fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Borgarbókasafn Reykjavíkur

Ofurhetjur á flugi með Sigrúnu Eldjárn – Mætið með eigin skikkjur

Ofurhetjur á flugi með Sigrúnu Eldjárn – Mætið með eigin skikkjur

Fókus
03.11.2018

Hvernig eru ofurhetjur eiginlega og geta allir orðið ofurhetjur? Sigrún Eldjárn rithöfundur les um Sigurfljóð ofurhetju sem hjálpar öllum. Hlustendur eru hvattir til að mæta með skikkju á herðum sér eða í annars konar hetjubúning og leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala.   Verið velkomin í sögustund með Sigrúnu Eldjárn og Sigurfljóð í Menningarhúsinu í Lesa meira

Stormfuglar Einars Kárasonar

Stormfuglar Einars Kárasonar

Fókus
01.11.2018

Rithöfundurinn og sagnaþulurinn Einar Kárason les úr bók sinni Stormfuglar og segir frá glímunni við söguna og sjóinn í Menningarhúsinu Árbæ í dag kl. 16.30. Bókin lýsir einstaklega vel öllu því sem lýtur að sjómennsku, bæði vinnubrögðum, samskiptunum um borð í skipinu og háskanum sem alltaf er nálægur. Einar gekk með hugmynd af bókinni í Lesa meira

Sýningin Endurteikning í Grófinni – „Bókarkápan sem ég vildi óska að ég hefði fengið að teikna“

Sýningin Endurteikning í Grófinni – „Bókarkápan sem ég vildi óska að ég hefði fengið að teikna“

Fókus
30.10.2018

Á fimmtudag opnar sýningin EndurTeikning í Menningarhúsinu, Grófinni. Þá verða nokkrar vel valdar bækur settar í útstillingu, nema hvað að þær eru komnar með glænýjar kápur sem margir af landsins skemmtilegustu hönnuðum og myndlistarmönnum hafa gert! Kápurnar eru hver annarri skemmtilegri. Sýningin er opin til og með 25. nóvember. EndurTeikning er samsýning Fyrirmyndar, félags myndhöfunda innan Lesa meira

Stjúpukaffi: Vondar stjúpur, góðar stjúpur og skessur

Stjúpukaffi: Vondar stjúpur, góðar stjúpur og skessur

Fókus
29.10.2018

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur segir frá vondum og góðum stjúpum, í Borgarbókasafninu Spönginni, í dag kl. 17.15. Allir velkomnir, hvort sem þeir eru í stjúptengslum eða ekki.   Vissir þú að stjúpur í ævintýrum eru ekki bara vondar? Sumar eru sannkölluð gæðablóð og meira að segja skessur geta verið góðar! Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur segir frá þeim ævintýrum Lesa meira

Lífsstílskaffi með Ingrid Kuhlman um jákvæða sálfræði

Lífsstílskaffi með Ingrid Kuhlman um jákvæða sálfræði

Fókus
25.10.2018

Boðið verður upp á Lífstílskaffi í Borgarbókasafninu Sólheimum í dag kl. 17.30. Þar mun Ingrid Kuhlman leiða gesti í allan sannleik um hvernig hægt sé að auka vellíðan með aðferðum jákvæðrar sálfræði. Hún mun meðal annars skoða hvað rannsóknir á velferð einstaklinga hafa leitt í ljós og fjalla um hamingjuaukandi leiðir. Auk þess fer hún Lesa meira

Bókakaffi – Silja Aðalsteinsdóttir fjallar um hina dáðu Kapítólu

Bókakaffi – Silja Aðalsteinsdóttir fjallar um hina dáðu Kapítólu

Fókus
23.10.2018

Þegar spurt er um uppáhaldsbók – eða kannski uppáhalds lestrarminningu – ber Kapítólu oft á góma. Hún hefur enda verið firnavinsæl á Íslandi og á sérstakan sess í hjörtum margra íslenskra lesenda. Silja Aðalsteinsdóttir þýðandi, sem hafði umsjón með nýútkominni endurútgáfu á verkinu fjallar um hina dáðu Kapítólu á Bókakaffi í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 24. október Lesa meira

Gunni Helga og töfrahurðarhljómsveitin spila Jazz fyrir börn

Gunni Helga og töfrahurðarhljómsveitin spila Jazz fyrir börn

Fókus
17.10.2018

Á föstudag býður Borgarbókasafnið upp á afar áhugaverðan viðburð í samstarfi við þá Gunnar Helgason og Leifur Gunnarson og félaga. Haldnir verða dularfullir og furðulegir jazztónleikar sem eru alveg sérstaklega sniðnir fyrir börn í þremur menningarhúsum í borginni; Gerðubergi, Spönginni og Grófinni. Enginn veit nákvæmlega hvað mun gerast, en fólk er beðið að hafa varann Lesa meira

Virðing og traust í samskiptum

Virðing og traust í samskiptum

Fókus
17.10.2018

Við getum deilt lífinu saman og notið þess að lifa án þess að vera í stanslausum átökum.  Í heimspekikaffi í kvöld kl. 20 í Gerðubergi varpa Gunnar Hersveinn, heimspekingur, og Guðrún Snorradóttir, stjórnendaráðgjafi og formaður félags um jákvæða sálfræði, ljósi á traust í mannlegum samskiptum og virðingu. Heimspekikaffið hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er Lesa meira

Ertu að grínast? Trúðanámskeið fyrir börn

Ertu að grínast? Trúðanámskeið fyrir börn

Fókus
12.10.2018

Á laugardag kl. 13.30 býður Borgarbókasafnið í Kringlunni börnum á ókeypis leiklistanámskeið.  Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona verður með trúðanámskeið „Ertu að grínast?“ þar sem kenndar verða grunnreglur í trúðatækni og farið í æfingar og spunaleiki. Námskeiðið er fyrir börn á aldri 9-12 ára. Allir þátttakendur fá að setja upp rautt nef og kynnast sínum innri trúð.   Takmarkað Lesa meira

Upprisa Gyðjunnar að hætti Unnar

Upprisa Gyðjunnar að hætti Unnar

Fókus
09.10.2018

Unnur Arndísardóttir seið- og tónlistarkona ákallar og syngur inn Gyðjuna og skapar seiðandi stemningu í tali og tónum á fyrsta Sagnakaffi haustsins í Menningarhúsinu Gerðubergi annað kvöld  kl. 20-22. Gyðjan heimsækir ekki bara konurnar en nú á síðustu tímum er mikilvægt að bæði karlar og konur fái til sín þessa hlýju og mjúku orku Gyðjunnar. Unnur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Egill Þór er látinn