Segir að kórónuveirusmit á þýsku dvalarheimili sýni að bóluefnið virkar
PressanÍ Þýskalandi hafa 14 íbúar á dvalarheimili aldraðra í bænum Belm í Niedersachesn greinst með B117 afbrigði kórónuveirunnar, stundum nefnt breska afbrigðið. Allir íbúarnir fengu síðari skammtinn af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech þann 25. janúar. Franfurter Allgemeine skýrir frá þessu. Allir íbúar dvalarheimilisins og starfsfólkið er komið í sóttkví sem og ættingjar íbúanna. Þau smituðu hafa ekki sýnt nein einkenni smits eða mjög mild einkenni. Burkhard Ripenhoff, talsmaður Lesa meira
Glæpamenn græða á vonum fólks um bóluefni gegn kórónuveirunni
PressanNú eru nokkrar vikur síðan byrjað var að bólusetja Breta af fullum krafti gegn kórónuveirunni. Bólusetningarnar vekja að vonum vonir hjá fólki og hafa yfirvöld þurft að vara almenning við svikaskilaboðum, sem eru send sem smáskilaboð eða í tölvupósti, þar sem bóluefni eru boðin til sölu. Glæpamenn hafa sent eldra fólki og fólki, sem á Lesa meira
Hafa miklar áhyggjur – Þarf að hugsa upp nýja nálgun vegna stökkbreytts afbrigðis veirunnar?
PressanStarfsfólk breskra heilbrigðisyfirvalda gengur nú hús úr húsi á þeim svæðum í Bretlandi þar sem hið mjög svo smitandi suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst. Með þessu er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að afbrigðið breiðist enn frekar út. „Við gerum allt sem við getum og viðbrögð fólks eru góð. Við Lesa meira
Sérfræðingar segja ESB að hætta að reyna að fá bóluefnin ódýrt – Dýrt að fá þau ekki
PressanÞað er svo dýrt að vera með umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir í gangi að það gefur enga meiningu að prútta um verðið á bóluefnum gegn kórónuveirunni. Þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi kosta að minnsta kosti 5% af vergri þjóðarframleiðslu að mati hagfræðinga. Clemens Fuest, stjórnandi Ifo stofnunarinnar í München í Þýskalandi, er einn þeirra sem er ósáttur við hversu illa það gengur að afla Lesa meira
Johnson & Johnson sækir um neyðarleyfi fyrir bóluefni sitt – Geta afgreitt lyfið um leið og leyfi fæst
PressanBandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur sótt um neyðarleyfi til bandarískra heilbrigðisyfirvalda fyrir bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Fyrirtækið skýrði frá þessu í gærkvöldi. Umsóknin kemur í kjölfar skýrslu frá 29. janúar þar sem kemur fram að bóluefni fyrirtækisins veiti 66% vernd gegn veirunni. Ólíkt þeim bóluefnum sem nú þegar hafa verið tekin í notkun þarf bara einn Lesa meira
3.000 skammtar af bóluefni gegn kórónuveirunni fluttir til Falklandseyja
PressanÍ gær flutti flugvél frá breska flughernum 3.000 skammta af bóluefninu frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Falklandseyja. Þar hafa 41 smit greinst frá upphafi faraldursins en enginn hefur látist af völdum veirunnar. Falklandseyjar eru í Atlantshafi, undan ströndum Argentínu, og eru breskt yfirráðasvæði. Eyjarnar eru með sjálfsstjórn en Bretar sjá um utanríkismál og varnarmál. Sky News hefur eftir talsmanni varnarmálaráðuneytisins að Lesa meira
Segir að minnst tvö ár séu í að lífið verði komið í eðlilegt horf
PressanLífið á heimsvísu mun ekki komast aftur í fyrra horf, eðlilegt horf, fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Allt veltur þetta á hversu vel mun ganga að framleiða bóluefni og bólusetja fólk um allan heim. Sky News hefur þetta eftir Dr Clare Wenham, prófessor í alþjóðaheilbrigðisfræðum við London School of Economics. „Eins og staðan er núna sýna gögn að það verði ekki fyrr en Lesa meira
Bóluefnafrystir bilaði og 1.600 skammtar voru í hættu – Mörg hundruð manns mættu í von um að fá bólusetningu
PressanSíðasta fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags má segja að öngþveiti hafi ríkt við UW Medical Center sjúkrahúsið í Seattle í Bandaríkjunum. Frystir, sem bóluefni gegn kórónuveirunni er geymt í, bilaði þá og var hætta á að 1.600 skammtar af bóluefni myndu eyðileggjast. Þá hófst kapphlaup við tímann. Mörg hundruð manns fréttu af þessu og mættu á staðinn í þeirri von að fá Lesa meira
Evrópusambandið krefur AstraZeneca um afhendingaráætlun á umsömdu magni bóluefnis
PressanFulltrúar Evrópusambandsins funduðu með fulltrúum bresk/sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca í gær um afhendingu lyfjafyrirtækisins á bóluefni, gegn kórónuveirunni, til aðildarríkja ESB. Sambandið og AstraZeneca deilda nú um afhendingaráætlun fyrirtækisins eftir að það tilkynnti að það geti ekki afhent það magn bóluefnis á fyrsta ársfjórðungi sem samið hafði verið um og er rætt um að magnið verði allt að 60% minna. Sky News segir að Lesa meira
Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni til viðbótar
PressanÞetta verður verra, áður en það verður betra sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í gær þegar hann ræddi um kórónuveirufaraldurinn við fréttamenn. Hann skýrði frá því að stjórnvöld hefðu samið um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni til viðbótar við það sem áður hafði verið samið um kaup á. Með þessu á að vera hægt Lesa meira