Janssen veitir hugsanlega minni vörn gegn Deltaafbrigðinu – Hugsanlega þarf annan skammt
PressanBóluefnið frá Johnson & Johnson (Janssen) virðist veita minni vörn gegn Deltaafbrigði kórónuveirunnar en gegn upphaflega afbrigði hennar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt í gær. The New York Times skýrir frá þessu. Rannsóknin byggist á tilraunum með blóðprufur á tilraunastofu og verður því að hafa þann fyrirvara á henni að hún endurspegli ekki endilega virkni bóluefnisins í raunheimi. En miðað Lesa meira
Varar við afbrigðum kórónuveirunnar sem verða ónæm fyrir bóluefnum
PressanDeltaafbrigði kórónuveirunnar er stærsta áskorunin sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessa dagana varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar. Afbrigðið er mjög smitandi og hefur náð yfirhöndinni víða um heim. Norski bóluefnavísindamaðurinn Gunnveig Grødeland segir að efni, sem gera veiruna óvirka, í núverandi bóluefnum virki ekki eins vel gegn Deltaafbrigðinu og öðrum afbrigðum. Bóluefnin veita þó mjög góða vörn gegn alvarlegum Lesa meira
Suður-Kórea ætlar að framleiða einn milljarð skammta á ári af bóluefnum gegn COVID-19
PressanÍ Suður-Kóreu er markið sett hátt hvað varðar framleiðslu á bóluefnum gegn COVID-19. Markmiðið er að framleiða einn milljarð skammta á ári og er aðallega horft til bóluefna sem eru byggð á mRNA-tækninni. Embættismaður í Seoul skýrði nýlega frá þessu. Hann sagði að stjórnvöld væru í viðræðum við framleiðendur mRNA-bóluefna en þeirra á meðal eru Pfizer/BioNTech og Moderna. Ef þetta gengur upp mun Lesa meira
Pfizer sækir um leyfi til að gefa þriðja skammtinn af bóluefninu gegn COVID-19
PressanLyfjafyrirtækið Pfizer hyggst sækja um heimild hjá bandarísku lyfjastofnuninni til að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni fyrirtækisins og BioNTech gegn COVID-19. Mikael Dolsten, rannsóknastjóri fyrirtækisins, skýrði frá þessu í gær. Bóluefnið er með neyðarleyfi í Bandaríkjunum og það þarf tvo skammta af því til að fólk teljist full bólusett. Dolsten sagði að með því að gefa þriðja skammtinn sé hægt að bregðast Lesa meira
Danir eiga eina milljón skammta af bóluefnum á lager – „Algjörlega óskiljanlegt“
PressanDanir eiga nú rúmlega eina milljón skammta af bóluefnum AstraZeneca og Janssen gegn kórónuveirunni á lager. Þessi bóluefni eru ekki notuð í hinni opinberu bólusetningaáætlun í Danmörku og hafa því safnast upp í geymslum sóttvarnastofnunarinnar en búið var að semja um kaup á þeim löngu áður en ákveðið var að nota þau ekki. Danska ríkisútvarpið, DR, skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira
Villimannslegt svindl – Fólk hélt að það væri að fá bóluefni gegn COVID-19
PressanMargir Indverjar voru blekktir upp úr skónum í því sem óhætt er að segja að sé villimannslegt svindl. Fólkið hélt að það væri að kaupa sér bóluefni gegn COVID-19. Læknar og fleira heilbrigðisstarfsfólk hafa verið handtekin vegna málsins. CNN segir að í Mumbai hafi að minnsta kosti 12 „bólusetningamiðstöðvum“ verið komið upp. Þar var tekið á móti fólki Lesa meira
Danir kaupa 1,17 milljónir skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech af Rúmenum
PressanÍ gær var gengið frá samningi á milli danskra og rúmenskra yfirvalda um kaup Dana á 1,17 milljónum skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni. Reiknað er með að fyrstu skammtarnir komi til Danmerkur strax í þessari viku. Rúmenar ákváðu að selja bóluefnin því illa gengur að fá Rúmena til að láta bólusetja sig, mikil vantrú ríkir þar Lesa meira
Bóluefnin gegn kórónuveirunni geta hugsanlega veitt margra ára vernd
PressanBóluefnin gegn kórónuveirunni eru ný og hafa því ekki verið í notkun lengi og því er ekki vitað með vissu hversu lengi þau veita fólki vernd gegn veirunni. Í mörgum ríkjum hefur verið miðað við að þau veiti vernd í nokkra mánuði en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að þau geti veitt mun lengri vernd Lesa meira
Ástralar ætla að hætta að nota bóluefni AstraZeneca
PressanÁstralar hafa ákveðið að hætta að nota bóluefnið frá AstraZeneca og byrja nú þegar að draga úr notkun þess. Í október er stefnt á að hætta alveg að gefa fólki það nema það biðji sérstaklega um að vera bólusett með því. Þetta kemur fram í nýrri bólusetningaáætlun stjórnvalda sem var birt á miðvikudaginn. Í henni kemur fram Lesa meira
Tvær lyfjaverksmiðjur fá leyfi til að framleiða bóluefni Pfizer gegn COVID-19
PressanTvær lyfjaverksmiðjur, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Sviss, fengu í gær leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar, EMA, til að framleiða bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni. Önnur verksmiðjan er í Reinbek í Þýskalandi en hin er í Stein í Sviss. Þýska lyfjafyrirtækið Allergopharma á verksmiðjuna í Reinbek og Novartis þá í Stein. Verksmiðjurnar munu annast mismunandi hluta af framleiðsluferlinu. EMA reiknar með að verksmiðjurnar muni leggja Lesa meira