Verkfalli BSRB aflýst
FréttirEllefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Lauk þar með 14 klukkustunda samningatörn samninganefndar BSRB. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur verið aflýst. Kemur þetta fram á vefsíðu BSRB. Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Lesa meira
Samþykktu verkfallsaðgerðir sem hefjast 15. maí
EyjanFélagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. Í tilkynningu frá BSRB segir að yfirgnæfandi meirihluti félaga í fjórum aðildarfélögum BSRB, í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi. Fyrstu verkfallsaðgerðir munu hefjast Lesa meira
ASÍ og BSRB stofna rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum
EyjanAlþýðusamband Íslands og BSRB hafa ákveðið að setja á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum til að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Norræn heildarsamtök á vinnumarkaði starfrækja mörg hver slíkar stofnanir og er því sérstakt ánægjuefni að íslenska verkalýðshreyfingin stígi nú þetta stóra skref. En ekki eru fordæmi fyrir því hér á landi að samtök Lesa meira
Segja skerðingar í fjárlagafrumvarpi veikja almannaþjónustu
EyjanForsendur fjárlagafrumvarpsins sem er til umfjöllunar á Alþingi byggja á kaupmáttarrýrnun launa ríkisstarfsmanna og niðurskurði til mikilvægra málaflokka sem mun valda meira álagi á starfsfólk sem starfar nú þegar undir of miklu álagi og grafa undan þjónustunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu frá BSRB segir að áformaður niðurskurður Lesa meira
BSRB krefur stjórnvöld um meiri skattheimtu og styttri vinnuviku
EyjanFormannaráð BSRB fundaði í dag og samþykkti tvær ályktanir. Ráðið skorar á stjórnvöld að ganga án frekari tafa að kröfum bandalagsins um styttingu vinnuvikunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum og telur það fullkomlega óásættanlegt hversu hægt hefur gengið í viðræðunum fram að þessu. Þá fagnar formannaráðið lækkandi álögum á tekjulægstu hópana í fjárlagafrumvarpinu og kallar eftir því Lesa meira
BSRB berst fyrir styttingu vinnuvikunnar – Kjaraviðræður þokast hægt og tímamörkin fyrir bí
EyjanKjaraviðræður BSRB við viðsemjendur þokast hægt, samkvæmt tilkynningu frá BSRB. Enn á eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl og viðræður við viðsemjendur staðið yfir síðan. BSRB fer með samningsumboð í ákveðnum málaflokkum en aðildarfélög Lesa meira
BSRB: Engin rök fyrir einkavæðingu Íslandspósts
Eyjan„Engin rök eru fyrir einkavæðingu á póstþjónustu enda á hún að vera órjúfanlegur hluti af almannaþjónustunni“ segir í tilkynningu frá BSRB. Bandalagið mótmælir harðlega hugmyndum fjármála- og efnahagsráðherra um að einkavæða Íslandspóst ohf. í bréfi sem framkvæmdastjóri bandalagsins hefur sent ráðherra. Bréfið er sent í kjölfar ummæla Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra um að fljótlega Lesa meira
Tímamót hjá íslensku verkalýðshreyfingunni – Fyrsti leigjandinn hjá Bjargi íbúðafélagi fékk afhent í dag
EyjanBjarg íbúðafélag fagnaði tímamótum í starfsemi félagsins í dag þegar fyrsti leigjandi félagsins fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi. Það var Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir, sem fékk afhenta lykla að fyrstu íbúðinni sem Lesa meira
Formaður BSRB: „Ég veit ekki með ykkur en ég er komin með algerlega nóg“
EyjanSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, hélt ræðu á Ingólfstorgi í dag á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Ræðan er birt í heild sinni hér að neðan: „Kæru félagar – Til hamingju með daginn! Það er mér mikill heiður að standa hér í dag, með ykkur öllum. Við stöndum hér í dag – saman – til að berjast Lesa meira