fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Bretland

Fundu vatn í loftsteini sem lenti í Bretlandi

Fundu vatn í loftsteini sem lenti í Bretlandi

Pressan
24.09.2022

Í febrúar síðastliðnum lenti loftsteinn í innkeyrslu húss í Winschcombe í Gloucestershire í Bretlandi. Talið er að hann geti veitt vísbendingar um hvaðan vatnið á jörðinni kom. Sky News segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að 12% af loftsteininum sé vatn. Hann veitir því mikilvægar upplýsingar um hvernig vatn barst til jarðarinnar. Ashley King, hjá breska náttúrufræðisafninu, sagði að loftsteinninn sé Lesa meira

Starfsfólk hirðarinnar fékk óvænt bréf þegar minningarathöfn um Elísabetu II stóð yfir – „Allir eru brjálaðir“

Starfsfólk hirðarinnar fékk óvænt bréf þegar minningarathöfn um Elísabetu II stóð yfir – „Allir eru brjálaðir“

Pressan
14.09.2022

Það var auðvitað löngu vitað að þegar Elísabet II andaðist myndi elsti sonur hennar, Karl, taka við embætti þjóðhöfðingja. Það var einmitt það sem gerðist í síðustu viku þegar drottningin lést, Karl tók við og varð Karl III. Síðustu daga hefur stemmningin hjá starfsfólki hans ekki verið sérstaklega góð, eiginlega langt frá því. Ástæðan er að starfsfólk í Clarence House, Lesa meira

Þetta eru helstu breytingarnar sem verða í kjölfar andláts Elísabetar II

Þetta eru helstu breytingarnar sem verða í kjölfar andláts Elísabetar II

Fréttir
09.09.2022

Það er margt sem breytist í Bretlandi og víðar nú þegar Elísabet II er horfin á vit feðra sinna. Andlát hennar hefur án efa mikil áhrif á bresku þjóðina. Flestir landsmenn þekkja ekkert annað en að þjóðhöfðinginn heiti Elísabet. Í 70 ár var hún þjóðhöfðingi og naut almennt mikilla vinsælda meðal þegna sinna. Karl, elsti sonur Elísabetar, Lesa meira

Í gærmorgun sögðu læknar að Elísabet II ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar – Aðeins Karl og Anna náðu til hennar áður en hún lést

Í gærmorgun sögðu læknar að Elísabet II ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar – Aðeins Karl og Anna náðu til hennar áður en hún lést

Fréttir
09.09.2022

Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar flýttu sér til Balmoral í Skotlandi í gær eftir að læknar Elísabetar II drottningar höfðu sagt að hún ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar. Aðeins Karl sonur hennar, nú Karl III konungur, og Anna, dóttir hennar, náðu til Balmoral áður en drottningin lést. Þau voru bæði stödd í Skotlandi þegar fréttir bárust af alvarlegu ástandi drottningarinnar. Daily Mail skýrir frá þessu og segir Lesa meira

Vilja ekki fá fleiri kynlífsömmur til landsins

Vilja ekki fá fleiri kynlífsömmur til landsins

Pressan
27.08.2022

Mikil fátækt og ódýrar pakkaferðir hafa gert Gambíu, sem er í vestanverðri Afríku, að vinsælum áfangastað fyrir breskar konur sem eru í leit að kynlífi. Nú vilja gambísk yfirvöld stöðva þetta og segja að þessir „kynlífsferðamenn“ fæli aðra ferðamenn frá landinu. Þessi þróun, að konur sæki til Gambíu í leit að kynlífi, hefur átt sér Lesa meira

„Þetta er stærra en heimsfaraldurinn“

„Þetta er stærra en heimsfaraldurinn“

Pressan
26.08.2022

„Þetta verður mjög, mjög slæmt fyrir fjölda fólks. Þetta er stærra en heimsfaraldurinn, þetta er mikil krísa.“ Þetta sagði Keith Anderson, forstjóri skoska orkufyrirtækisins Scottish Power, þegar hann ræddi síhækkandi raforkuverð í Bretlandi í sjónvarpi. STV og CNN skýra frá þessu. Þrátt fyrir að Bretar hafi yfirgefið Evrópusambandið þá halda þeir fast í sömu stefnu og sambandið um að draga úr gaskaupum Lesa meira

Danskir hermenn eiga að þjálfa úkraínska hermenn

Danskir hermenn eiga að þjálfa úkraínska hermenn

Fréttir
11.08.2022

Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti í gær að 130 danskir hermenn muni annast þjálfun úkraínskra hermanna. Þetta er verkefni undir stjórn Breta. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Dönsku hermennirnir munu meðal annars þjálfa Úkraínumennina í notkun skotvopna, bardögum í bæjum og borgum, hernaðartaktík á vígvellinum og skyndihjálp. Þjálfunin fer fram í Bretlandi en Danir opna einnig Lesa meira

Bretar búa sig undir fordæmalausan hita í dag

Bretar búa sig undir fordæmalausan hita í dag

Pressan
19.07.2022

Breska veðurstofan, Met Office, hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun vegna mikils hita. Viðvörunin nær til stórs hluta Englands en allt að 41 stigs hita er spáð í dag. Nýtt hitamet var líklega sett aðfaranótt mánudags þegar hitinn mældist 26 stig á Heathrow. Aldrei fyrr hefur svo hár hiti mælst að næturlagi á Bretlandseyjum. Met Office á Lesa meira

Bretar undirbúa sig undir neyðarástand um helgina

Bretar undirbúa sig undir neyðarástand um helgina

Pressan
13.07.2022

Bresk yfirvöld búa sig nú undir neyðarástand um næstu helgi vegna mikilla hita. Hitamet gætu fallið ef spár ganga eftir og eru yfirvöld undir það búin að lýsa yfir neyðarástandi á fjórða stigi. Sky News og fleiri breskir miðlar skýra frá þessu. Segja þeir að háttsettir embættismenn hafi nú þegar fundað um viðbrögð við væntanlegri hitabylgju. Ef Lesa meira

Fundu lífshættulega veiru á Englandi – Getur valdið blæðingum úr leggöngum og meðvitundarleysi

Fundu lífshættulega veiru á Englandi – Getur valdið blæðingum úr leggöngum og meðvitundarleysi

Pressan
10.02.2022

Bresk yfirvöld staðfestu í gær að tveir hefðu greinst með hina lífshættulegu veiru sem veldur Lassa hita (Lassa fever). Veiran getur meðal annars valdið blæðingum úr leggöngum, meðvitundarleysi og dauða. Sjúkdómseinkennin líkjast að mörgu leyti einkennum ebólusmits. Daily Mail og Sky News skýra frá þessu. Fram kemur að veiran hafi fundist í tveimur manneskjum sem komu nýlega til Englands frá vestanverðri Afríku. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af