Bókin á náttborði Gunnars Alexanders
„Ég les mikið af bókum og er alltaf að lesa nokkrar bækur á hverjum tíma. Flestar glugga ég í við og við og tekur það því góðan tíma að klára þær. Bókin sem ég er að lesa núna heitir Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur og fjallar um tíma hennar í Austur-Þýskalandi. Svo les ég Lesa meira
Bókin á náttborði Róberts
„Ég er með þó nokkrar bækur á náttborðinu sem bíða þess að vera byrjað á eða kláraðar. Þar á meðal er hin umdeilda bók Fire and Fury Inside Trump’s White House. Þetta er ekki beint skemmtilestur, en gefur ágæta innsýn í firringuna í kringum Bandaríkjaforseta. Önnur bók sem ég er að lesa er Heiðra skal Lesa meira
Bókin á náttborði Steingerðar
Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar: „Ég get ekki verið bókarlaus en núna er ég að lesa Þjáningarfrelsið eftir þær Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Það er einstaklega áhugavert og spennandi að lesa um upplifun annarra blaðamanna af starfinu og mjög upplýsandi að átta sig á ýmsu er á sér stað bak við tjöldin. Lesa meira
Bókin á náttborði Guðríðar
Guðríður (Gurrí) Haraldsdóttir er oft með fleiri en eina bók á náttborðinu og er ansi veik fyrir góðum kvenhetjum: „Var að ljúka við spennubókina Kona bláa skáldsins eftir Lone Theils og fannst hún mjög fín, þetta er önnur bókin á íslensku um dönsku blaðakonuna Nóru Sand. Þar áður endurnýjaði ég kynnin af Kapítólu sem hefur Lesa meira
Bókin á náttborði Jörundar
Jörundur Ragnarsson er með Útlagann eftir Jón Gnarr, fyrrverandi meðleikara sinn úr Vaktaseríunum, á náttborðinu. „Ég er ekki búinn með hana en hún er frábær, búin að hreyfa við mér margoft og tækla eiginlega allan tilfinningaskalann. Ótrúlega einlæg og full af sársauka og sorg en samt svo fyndin og falleg. Það er sagt um marga Lesa meira
Bókin á náttborði Steineyjar
Bókin á náttborðinu hjá Steineyju Skúladóttur, leikkonu og Reykjavíkurdóttur, er stórvirkið Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov. „Ég hef ekki lesið hana áður alla en þegar ég var í menntaskóla settum við sýninguna upp. Ég lék Pontíus Pílatus og var í örvæntingu minni að reyna að tengja við karakter sem ákveður að drepa Jesúm svo Lesa meira
Bókin á náttborði Guðrúnar
„Ég var að ljúka við The Idiot eftir Elif Batuman, sem ég mæli einlæglega með. Miranda July, sem er annar höfundur sem ég hrífst mjög af, hrósar bókinni á kápu: Og það er vitnað í GQ sem segir þetta eina skemmtilegustu bók sem þau hafi lesið á árinu. Ég get tekið undir það. Í næstu Lesa meira
Bókin á náttborði Stefáns Mána
„Þessa dagana er ég að lesa bókina Erró – Margfalt líf eftir Aðalstein Ingólfsson. Heimsókn á Listasafn Reykjavíkur á dögunum varð til að endurvekja áhuga minn á þessum merka listamanni og bóhem sem fæddist í mínum heimabæ, Ólafsvík. Ég fór með krökkunum mínum á sýninguna og það var alveg magnað að sjá hversu vel æska Lesa meira
Bókin á náttborði Ástu Hrafnhildar
„Draumur minn er að lokast inni á bókasafni og geta dvalið þar í marga daga, ég þarf ekki meira en kaffi, vatn og bækur til að þola þessa paradísarvist. En þar sem lífið er raunverulegt og vakandi þá er staðreyndin sú að bækurnar á mínu náttborði fjalla um síbreytilega mynd ástarinnar og hennar fjölbreyttu form. Lesa meira
Bókin á náttborði Elizu
„Ég les núna „This Child Will be Great“, sjálfsævisögu Ellen Johnson Sirleaf. Hún var forseti Líberíu þar til fyrir skemmstu, fyrsta konan sem náði kjöri í það embætti í Afríkuríki og handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011. Mér finnst bækur um stjórnmál skemmtilegar, ekki síst um konur á þeim vettvangi. Saga Johnson Sirleaf er stórmerkileg, saga Lesa meira