Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum
Fókus13.12.2018
Miðstöð íslenskra bókmennta lét nýlega gera könnun á viðhorfi þjóðarinnar til meðal annars bóklestrar, þýðinga, bókasafna og opinbers stuðnings við bókmenntir. Niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn stór þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir. Athyglisvert er að svarendum á aldrinum 18-24 ára finnst mikilvægara en öðrum aldurshópum að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Karlar lesa að meðaltali 2 bækur á mánuði en konur 3,5 Lesa meira