fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

bólusetning

Rannsaka hvort andlát þriggja Norðmanna tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca

Rannsaka hvort andlát þriggja Norðmanna tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca

Pressan
22.03.2021

Norsk yfirvöld tilkynntu í gær að tveir Norðmenn hefðu látist um helgina af völdum blóðtappa á háskólasjúkrahúsinu í Osló. Verið er að rannsaka hvort andlát þeirra tengist bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Fyrir var andlát eins Norðmanns til rannsóknar af sömu ástæðu. Norska ríkisútvarpið, NRK, skýrir frá þessu. Haft er eftir Steinar Madsen, hjá norsku Lesa meira

Frakkar breyta um stefnu og ætla að bólusetja eldra fólk með bóluefni AstraZeneca

Frakkar breyta um stefnu og ætla að bólusetja eldra fólk með bóluefni AstraZeneca

Pressan
03.03.2021

Fram að þessu hafa Frakkar ekki viljað bólusetja fólk 65 ára og eldra með bóluefninu frá AstraZeneca. Ástæðan er að ekki þykja liggja fyrir nægilega góðar upplýsingar um virkni bóluefnisins á eldra fólk. En nú hafa frönsk heilbrigðisyfirvöld breytt um stefnu og ætla að heimila bólusetningu fólks á aldrinum 65 til 75 ára með bóluefninu. Dpa skýrir Lesa meira

Trumphjónin voru bólusett í Hvíta húsinu í janúar

Trumphjónin voru bólusett í Hvíta húsinu í janúar

Pressan
03.03.2021

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, og eiginkona hans, Melania Trump, voru bæði bólusett gegn kórónuveirunni í Hvíta húsinu í janúar, áður en þau fluttu til Flórída. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða bóluefni þau fengu eða hvort þau fengu einn eða tvo skammta. Ráðgjafi Trump skýrði CNN frá þessu á mánudaginn. Líklegt má telja að skýrt hafi verið frá þessu í tengslum við Lesa meira

ESB undirbýr lagafrumvarp um kórónuvegabréf

ESB undirbýr lagafrumvarp um kórónuvegabréf

Pressan
02.03.2021

Framkvæmdastjórn ESB mun síðar í mánuðinum leggja fram tillögu um lög sem fela í sér að svokallað kórónuvegabréf verði tekið upp í aðildarríkjum sambandsins. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnarinnar, skýrði frá þessu í gær. Hún sagði að framkvæmdastjórnin muni leggja þetta til og vísaði þar til óska margra um að opnað verði fyrir ferðalög fólks á milli Lesa meira

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Fréttir
01.03.2021

Icelandair telur bólusetningu flugliða og annars starfsfólks flugfélaga sem á í samskiptum við flugfarþega og fólk erlendis mikilvæga. Formenn félaga flugmanna og flugfreyja styðja óskir Icelandair um að þetta fólk fari framar í bólusetningarröðina en ekki hefur fengist heimild til þess. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Mikil áhersla er lögð á að tryggja að smit berist ekki Lesa meira

Byrja að bólusetja fólk gegn ebólu í Gíneu

Byrja að bólusetja fólk gegn ebólu í Gíneu

Pressan
24.02.2021

Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum ebólu í Gíneu að undanförnu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem ebóla brýst út í landinu. Í gær byrjuðu yfirvöld að bólusetja fólk gegn þessari banvænu veiru. Bólusetningar áttu að hefjast á mánudaginn en töfðust þar sem flugvél, sem flutti bóluefnin frá Sviss, gat ekki lent í höfuðborginni Conakry vegna sandstorms. Lesa meira

Góðar niðurstöður úr kórónuveirurannsókn í Ísrael – Sýna góða virkni bóluefna

Góðar niðurstöður úr kórónuveirurannsókn í Ísrael – Sýna góða virkni bóluefna

Pressan
16.02.2021

Það er ekki útilokað að þeir sem hafa verið bólusettir við kórónuveirunni smitist af veirunni en niðurstöður nýrrar ísraelskrar rannsóknar benda til að þeir sem hafa verið bólusettir smiti minna út frá sér en aðrir. Dpa skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin byggist á 2,897 smituðum Ísraelsmönnum sem höfðu verið bólusettir. Magn kórónuveiru í hálsi Lesa meira

Hér er nánast búið að veita kórónuveirufaraldrinum náðarhöggið og afnema sóttvarnaaðgerðir

Hér er nánast búið að veita kórónuveirufaraldrinum náðarhöggið og afnema sóttvarnaaðgerðir

Pressan
09.02.2021

Um áramótin var baráttan gegn kórónuveirufaraldrinum hert til mikilla muna á Isle of Man sem er breskt sjálfstjórnarsvæði í Írlandshafi. Þetta hefur gengið svo vel að nú geta 85.000 íbúar eyjunnar notið lífsins því það hefur nánast tekist að veita faraldrinum náðarhöggið og búið er að afnema sóttvarnaaðgerðir, að minnsta kosti að sinni. Íbúar á Isle of Man geta horft til Írlands, Lesa meira

Herða baráttuna gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum

Herða baráttuna gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum

Pressan
02.02.2021

Nú er um eitt ár síðan kórónuveirufaraldurinn braust út í Bandaríkjunum. Nú eru fyrstu merki þess að stjórn sé að nást á faraldrinum farin að sjást þótt þau séu ekki stór. Það er kominn gangur í bólusetningar en pólitísk átök um hver ber ábyrgðina á að nú hafa 25 milljónir manna smitast af veirunni og Lesa meira

Milljónamæringur tróðst fram fyrir í bólusetningarröðinni – Er að verða honum dýrkeypt

Milljónamæringur tróðst fram fyrir í bólusetningarröðinni – Er að verða honum dýrkeypt

Pressan
29.01.2021

Kanadíski milljónamæringurinn Rodney Baker og eiginkona hans, Ekaterina, voru nýlega sektuð um 2.300 kanadíska dollara fyrir brot gegn lýðheilsureglum. Þau flugu til afskekkts þorps til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þau tróðu sér þar fram fyrir gamalt fólk af frumbyggjaættum sem átti að fá bólusetningu. The Guardian segir að hjónin hafi leigt sér flugvél til að flytja þau til Beaver Creek, sem Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af