fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Bretland

Fundu bein úr skjaldböku og geirfugli í Lindisfarne

Fundu bein úr skjaldböku og geirfugli í Lindisfarne

Fréttir
08.10.2023

Vísindamenn við Durham háskóla í Bretlandi hafa grafið upp ýmis dýrabein í klaustrinu fræga í Lindisfarne. Meðal annars bein af skjaldböku og geirfugli, hinum útdauða sjófugli. „Við erum að gera merkar uppgötvanir hérna. Bæði úti á vettvangi fornleifauppgraftarins og á rannsóknarstofunum þar sem við greinum munina,“ segir David Petts, doktor við háskólann við staðarmiðilinn Northumberland Gazette. Uppgröfturinn er unninn í samstarfi við DigVentures, fyrirtæki Lesa meira

Maður ákærður vegna fyrirætlana um að ræna og myrða sjónvarpsstjörnu

Maður ákærður vegna fyrirætlana um að ræna og myrða sjónvarpsstjörnu

Pressan
06.10.2023

Maður sem er sakaður um að hafa lagt á ráðin um að ræna og myrða bresku sjónvarpskonuna Holly Willoughby hefur verið ákærður. Maðurinn heitir Gavin Plumb. Hann er 36 ára gamall og er frá bænum Harlow sem er skammt norður af London. Plumb hefur verið ákærður fyrir að falast eftir einstaklingi til að fremja morð Lesa meira

Vilja losna við Rishi Sunak – Segja hann jafn heillandi og hurðarhún

Vilja losna við Rishi Sunak – Segja hann jafn heillandi og hurðarhún

Eyjan
30.09.2023

Sky News greindi frá því fyrir stundu að miklar væringar virðist vera fram undan í breska Íhaldsflokknum. Fréttamenn Sky News komust yfir fjölda skilaboða af WhatsApp þar sem almennir stuðningsmenn Íhaldsflokksins ræða sín á milli um að þeir vilji koma Rishi Sunak, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra Bretlands, frá völdum. Nánar til tekið er um að Lesa meira

Karen Millen reynir að byggja sig upp á ný eftir Íslandshrakfarirnar – „Ég bjó þarna í tuttugu ár og fékk eitt ár til að tæma húsið“

Karen Millen reynir að byggja sig upp á ný eftir Íslandshrakfarirnar – „Ég bjó þarna í tuttugu ár og fékk eitt ár til að tæma húsið“

Fréttir
24.09.2023

Breska tískudrottningin Karen Millen er nú að byggja upp fjármál sín að nýju eftir gjaldþrot árið 2017. Hún sakaði íslenska bankann Kaupþing um sviksemi í tengslum við gjaldþrot sinn. „Eina leiðin til að komast í gegnum þetta var að leggjast niður og leyfa þessu að gerast,“ segir Millen, sem er 61 árs gömul í dag, við breska blaðið The Daily Mail. Lesa meira

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick

Pressan
19.09.2023

Skýrsla með niðurstöðum óháðrar rannsóknar á starfsemi miðstöðvarinnar Brook House, sem hýsir fólk sem vísa á úr landi, í nágrenni Gatwick flugvallar, suður af London, hefur verið birt. Samkvæmt skýrslunni voru hælisleitendur sem vistaðir voru í miðstöðinni beittir ofbeldi sem fólst ekki síst í því að starfsfólk jós yfir þá kynþáttaníði. Algengt var að starfsmenn Lesa meira

Baðst afsökunar á að hafa ætlað að drepa drottninguna

Baðst afsökunar á að hafa ætlað að drepa drottninguna

Pressan
15.09.2023

Á jóladag árið 2021 braust maður inn á lóð Windsor-kastala vopnaður lásboga. Var ætlun mannsins að myrða Elísabetu II drottningu Bretlands. Maðurinn var hins vegar handtekinn áður en hann náði að ógna drottningunni á nokkurn hátt og var í kjölfarið ákærður fyrir landráð. Hann hefur nú beðist afsökunar: Sjá einnig: Kærður fyrir landráð eftir að Lesa meira

Á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að lifa tvöföldu lífi

Á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að lifa tvöföldu lífi

Pressan
06.09.2023

Fyrrverandi hermaður á yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm fyrir tvíkvæni. Það uppgötvaðist að hann ætti tvær fjölskyldur þegar dóttir hans úr öðru hjónabandinu sendi hinni eiginkonunni skilaboð og spurði hvernig konan tengdist föður hennar. Maðurinn er breskur og heitir Jason Hayter. Hann er 48 ára gamall og gegndi herþjónustu í breska hernum. Hayter var Lesa meira

Næst stærsta borg Bretlands í raun gjaldþrota

Næst stærsta borg Bretlands í raun gjaldþrota

Fréttir
05.09.2023

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að borgarstjórn Birmingham, næst fjölmennustu borgar Bretlands, hafi í samræmi við ákvæði breskra laga um fjárreiður sveitarfélaga lagt fram formlega tilkynningu um að hún hafi fryst öll útgjöld nema þau sem eru bráðnauðsynleg til að standa vörð um lögbundna grunnþjónustu borgarinnar. Þessi þróun er sögð eiga einkum rætur sínar Lesa meira

Njósnarinn sem unni náttúrunni og gaf konum tækifæri

Njósnarinn sem unni náttúrunni og gaf konum tækifæri

Pressan
22.08.2023

Bretinn Charles Henry Maxwell Knight, sem var þekktur undir nafninu Maxwell Knight, fann ekki almennilega fjölina sína í lífinu fyrr en hann gerðist njósnari. Hann reyndist afar frambærilegur í því starfi og hefur oft verið talin ein helsta fyrirmyndin að persónunni M, yfirmanni James Bond í sögunum um þennan þekktasta njósnara Bretaveldis. Knight fæddist á Lesa meira

Sjúkraflutningamenn á leiðinni í útkall sagðir hafa stoppað til að fá sér samlokur

Sjúkraflutningamenn á leiðinni í útkall sagðir hafa stoppað til að fá sér samlokur

Pressan
21.08.2023

Samkvæmt skjölum sem lekið var til Daily Mail eru sjúkraflutningamenn í Bretlandi sakaðir um að hafa stoppað á leið í útkall til að kaupa sér samlokur. Maður að nafni Peter Coates, sem var 62 ára gamall, hafði hringt í neyðarlínuna og beðið um sjúkrabíl en lést á meðan hann beið eftir þeim. Aðrir sjúkraflutningamenn höfðu Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af