Bóluefnið frá Moderna veitir ónæmi í eitt ár hið minnsta
PressanÍ dag koma fyrstu skammtarnir af bóluefninu frá Moderna til landsins en um 1.200 skammta er að ræða. Þeir verða notaðir til að ljúka við bólusetningu framlínustarfsmanna. Í gær sögðu fulltrúar fyrirtækisins að bóluefni þess veiti ónæmi gegn kórónuveirunni í 12 mánuði hið minnsta. Þetta kom fram á stórri heilbrigðisráðstefnu. Þetta byggir fyrirtækið á þeim gögnum sem Lesa meira
Kári hefur litla trú á orðum Svíans – „Það liggur við að ég spyrji hvað hann sé að reykja“
FréttirFréttastofa RÚV hafði um helgina eftir Richard Bergström, yfirmanni bóluefnamála Svía, sem á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar ESB um bóluefni, að reikna megi með að bólusetningu við kórónuveirunni verði lokið hér á landi um mitt næsta sumar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gefur ekki mikið fyrir þessi orð Bergström. „Þegar þessi Svíi sem býr í Lesa meira
Stjórnvöld ræða við fleiri lyfjaframleiðendur en Pfizer um bóluefni
FréttirStjórnvöld hafa að undanförnu rætt við fleiri bóluefnaframleiðendur en Pfizer um aðkomu að tilraunaverkefni þar sem um 60% fullorðinna yrðu bólusett. Viðræður við Pfizer eru sagðar komnar lengst á veg og í vikunni muni koma í ljós hvort þær beri árangur. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu byggjast viðræðurnar við Pfizer, Lesa meira
Bóluefnin eru ekki trygging fyrir að fólk fái ekki kórónuveiruna
PressanBóluefnum gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, hefur verið lýst sem vendipunkti í baráttunni við heimsfaraldurinn. En það að fá bólusetningu er ekki trygging fyrir að fólk smitist ekki af veirunni. Nú þegar er byrjað að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer og BioNTech hér á landi og stutt er í að byrjað verði að bólusetja með bóluefni frá Moderna. Virkni beggja bóluefnanna Lesa meira
Sérfræðingur segist ekki vilja láta bólusetja sig með þessum bóluefnum gegn kórónuveirunni
PressanNú hafa bóluefni gegn kórónuveirunni frá Pfizer/BioNTech og Moderna verið samþykkt til notkunar í Evrópu og nú þegar er byrjað að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer. Bresk yfirvöld hafa einnig heimilað notkun bóluefnis frá AstraZeneca og þess er vænst að það verði samþykkt til notkunar í öðrum Evrópuríkjum fljótlega. En hvað segir sérfræðingur um þessi bóluefni og önnur? BT leitaði svara hjá Lesa meira
Meirihluti landsmanna vill að öllum verði gert að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
FréttirSex af hverjum tíu, sem taka afstöðu, eru sammála því að það eigi að vera skylda að láta bólusetja sig gegn COVID-19 hér á landi. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að 34% svarenda sögðust mjög fylgjandi bólusetningarskyldu og 24% voru frekar sammála. Tæplega fjórðungur var því frekar ósammála. 14% sögðust Lesa meira
Breskur veirufræðingur spáir hjarðónæmi gegn kórónuveirunni í sumar
PressanBreskir fjölmiðlar segja að stutt sé í að breska lyfjastofnunin veiti heimild til notkunar bóluefnis AstraZeneca og vísindamanna við Oxfordháskóla gegn kórónuveirunni. Jafnvel er talið að aðeins séu nokkrir dagar í það. Calum Semple, einn fremsti veirusérfræðingur Bretlands, segir að bóluefnið geti breytt stöðunni algjörlega. Bretar hafa nú þegar bólusett 600.000 manns með bóluefninu frá Pfizer en margir binda miklar vonir við að bóluefnið frá AstraZeneca muni Lesa meira
10.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer koma til landsins fyrir hádegi
FréttirKlukkan 10.30 í dag verður tekið á móti 10.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech í höfuðstöðvum dreifingarfyrirtækisins Distica í Garðabæ. Heilbrigðisráðherra og þríeykið svokallað verða viðstödd. Bóluefnið kemur með flugi frá Amsterdam. Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Júlíu Rós Atladóttur, framkvæmdastjóra Distica, að þetta sé án efa stærsta verkefnið sem fyrirtækið hefur komið að. Bóluefninu er haldið í 80 Lesa meira
Kári reynir að útvega 400.000 skammta af bóluefni frá Pfizer
FréttirKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur leitt vinnu við að reyna að útvega um 400.000 skammta af bóluefni frá Pfizer hingað til lands. Með því magni væri hægt að bólusetja 60% fullorðinna hér á landi. Ef samningar nást er vonast til að hér myndist nægilegt hjarðónæmi til að kveða kórónuveirufaraldurinn niður. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram Lesa meira
Svandís er enn með öflun bóluefna á sinni könnu – Katrín segist hafa verið að kanna stöðuna
EyjanKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa tekið við öflun bóluefna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún segist hafa átt samtöl við ýmsa háttsetta aðila í því skyni að tryggja aðgengi Íslendinga að bóluefni. „Ég er bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið en blaðið skýrði frá því í gær að Katrín hefði Lesa meira