Bretar reyna að landa stórum fríverslunarsamningi
PressanBretar vinna nú hörðum höndum að því að fá aðild að fjölþjóðlega fríverslunarsamningnum CPTPP en hann nær til 11 ríkja í Asíu og Kyrrahafi. Viðræður á milli aðildarríkja samningsins og Breta hefjast í dag. „Þetta er sá heimshluti þar sem stærstu tækifæri Bretlands eru. Við yfirgáfum ESB með því loforði að styrkja tengslin við gamla bandamenn og Lesa meira
„Græðgi hans á sér engin takmörk“
PressanStórir bátar, dýrir bílar, vilt partý, bikíniklæddar konur, dýr málverk, margar fasteignir. Þetta var meðal þess sem einkenndi líf Aram Sheibani sem var nýlega dæmdur í 37 ára fangelsi af dómstól í Manchester á Englandi eftir 10 vikna löng réttarhöld. Hann var sakfelldur fyrir svik, falsanir, peningaþvætti, skattsvik og mörg brot tengd fíkniefnalöggjöfinni. BBC og Manchester Evening News skýra frá þessu. Dómstóllinn komst að þeirri Lesa meira
Stór hluti þjóðarinnar horfði á klám í heimsfaraldrinum
PressanHvað á að taka sér fyrir hendur þegar maður neyðist til að vera heima vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar? Stór hluti bresku þjóðarinnar fann svarið við þessu og horfði á klám á Internetinu. Ofcom rannsakaði netnotkun Breta í september á síðasta ári þegar harðar sóttvarnaaðgerðir voru í gildi. Niðurstaða rannsóknarinnar er að 26 milljónir einstaklinga hafi horft á klám í Lesa meira
Hvað er að gerast í Sedgley? Íbúar segja að þrír bæjarbúar hafi verið numdir á brott
PressanÍ bænum Sedgley, sem er smábær í West Midlands á Englandi, virðast dularfullir atburðir hafa átt sér stað að undanförnu. Bæjarbúar, að minnsta kosti sumir þeirra, segja að geimverur hafi numið þrjá bæjarbúa á brott á einni viku. Þeir sem trúa á geimverur og fljúgandi furðuhluti telja að West Midlands séu miðpunktur athafna geimvera í Bretlandi. Skilti hefur verið sett upp við Lesa meira
Nú geta Bretar leitað að bólusettu fólki í stefnumótaöppum
PressanHávaxinn, dökkhærður, flott líkamsbygging og bólusettur. Svona geta kynningar á breskum stefnumótaöppum hljóðað á næstunni því nú getur fólk montað sig af bólusetningarstöðu sinni í þessum öppum. Stefnumótaöpp á borð við Tinder, Hinge og Bumble hafa hafið samstarf við bresk yfirvöld um að kynna bóluefni gegn kórónuveirunni. Nú verður hægt að sýna stuðning sinn við bólusetningar með því að velja sérstakt merki á prófílmyndirnar. Lesa meira
FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast
EyjanÍsland og Bretland hafa náð saman um fríverslunarsamning landanna í kjölfar útgöngu Breta úr ESB. Félag atvinnurekenda, FA, fagnar því að samningur hafi náðst en þykir miður að stjórnvöld hafi kastað frá sér tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur en það var gert vegna harðrar andstöðu hagsmunaaðila. Þetta segir á heimasíðu FA. Segja samtökin að þau Lesa meira
Lögreglan ætlaði að uppræta kannabisræktun – Byggingin var notuð í eitthvað allt annað
PressanLögreglan í West Midlands í Bretlandi réðst nýlega til inngöngu í stóra byggingu í héraðinu. Talið var að þar færi umfangsmikil kannabisræktun fram því upplýsingar höfðu borist um stöðugar mannaferðir inn og út úr húsinu og það á öllum tímum sólarhringsins. Að auki lá mikið af leiðslum inn í bygginguna og margir loftstokkar voru á henni. Lögreglan flaug dróna yfir Lesa meira
Segir fríverslunarsamninginn við Breta í lagi
EyjanGunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að bændur telji sig geta unnið með þann fríverslunarsamning sem gerður hefur verið á milli Íslands og Bretlands í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samningurinn hafi verið staðfestur fyrir helgi. Í honum felst að viðskiptakjör landanna verða að mestu óbreytt Lesa meira
Falsaði erfðaskrá milljónamærings og svelti hann til bana
PressanLynda Rickard, 62 ára, var nýlega dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að hafa svelt James Sootheran sem var kallaður Anthony, til bana þegar hann var 59 ára. Hún falsaði einnig erfðaskrár til að tryggja sér eigur hans og móður hans. Sky News segir að saksóknarar telji að þetta sé í fyrsta sinn í rúmlega 100 ár sem einhver er Lesa meira
Bretar ætla að flytja afganska túlka og fjölskyldur þeirra til Bretlands
PressanNú eru hersveitir alþjóðahersins í Afganistan að hafa sig á brott þaðan og er stefnt á að brottflutningnum verði lokið í haust. Bresk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að flytja afganska túlka, sem hafa starfað með breska hernum í Afganistan, og fjölskyldur þeirra til Bretlands. Ástæðan er að óttast er að Talíbanar muni ráðast á Lesa meira