Pfizer á leið með bóluefni fyrir börn
PressanAlbert Bourla, forstjóri Pfizer, sagði nýlega í samtali við ísraelska fjölmiðla að fyrirtækið verði tilbúið með bóluefni fyrir 12-16 ára börn fljótlega. Tilraunum með það lýkur á næstu vikum. Bóluefnin gegn kórónuveirunni, sem eru nú þegar í notkun, eru ekki ætluð börnum en nú ætlar Pfizer að koma með bóluefni fyrir börn. AstraZeneca hefur verið að gera tilraunir með bóluefni Lesa meira
Hin flókna staða bóluefnamála í ESB – Hver á hvað og hver vill hvað?
EyjanAð margra mati gengur hægt að bólusetja fólk í aðildarríkjum ESB þar sem framboð af bóluefnum er takmarkað. Þetta á einnig við hér á landi því Ísland er aðili að bóluefnakaupum ESB og fær bóluefni í hlutfalli við íbúafjölda eins og aðildarríki ESB. En bóluefnamálin eru snúin og teygja anga sína víða og þar á Lesa meira
Saka Rússa um að dreifa lygum og röngum upplýsingum um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni
PressanBandarísk stjórnvöld saka Rússa um að standa á bak við heimasíður sem breiða út rangar upplýsingar og lygar um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. „Það er augljóst að Rússar eru að nota eina af gömlu brellunum sínum og stefna þar með fólki í hættu með því að dreifa röngum upplýsingum um bóluefni sem bjarga Lesa meira
Bóluefni Pfizer/BioNTech sýnir lofandi vörn gegn brasilíska afbrigði kórónuveirunnar
PressanHið svokallaða brasilíska afbrigði kórónuveirunnar, P.1, smitast mun auðveldar en önnur afbrigði hennar og hefur það vakið miklar áhyggjur enda allt annað en gott að veiran dreifist enn meira og hraðar en áður. Tilraunir á rannsóknarstofu með bóluefnið frá Pfizer/BioNTech hafa lofað góðu hvað varðar virkni bóluefnisins gegn brasilíska afbrigðinu. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi Lesa meira
Bóluefni frá AstraZeneca hrúgast upp í Frakklandi og Þýskalandi
PressanÍ Frakklandi og Þýskalandi veigra margir sér við að láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Bóluefnið, sem var þróað af vísindamönnum við Oxfordháskóla, veitir minni vernd gegn veirunni en bóluefnin frá BioNTech og Moderna. Að auki létu stjórnmálamenn í báðum löndum ófögur orð falla um AstraZeneca þegar deilur ESB og fyrirtækisins um afhendingu bóluefna stóðu sem hæst. Þetta virðist hafa orðið Lesa meira
Danskt fyrirtæki hefur tilraunir með nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni – Sagt lofa mjög góðu
PressanDanska lyfjafyrirtækið Bavarian Nordic er að hefja tilraunir með nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni. Bóluefnið nefnist ABNCoV2. Það hefur reynst áhrifaríkt gegn veirunni og þeim sjúkdómseinkennum sem fylgja COVID-19. Tilraunir hefjast fljótlega á fólki fljótlega á Radhoud Medical Centre í Hollandi að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Um er að ræða 1. og 2. stigs rannsóknir sem verða sameinaðar í eina. 42 heilbrigðir Lesa meira
Schwaz í Austurríki verður einhverskonar tilraunastofa með bóluefni næstu vikurnar
PressanAlpahéraðið Schwaz í Austurríki verður einhverskonar tilraunastofa með bóluefni gegn kórónuveirunni næstu vikurnar. Þar ætlar alþjóðlegur hópur vísindamanna að rannsaka áhrif bóluefna á suður-afríska afbrigði veirunnar. Afbrigðið hefur náð sér vel á strik í héraðinu og hefur það hvergi annars staðar í Evrópu náð viðlíka útbreiðslu og er nú algengasta afbrigði veirunnar. Ef afbrigðið nær að dreifast Lesa meira
Reiknar með mikilli fjölgun bóluefnaskammta á öðrum ársfjórðungi
PressanFrá apríl reiknar Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar ESB, með að ESB-ríkin fái allt að 100 milljónir skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni á mánuði. Ísland er aðili að bóluefnakaupum ESB og ef þetta gengur eftir munu Íslendingar fá um 80.000 skammta á mánuði frá og með apríl. Von der Leyen skýrði frá þessu í samtali við þýsku dagblöðin Stuttgart Zeitung og Stuttgarter Nachrichten í dag. Lesa meira
Bóluefnið frá Pfizer virkar hugsanlega ekki jafn vel á fólk í yfirþyngd og aðra
PressanBóluefnið frá Pfizer og BioNTech virkar hugsanlega ekki jafn vel á fólk í yfirþyngd og aðra. Ítalskir vísindamenn hafa komist að því að heilbrigðisstarfsfólk, sem glímir við ofþyngd, er aðeins með um helming þess magns mótefna sem aðrir eru með eftir bólusetningu með bóluefninu. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að enn sé of snemmt að segja til með Lesa meira
Ítalir stöðvuðu bóluefnasendingu frá AstraZeneca sem átti að fara til Ástralíu
PressanÍtölsk yfirvöld stöðvuðu í gær sendingu á 250.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Ástralíu. Þetta var gert með samþykki Evrópusambandsins. Ástæðan fyrir þessu er að AstraZeneca hefur að mati ESB ekki staðið við afhendingu á því magni bóluefnis sem búið var að semja um. Í janúar kom ESB upp kerfi sem gerir aðildarríkjunum kleift að fylgjast með Lesa meira