Vilja ekki vestræn bóluefni og ætla að framleiða sitt eigið
PressanÍran er það land í Miðausturlöndum sem hefur farið verst út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Yfirvöld reyna að hemja faraldurinn sem hefur lagst mjög þungt á þjóðina en fjórða bylgja hans geisar nú. Klerkastjórnin hefur veðjað á bóluefni sem lausnina við faraldrinum en það gengur hægt að bólusetja landsmenn. Samkvæmt tölum frá Johs Hopkins háskólanum er búið að bólusetja Lesa meira
Nýtt bóluefni gegn COVID-19 sýnir 90% virkni
PressanBandaríska lyfjafyrirtækið Novavax reiknar með að sækja um markaðsleyfi fyrir bóluefni fyrirtækisins gegn COVID-19 í september. Fyrirtækið segir að bóluefnið sýni mjög góða virkni og veiti einnig góða vernd gegn nýjum afbrigðum veirunnar. Það stefnir því í að enn bætist í vopnabúr okkar gegn kórónuveirunni sem hefur herjað á heimsbyggðina síðan snemma árs 2020. Þetta Lesa meira
25.000 bóluefnaskammtar í vikunni – Töluvert um yfirlið í bólusetningum
FréttirReiknað er með að 25.000 skammtar af bóluefni gegn kórónuveirunni berist hingað til lands í þessari viku. Í dag er reiknað með að 10.000 skammtar af berist frá Janssen. Á þriðjudaginn er von á tæplega 10.000 skömmtum frá Pfizer og frá Moderna er von á 5.000 skömmtum á miðvikudaginn. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Lesa meira
100 ára gamalt bóluefni virðist virka gegn kórónuveirunni
PressanNú standa yfir rannsóknir um allan heim á bóluefni gegn berklum en svo virðist sem þetta 100 ára gamla bóluefni virki gegn kórónuveirunni og veiti vernd gegn COVID-19. Bóluefnið heitir Calmette og var þróað gegn berklum fyrir um 100 árum og er enn notað. Rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið veitir 68% vernd gegn COVID-19 sem er meiri Lesa meira
ESB heitir að gefa fátæku ríkjum heims 100 milljónir skammta af bóluefnum
PressanÍ síðustu viku tilkynntu bandarísk stjórnvöld að landið muni gefa fátækum ríkjum heims 80 milljónir skammta af bóluefnum gegn COVID-19. Nú hefur Evrópusambandið ákveðið að fara sömu leið. Á leiðtogafundi þess á þriðjudaginn var ákveðið að gefa fátæku ríkjum heimsins að minnsta kosti 100 milljónir skammta fyrir árslok 2021. Fyrir fundinn hafði verið ákveðin óvissa um Lesa meira
Kínverjar nota bóluefni til að þrýsta á Paragvæ – Vilja að landið slíti stjórnmálasambandi við Taívan
PressanAðeins 15 ríki eru með stjórnmálasamband við Taívan og það er Kínverjum mikill þyrnir í augum því þeir telja að aðeins eitt Kína sé til og það sé Kína á meginlandinu. Þeir notfæra sér nú heimsfaraldur kórónuveirunnar til að reyna að fækka í þessum hópi og nú beina þeir spjótum sínum að Paragvæ. Segja má Lesa meira
Svarti sauður Kennedyfjölskyldunnar – Við elskum Robert en hann tekur þátt í banvænni herferð
Pressan„Við elskum Robert F. Kennedy Jr. en hann tekur þátt í herferð, þar sem röngum upplýsingum er dreift, sem getur haft hræðilegar og banvænar afleiðingar,“ svona hófst bréf sem þrír úr hinni heimsþekktu bandarísku Kennedyfjölskyldu skrifuðu í Politico Magazine 2019. Robert F. Kennedy Jr. er sonur Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra, sem var myrtur 1968. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið sem vatn á myllu Kennedy Jr. því hann er einarður andstæðingur bólusetninga og lætur mikið að Lesa meira
Nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni lofar góðu
PressanBóluefni gegn kórónuveirunni frá franska lyfjafyrirtækinuj Sanofi og breska lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline (GSK) þykir lofa góðu en tilraunir standa nú yfir með það. Eru það annars stigs tilraunir en þriðja stigs tilraunir hefjast á næstu vikum. Í tilkynningu frá Sanofi segir að annars stigs tilraunirnar sýni að 95 til 100% þátttakenda hafi þróað mótefni gegn kórónuveirunni eftir að hafa fengið tvo skammta af Lesa meira
Þýskur ráðherra vill að ESB kaupi bóluefni til endurbólusetningar gegn COVID-19
PressanJens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, vill að ESB kaupi bóluefni gegn COVID-19 til að nota á árunum 2022 og 2023. Hugsunin á bak við þetta er að nota bóluefnin til að endurbólusetja fólk. Er þá verið að hugsa um einn skammt til að styrkja varnir ónæmiskerfisins og fríska upp á fyrri bólusetningu. Í bréfi, sem hann sendi Framkvæmdastjórn Lesa meira
Nýtt bóluefni veitir 77% vörn gegn malaríu
PressanNýtt bóluefni gegn malaríu gæti orðið mikilvægt vopn í baráttunni við þennan banvæna sjúkdóm sem verður um 500.000 manns, aðallega börnum, að bana árlega. Það voru vísindamenn við Oxford háskóla sem þróuðu bóluefni. Samkvæmt frétt The Times hafa klínískar tilraunir á 450 börnum frá Búrkína Fasó sýnt að bóluefnið veitir 77% vernd gegn veirunni sem veldur malaríu. Til samanburðar má nefna að bóluefni, Lesa meira