fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024

bóluefni

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára

Pressan
04.12.2022

Hugsanlega verður bóluefni, sem veitir vernd gegn öllum þekktum flensuveirum, tilbúið til notkunar innan tveggja ára. Ef þetta gengur eftir verður um stóran áfanga að ræða. The Guardian segir að tilraunabóluefni, sem byggist á sömu mRNA tækni og var notuð við þróun bóluefna gegn kórónuveirunni, hafi verndað mýs og frettur gegn alvarlegum inflúensuveirum. Þetta opnar á tilraunir á fólki Lesa meira

Bóluefni gegn krabbameini verða hugsanlega tilbúin fyrir 2030

Bóluefni gegn krabbameini verða hugsanlega tilbúin fyrir 2030

Pressan
20.10.2022

Bóluefni sem virka gegn krabbameini verða hugsanlega aðgengileg fyrir 2030 að sögn Ugur Sahin og Ozlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech fyrirtækið sem þróaði Pfizer-bóluefnið gegn kórónuveirunni. Sky News skýrir frá þessu og segir að vísindamenn séu hikandi við að nota orðið „lækna“ í tengslum við krabbamein en Sahin og Tureci hafa hugsanlega þróað bóluefni sem getur barist við krabbameinsfrumur og læknað að stórum hluta. Sahin og Tureci, sem eru hjón, hafa Lesa meira

Ríkið sparar í bólusetningum gegn krabbameini hjá stúlkum – Fá bóluefni sem veitir mun minni vörn en annað fáanlegt bóluefni

Ríkið sparar í bólusetningum gegn krabbameini hjá stúlkum – Fá bóluefni sem veitir mun minni vörn en annað fáanlegt bóluefni

Fréttir
19.10.2022

Þegar kemur að bólusetningu gegn HPV-veirunni, sem getur valdið leghálskrabbameini, fá íslenskar stúlkur ekki það bóluefni sem veitir breiðasta vörn. Á sama tíma fá stúlkur í mörgum nágrannaríkjum bóluefni sem veitir breiðustu vörnina. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að foreldrum sé ekki skýrt frá því að betri kostir séu í boði þegar kemur Lesa meira

Nýtt bóluefni veitir viðvarandi vörn gegn öllum helstu afbrigðum kórónuveirunnar

Nýtt bóluefni veitir viðvarandi vörn gegn öllum helstu afbrigðum kórónuveirunnar

Pressan
18.10.2022

Nýtt bóluefni, sem er á tilraunastigi hjá lyfjafyrirtækinu Bavarian Nordics, veitir viðvarandi vörn gegn kórónuveirunni mánuðum saman og gegn öllum helstu afbrigðum veirunnar. Þetta er niðurstaða greiningar sem var gerð sex mánuðum eftir annað stig tilrauna með bóluefnið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi kauphöllum. Fram kemur að það sé sérstaklega hvetjandi hversu vel bóluefnið, Lesa meira

Ný rannsókn – Kórónuveirubóluefni geta haft áhrif á tíðahringinn

Ný rannsókn – Kórónuveirubóluefni geta haft áhrif á tíðahringinn

Pressan
11.10.2022

Niðurstöður nýrrar stórrar rannsóknar sýna að bóluefni gegn kórónuveirunni geta haft áhrif á tíðahring kvenna. Rannsóknin náðin til 20.000 kvenna. VG skýrir frá þessu og vísar í rannsóknina. Fram kemur að allt frá því að byrjað var að bólusetja gegn kórónuveirunni hafi konur víða um heim tilkynnt um breytingar á tíðahring sínum. Ekki er vitað hvað Lesa meira

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Pressan
25.09.2022

Árið 2020 létust 627.000 manns af völdum malaríu, aðallega börn. Í rúmlega eina öld hafa vísindamenn reynt að þróa bóluefni gegn sjúkdómnum og nú ríkir bjartsýni um að það hafi loksins tekist. Það voru vísindamenn við Oxfordháskólann á Englandi sem þróuðu bóluefni gegn sjúkdómnum. Það hefur verið notað að undanförnu og samkvæmt því sem kemur fram í Lesa meira

Bóluefnið átti að útrýma lömunarveiki – Á nú sök á nýjum faraldri

Bóluefnið átti að útrýma lömunarveiki – Á nú sök á nýjum faraldri

Pressan
03.09.2022

Í mars tilkynntu ísraelsk yfirvöld um fyrsta tilfelli lömunarveiki síðan 1988. Í júní tilkynntu bresk yfirvöld að veiran, sem veldur lömunarveiki, hefði greinst í skólpi í Lundúnum. Í júlí smitaðist ungur maður og lamaðist í New York af völdum veirunnar. Þetta hefur orðið til þess að mörgum þykir horfa illa með að hægt verði að útrýma veirunni. Veiran Lesa meira

Kínverjar ætla að senda einn milljarð bóluefnaskammta til Afríku

Kínverjar ætla að senda einn milljarð bóluefnaskammta til Afríku

Pressan
04.12.2021

Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti á mánudaginn að Kínverjar ætli að senda einn milljarð skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni til Afríku. Hann sagði þetta á fjarfundi með leiðtogum Afríkuríkja. Hann hvatti jafnframt kínversk fyrirtæki til að fjárfesta fyrir allt að 10 milljarða dollara í Afríku á næstu þremur árum. Kínverjar höfðu áður gefið um 200 milljónir Lesa meira

Þessu vinna bóluefnaframleiðendur að núna vegna Ómíkron

Þessu vinna bóluefnaframleiðendur að núna vegna Ómíkron

Pressan
02.12.2021

Á sama tíma og Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar breiðist út um heiminn vinna framleiðendur bóluefna gegn kórónuveirunni að ýmsum rannsóknum og tilraunum til að kanna hvernig hægt sé að bregðast við afbrigðinu og hvernig núverandi bóluefni vinna á afbrigðinu. VG og Bild skýra frá þessu. Fram kemur að hjá BioNTech og Pfizer sé verið að bíða eftir niðurstöðum rannsókna og að svör muni berast í síðasta Lesa meira

Peningarnir streyma inn – 130.000 krónur á sekúndu!

Peningarnir streyma inn – 130.000 krónur á sekúndu!

Pressan
20.11.2021

Nokkrir af stærstu framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni moka inn peningum á sölu þeirra. Reiknað er með að tekjur þriggja framleiðenda verði 34 milljarðar dollara á árinu en það svarar til þess að þeir fái sem svarar til 130.000 íslenskra króna á sekúndu! Þetta eru niðurstöður greiningar fá People‘s Vaccine Alliance (PVA) sem eru samtök sem vinna að því að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af