu – Hlustaðu á lagið

Fókus
26.07.2019

Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar Bubbi Morthens hefur sent frá sér lagið Límdu saman heiminn minn. Lagið verður á næstu plötu Bubba sem mun bera heitið Regnbogans stræti. Þetta er þriðja smáskífan (e. single) af plötunni, en áður komu út lögin Velkomin og Án Þín, en það er síðarnefnda söng hann ásamt Katrínu Halldóru Sigurðardóttir og Lesa meira

Bubbi brjálaður og býst við „stríði“: „Ætlar enginn að stoppa svona skítamix?“

Bubbi brjálaður og býst við „stríði“: „Ætlar enginn að stoppa svona skítamix?“

Eyjan
05.03.2019

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, annálaður laxveiðimaður og samfélagsrýnir, lætur móðan mása í snarpri aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann tekur fyrir Kristján Loftsson, Kristján Þór Júlíusson, Einar Kristinn Guðfinnsson, laxeldið fyrir vestan og Klaustursmálið. Bubbi söng um árið „er nauðsynlegt að skjóta þá?“ og nú gagnrýnir hann Kristján Loftsson og Kristján Þór sjávarútvegsráðherra Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af