Segja að sterkar sannanir séu komnar fram um áhrif bóluefnanna gegn kórónuveirunni
PressanDanskir vísindamenn segja að tölur sem hafa borist frá Ísrael að undanförnu sé mjög jákvæðar og sýni vel að bóluefnin gegn kórónuveirunni séu að virka mjög vel. Tölurnar sýna að fólk, yfir sextugu, veiktist miklu síður af veirunni og varð minna veikt ef það hafði verið bólusett en þeir sem ekki höfðu verið bólusettir. Áhrifanna Lesa meira
Hafa áhyggjur af að bóluefnið frá AstraZeneca verði ekki samþykkt fyrir 65 ára og eldri
PressanInnan þýsku ríkisstjórnarinnar eru uppi áhyggjur um virkni bóluefnisins frá AstraZeneca fyrir fólk 65 ára og eldra. Er óttast að Evrópska lyfjastofnunin muni ekki veita heimild til notkunar bóluefnisins fyrir þá sem eru 65 ára og eldri. Bild og Handelsblatt hafa þetta eftir heimildarmönnum í ríkisstjórninni. Reiknað er með að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi nú í vikunni en það er að sögn Lesa meira
Áætlun um dreifingu bóluefna tilbúin – „Landsbyggðin stendur svolítið út af“
FréttirDistica, sem sér um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna, er komið með áætlun um dreifingu þeirra út mars. Skammtar frá fyrirtækjunum er nú farnir að berast reglulega. Skammtar frá Moderna koma á tveggja vikna fresti og á vikufresti frá Pfizer. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Júlíu Rós Atladóttur, framkvæmdastjóra Distica, að dreifingin sé farin að rúlla áfram. Á miðvikudaginn Lesa meira
2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna gætu hafa farið til spillis í Svíþjóð
PressanUm allan heim er unnið nótt sem dag við að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðustu mánuði. Það er því ekki litið neinum gleðiaugum að í Svíþjóð fóru 2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna líklega til spillis í síðustu viku vegna rangrar meðhöndlunar. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur Lesa meira
Miklar verðhækkanir á kórónuveirubóluefni á djúpnetinu
PressanNú er bóluefnum gegn kórónuveirunni dælt út víða um heim eða jafn hratt og þau eru framleidd. Fyrir suma gengur þetta ekki nægilega hratt og því hefur myndast „svartur markaður“ fyrir þessi bóluefni, sérstaklega á djúpnetinu svokallaða. Það fór að bera á viðskiptum með bóluefni gegn kórónuveirunni í desember en að sögn tölvufyrirtækisins Check Point Lesa meira
WHO segir ósanngjarna skiptingu bóluefna lengja heimsfaraldurinn
PressanTedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, segir að heimurinn sé á barmi „hörmulegra siðferðislegra mistaka“ hvað varðar skiptingu bóluefnis gegn kórónuveirunni. Hann hvetur til þess að bóluefnunum verði skipt á sanngjarnari hátt á milli ríkja heims. „Þessi „ég fyrst“ hugsun setur fátækustu og viðkvæmustu löndin í mikla hættu og grefur undan aðgerðum okkar allra,“ sagði hann við setningu Lesa meira
Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer
FréttirLyfjastofnun hafa borist sjö tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni. Í öllum tilvikum er um aldrað fólk, á hjúkrunar- eða dvalarheimilum, að ræða sem var með undirliggjandi sjúkdóma. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Lyfjastofnun hafi borist 61 tilkynning um hugsanlegar aukaverkanir, þar af átta alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, Lesa meira
Vonast til að nýtt bóluefni verði tilbúið í mars – Bara ein sprauta
PressanBandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson vonast til að bóluefni þess gegn kórónuveirunni verði tilbúið til notkunar í mars. Segir fyrirtækið að tilraunir með það hafi sýnt að virkni þess sé rúmlega 80%. Bóluefnið ef frábrugðið bóluefnunum frá Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca að því leyti að það þarf aðeins að gefa það einu sinni. Yfirvísindamaður fyrirtækisins, Paul Stoffels, segist reikna með að fyrirtækið verði tilbúið með Lesa meira
Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis
FréttirHenrik Ullum, forstjóri dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar, Statens Serum Institut, segir að stofnunin og danska lyfjastofnunin, Lægemiddelstyrelsen, hafi fundað með fulltrúum Pfizer á gamlársdag til að reyna að sannfæra fyrirtækið um að afhenda Dönum meira magn af bóluefni en þeir eiga að fá samkvæmt samningi Evrópusambandsins við fyrirtækið. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Danska ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að Danmörk styðji við sameiginlega Lesa meira
Danir sagðir ógna viðræðunum við Pfizer
FréttirAð undanförnu hafa Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átt í viðræðum við Pfizer um rannsókn á áhrifum bóluefnis á heila þjóð. Hugmyndin er að Ísland fái nægilega mikið bóluefni til að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma og ná þannig hjarðónæmi. En nú eru Danir að öllum líkindum að eyðileggja þetta fyrir okkur Lesa meira