Lögreglan ætlaði að uppræta kannabisræktun – Byggingin var notuð í eitthvað allt annað
PressanLögreglan í West Midlands í Bretlandi réðst nýlega til inngöngu í stóra byggingu í héraðinu. Talið var að þar færi umfangsmikil kannabisræktun fram því upplýsingar höfðu borist um stöðugar mannaferðir inn og út úr húsinu og það á öllum tímum sólarhringsins. Að auki lá mikið af leiðslum inn í bygginguna og margir loftstokkar voru á henni. Lögreglan flaug dróna yfir Lesa meira
Segir fríverslunarsamninginn við Breta í lagi
EyjanGunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að bændur telji sig geta unnið með þann fríverslunarsamning sem gerður hefur verið á milli Íslands og Bretlands í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samningurinn hafi verið staðfestur fyrir helgi. Í honum felst að viðskiptakjör landanna verða að mestu óbreytt Lesa meira
Falsaði erfðaskrá milljónamærings og svelti hann til bana
PressanLynda Rickard, 62 ára, var nýlega dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að hafa svelt James Sootheran sem var kallaður Anthony, til bana þegar hann var 59 ára. Hún falsaði einnig erfðaskrár til að tryggja sér eigur hans og móður hans. Sky News segir að saksóknarar telji að þetta sé í fyrsta sinn í rúmlega 100 ár sem einhver er Lesa meira
Bretar ætla að flytja afganska túlka og fjölskyldur þeirra til Bretlands
PressanNú eru hersveitir alþjóðahersins í Afganistan að hafa sig á brott þaðan og er stefnt á að brottflutningnum verði lokið í haust. Bresk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að flytja afganska túlka, sem hafa starfað með breska hernum í Afganistan, og fjölskyldur þeirra til Bretlands. Ástæðan er að óttast er að Talíbanar muni ráðast á Lesa meira
Rúmlega 20 milljónir Breta hafa lokið bólusetningu við COVID-19
PressanNú hafa rúmlega 20 milljónir Breta lokið bólusetningu við COVID-19 en þetta eru um 40% fullorðinna. Um 37 milljónir hafa fengið einn skammt af bóluefni hið minnsta en það svarar til um 70% fullorðinna. Sky News segir að ríkisstjórnin telji að markmið hennar um að bjóða öllum fullorðnum að minnsta kosti einn skammt af bóluefni fyrir júlílok muni Lesa meira
53 ára gamalt mannshvarf vekur mikla athygli í Bretlandi
PressanÞegar Mary Bastholm var 15 ára árið 1968 hvarf hún sporlaust og eftir það spurðist ekkert til hennar. Það síðasta sem er vitað um ferðir hennar er að hún yfirgaf Clean Plate Café í Gloucester, þar sem hún starfaði, að vinnu lokinni og ætlaði að taka strætó heim. Hún var í bláum jakka. Lögreglan hefur lengi Lesa meira
Spáir því að Bretland verði laust við kórónuveiruna í ágúst
PressanClive Dix, sem er að láta af störfum sem yfirmaður bólusetningaáætlunar bresku ríkisstjórnarinnar, er bjartsýnn á að það takist að kveða faraldurinn niður á Bretlandi. Hann segist telja að í ágúst verði kórónuveiran ekki lengur á sveimi í landinu. „Einhvern tímann í ágúst verður kórónuveiran ekki í umferð í Bretlandi,“ sagði hann í samtali við The Daily Telegraph. Hann Lesa meira
Breskur glæpamaður handtekinn í Dubai – Á flótta í átta ár
PressanLögreglan í Dubai handtók nýlega Michael Moogan en hans hafði verið leitað í átta ár vegna gruns um aðild hans að stórfelldu fíkniefnasmygli. Hann var á lista bresku lögreglunnar yfir þá glæpamenn sem hún leggur mesta áherslu á að ná. Moogan, sem er 35 ára, hafði verið á flótta allt síðan hollenska lögreglan réðist til atlögu við kaffihúsið The Cafe de Ketel í Rotterdam en grunur Lesa meira
Frakkar hóta að loka fyrir rafmagn til Jersey vegna fiskveiðideilu
PressanFrakkar eru reiðubúnir til að loka fyrir rafmagn til bresku eyjunnar Jersey, sem er rétt undan strönd Frakklands, ef Bretar fara ekki eftir ákvæðum Brexit um fiskveiðar. Þetta sagði Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakka, í gær. Hún sagði franska þinginu þá að Frakkar væru reiðubúnir til að beita þeim refsiákvæðum sem Brexitsamningurinn heimilar þeim að beita. Hún sagði að stjórnvöld á Jersey, sem Lesa meira
Segir að Vilhjálmur verði síðasti konungur Bretlands
PressanBreska konungdæmið er á síðustu metrunum ef marka má orð rithöfundarins Hilary Mantel. „Ég held að þetta sé lokakaflinn. Ég veit ekki hversu mikið lengur stofnunin mun halda áfram,“ sagði hún í samtali við The Telegraph og átti þar við konungdæmið. Mantel er þekktur rithöfundur sem býr yfir góðri þekkingu á konungsfjölskyldunni og hefur skrifað fjölda bóka en þó ekki um Lesa meira