Bryndís Halla flytur sellósvítur Bachs
16.08.2018
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari kemur fram á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 19. ágúst og flytur sellósvítur Bachs. Svíturnar eru meðal þekktustu einleiksverka tónlistarsögunnar en Johann Sebastian Bach var einmitt í sérstöku uppáhaldi hjá Halldóri Laxness. Bryndís hefur komið mikið fram sem einleikari og kammermúsíkant á Íslandi sem og erlendis og fjölmargar hljóðritanir hafa að geyma leik Lesa meira