Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli
PressanÍ lok janúar hvarf Michael O’Leary, 55 ára, sporlaust í Wales. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að hann hafði verið blekktur til að koma á afskekktan sveitabæ í Cwmffrwd í Carmarthenshire þar sem hann var myrtur. Nú standa yfir réttarhöld í málinu fyrir dómi í Wales. Í umfjöllun Sky um málið segir að það sé Andrew Jones, 53 ára, sem er ákærður fyrir morðið sem hann Lesa meira
Dæmdur í lífstíðarfangelsi – Myrti tvær konur og setti líkin í frystikistu
PressanEnskur dómstóll dæmdi í síðustu viku Zahid Younis í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt tvær konur og síðan falið lík þeirra í frystikistu. Hann er sagður vera „stjórnsamt“ rándýr sem myrti Henriett Szucs og Mihrican Mustafa. Hann þarf að afplána að minnsta kosti 38 ár af dómnum. Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Younis hafi beitt konurnar miklu ofbeldi dagana áður en hann myrti þær. Lesa meira
Bretar herða reglur vegna kórónuveirunnar – Að hámarki sex manns mega safnast saman
FréttirPressanBresk stjórnvöld tilkynna í dag um hertar aðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ástæðan er að smitum hefur farið fjölgandi í landinu að undanförnu og því telja yfirvöld að grípa þurfi inn í þróun mála til að reyna að snúa henni við. Samkvæmt frétt Sky þá mega að hámarki sex manns safnast saman frá og með næsta mánudegi. Lesa meira
Ólögleg samkvæmi skipulögð víða í Evrópu
PressanÁ laugardaginn stöðvaði Lundúnalögreglan ólöglegt ravesamkvæmi í skógi utan við borgina. Þar voru um 500 manns samankomnir. Þetta er ekkert einsdæmi því í mörgum Evrópulöndum eru samkvæmi af þessu tagi nú haldin hér og þar þar sem næturklúbbar og skemmtistaðir eru víða lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þessu bregst fólk við með því að boða til ólöglegra samkvæma. Lesa meira
Morðingi og raðnauðgari dæmdur í 37 ára fangelsi
PressanAman Vyas var í síðustu viku dæmdur í að minnsta kosti 37 ára fangelsi fyrir morð og sex nauðganir og alvarlega líkamsárás. Ódæðisverkin framdi hann nærri heimili sínu í Walthamstow í Lundúnum í Bretlandi en síðan flúði hann land. Lögreglumenn gáfust ekki upp og röktu ferðir hans og höfðu upp á honum að lokum. Sky skýrir frá þessu. Fram kemur Lesa meira
Einstök uppgötvun á Isle of Wight
PressanFornleifafræðingar hafa gert einstaka uppgötvun á bresku eyjunni Isle of Wight. Þar fundu áhugamenn um fornleifafræði fjögur bein úr áður óþekktri risaeðlutegund á síðasta ári. Hún heitir Vectaerovenator inopinatus og er af ætt Tyrannosaurus rex. Beinunum var komið til fornleifafræðinga við University of Southampton. Nafnið á nýju tegundinni er dregið af loftgötum sem fornleifafræðingarnir fundu í beinunum en þau eru úr hnakka, baki og hala. Þessi loftgöt, sem eru Lesa meira
Mörg störf hafa glatast í heimsfaraldrinum
PressanNýjustu tölur breskra yfirvalda sýna að 730.000 störf hafa glatast í Bretlandi eftir að yfirvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Sky segir að tölur frá bresku hagstofunni sýni að 81.000 færri launþegar hafi verið í vinnu í síðasta mánuði þrátt fyrir áframhaldandi stuðning ríkisins við vinnuveitendur. Þessar tölur ná ekki til sjálfstæðra atvinnurekenda. Hagstofan Lesa meira
Rannsaka njósnir Barclays bankans
PressanBreski stórbankinn Barclays er nú til rannsóknar vegna ásakana um að njósnað sé um starfsfólk. ICO, breska persónuverndin, hefur hafið rannsókn á málinu. Fyrr á árinu varð bankinn að hætta notkun umdeilds kerfis sem fylgdist með starfsfólkinu. Umrætt kerfi skráði hversu miklum tíma starfsfólkið varði við skrifborð sín og sendi aðvaranir til þeirra sem tóku of langar pásur. Lesa meira
Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
PressanAðeins rétt rúmlega helmingur Breta, eða 53%, segist örugglega ætla að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, ef og þegar bóluefni kemur á markað. Þetta eru niðurstöður könnunar sem vísindamenn við King‘s College London (KCL) og Ipsos Mori gerðu. Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að einn af hverjum sex, eða 16%, segist alls ekki ætla að láta bólusetja sig eða Lesa meira
Suðupottur í Bretlandi – Allt að 37 stiga hiti
PressanVeðrið leikur við Breta þessa dagana, það er þó kannski umdeilanlegt því sumir eru ekki hrifnir af miklum hita, en í dag er spáð rúmlega 37 stiga hita í Lundúnum og suðausturhluta landsins. Áframhald verður á þessum mikla hita á morgun og sunnudaginn. Samkvæmt frétt Sky þá gæti hitamet ársins, sem var sett síðasta föstudag, fallið í Lesa meira