Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns
PressanBóluefnið gegn COVID-19, sem rússnesk yfirvöld hafa samþykkt, var aðeins prófað á 76 manns. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá rússneska heilbrigðisráðuneytinu. Í henni kemur einnig fram að efnið hafi fyrst verið prófað á mörgum dýrum, þar á meðal nagdýrum og prímötum. Allar dýratilraunirnar stóðust allar kröfur um öryggi og virkni bóluefnisins og því var hafist Lesa meira
Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
PressanAðeins rétt rúmlega helmingur Breta, eða 53%, segist örugglega ætla að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, ef og þegar bóluefni kemur á markað. Þetta eru niðurstöður könnunar sem vísindamenn við King‘s College London (KCL) og Ipsos Mori gerðu. Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að einn af hverjum sex, eða 16%, segist alls ekki ætla að láta bólusetja sig eða Lesa meira
Rússar stela sviðsljósinu – Segjast verða tilbúnir með bóluefni gegn kórónuveirunni um miðjan ágúst
PressanSegja má að Rússar hafi stolið sviðsljósinu síðustu klukkustundir í umræðunni um heimsfaraldur kórónuveirunnar því þeir segjast verða tilbúnir með bóluefni gegn veirunni um miðjan ágúst. CNN segir að Rússar stefni á að 10. ágúst, eða jafnvel fyrr, verði nýtt bóluefni tilbúið til samþykktar. CNN fékk þetta staðfest hjá fjölda rússneskra embættismanna og fólki sem tengist vinnu við bóluefnið. Lesa meira
Bretar hafa tryggt sér 230 milljónir skammta af hugsanlegu bóluefni gegn kórónuveirunni
PressanMeð tveimur nýjum samningum hafa bresk stjórnvöld tryggt sér 230 milljónir skammta af hugsanlegu bóluefni gegn kórónuveirunni. Á mánudaginn var skrifað undir samninga um kaup á 90 milljónum skammta af hugsanlegu bóluefni. Annar samningurinn er við fyrirtækin Pfizer og BioNTech sem vinna saman að þróun bóluefnis. Bretar hafa nú tryggt sér 30 milljónir skammta af Lesa meira
Breskir vísindamenn þróa bóluefni gegn kórónuveirunni – Óttast að Bandaríkin „taki það“
PressanBreskir vísindamenn vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Robin Shattock, prófessor við Imperial College í Lundúnum, gegnir lykilhlutverki í þessari vinnu. Hann segist hafa fengið skilaboð um að ekki megi framleiða hugsanlegt bóluefni í Bandaríkjunum. Breska ríkisstjórnin óttast að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, „taki bóluefnið“ og leyfi ekki útflutning Lesa meira
Tilraunir með bóluefni gegn kórónuveirunni eru komnar á lokastig
PressanBandaríska lyfjafyrirtækið Moderna er komið langt áleiðis við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Þann 27. júlí hefst þriðja stig tilrauna með bóluefnið en þá verður byrjað að fá 30.000 sjálfboðaliða til að taka þátt í tilrauninni. Helmingur þeirra verður sprautaður með bóluefninu en hinn með lyfleysu. Fyrri stig þróunar bóluefnisins hafa lofað góðu og því er Lesa meira
Samið um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir 400 milljónir ESB-borgara
PressanFyrir hönd ESB hafa Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland samið við sænsk/breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca um að fyrirtækið ábyrgist að sjá ESB fyrir allt að 400 milljónum skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni sem nú herjar á heimsbyggðina. Þýska ríkisstjórnin og lyfjafyrirtækið tilkynntu þetta um helgina. Bóluefnið, sem um ræðir, er nú í þróun hjá vísindamönnum við Lesa meira
Danskt bóluefni gegn COVID-19 lofar góðu
PressanTilraunir danskra vísindamanna með bóluefni gegn COVID-19 lofa góðu en þær hafa verið gerðar á músum. Næsta skref er að gera tilraunir á fólki. Það er hópur vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem hefur unnið að þróun bóluefnis gegn COVID-19. Politiken hefur eftir þeim að tilraunir á músum lofi góðu. Bóluefnið er sagt vera „meinlaus veira“ sem Lesa meira
99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
PressanHjá kínverska fyrirtækinu Sinovac er fólk nánast fullvisst um að bóluefnið gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, muni virka. Fyrirtækið er nú að byggja verksmiðju þar sem stefnt er á að framleiða 100 milljónir skammta af bóluefninu. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrirtækið sé nú á öðru stigi tilrauna með bóluefnið og Lesa meira
WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu
PressanAlþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO telur að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði tilbúið fyrir áramót. Mikill fjöldi vísindamanna hefur unnið dag og nótt við þróa bóluefni gegn veirunni og vinnur WHO nú út frá því að bóluefni verði tilbúið fyrir áramót. Ann Lindstrand, yfirmaður bóluefnaáætlunar WHO, sagði í samtali við Sænska ríkissjónvarpið að nú sé verið Lesa meira