fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Blaðamannafélag Íslands

Hjálmar segir stjórn Blaðamannafélagsins reiða hátt til höggs

Hjálmar segir stjórn Blaðamannafélagsins reiða hátt til höggs

Fréttir
02.07.2024

Vegna frétta DV og annarra fjölmiðla um tilkynningu Blaðamannafélags Íslands um að ekki verði lögð fram kæra á hendur Hjálmari Jónssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, þrátt fyrir að talið sé að starfshættir hans hafi borið vott um háttsemi sem teljist vera ámælisverð jafnvel refsiverð, hefur Hjálmar sent frá sér yfirlýsingu. Hjálmar ekki kærður en sagður sekur Lesa meira

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Fréttir
02.07.2024

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja ekki fram kæru á hendur Hjálmari Jónssyni fyrrum framkvæmdastjóra félagsins vegna starfshátta hans en telur þó ljóst að hann sé sekur um að minnsta kosti ámælisverða háttsemi ef ekki refsiverða. Í tilkynningu félagsins segir að í lögfræðiáliti lögmannsstofunnar LOGOS komi fram að háttsemi Hjálmars hafi Lesa meira

Hjálmar segist fagna skoðun á fjárreiðum BÍ – „Þarna er ekkert að fela“

Hjálmar segist fagna skoðun á fjárreiðum BÍ – „Þarna er ekkert að fela“

Fréttir
26.02.2024

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekkert vita um hvað skoðun stjórnar á reikningnum snúist. Hann muni spyrjast fyrir um það og hafi sjálfur ekkert að fela. „Ég hef ekki verið spurður um eitt eða neitt. Þar af leiðandi get ég engu svarað um hvað sé þarna á ferðinni en ég mun að Lesa meira

BÍ skoðar reikninga tíu ár aftur í tímann eftir tilmæli bókara – Gekk illa að fá fjárhagsupplýsingar frá Hjálmari

BÍ skoðar reikninga tíu ár aftur í tímann eftir tilmæli bókara – Gekk illa að fá fjárhagsupplýsingar frá Hjálmari

Fréttir
21.02.2024

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur hafið skoðun á fjárreiðum félagsins tíu ár aftur í tímann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður hefur einnig lagt inn formlega kvörtun vegna framkomu Hjálmars Jónssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sem hún taldi ógnandi. „Okkur fannst rétt, í ljósi þess hvað okkur gekk illa að fá fjárhagsupplýsingar, að láta utanaðkomandi aðila skoða þetta. Sú skoðun Lesa meira

Aðalsteinn segir Hjálmar sífellt hafa lýst yfir vantrausti vegna skattamála Sigríðar – Reiði út af heimabanka

Aðalsteinn segir Hjálmar sífellt hafa lýst yfir vantrausti vegna skattamála Sigríðar – Reiði út af heimabanka

Fréttir
11.01.2024

Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, segir að stjórn félagsins hafi ekki komið neinum málum áfram vegna tíðra vantraustsyfirlýsinga Hjálmars Jónssonar, þáverandi framkvæmdastjóra. Var það vegna skattamála Sigríðar Daggar Auðunsdóttur formanns. Einnig bað hún um sýndaraðgang að heimabanka félagsins. Mannlíf greinir frá þessu. Í samtali Mannlífs við Aðalstein kemur fram að ýmislegt hafi gengið á undanfarnar Lesa meira

Moggafólk ósátt við meðferðina á Hjálmari – „Þetta félag er alveg goslaust“

Moggafólk ósátt við meðferðina á Hjálmari – „Þetta félag er alveg goslaust“

Fréttir
11.01.2024

Það vakti athygli í gær þegar greint var frá því að Hjálmari Jónssyni, framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands, hefði verið sagt upp störfum. Hjálmar var formaður félagsins um árabil og reyndist félagsmönnum vel, en ástæða uppsagnarinnar er ágreiningur hans við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann félagsins. Í samtali við DV í gær sagði Sigríður að vilji hafði staðið Lesa meira

Hjálmar kannast ekki við trúnaðarbrest – Segist hafa vakið máls á skattamálum Sigríðar síðan í fyrrasumar

Hjálmar kannast ekki við trúnaðarbrest – Segist hafa vakið máls á skattamálum Sigríðar síðan í fyrrasumar

Fréttir
10.01.2024

Hjálmar Jónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, kannast ekki við trúnaðarbrest á milli sín og stjórnar félagsins. Hann segist hafa, innan veggja félagsins, vakið máls á skattamálum formannsins, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hjálmari var sagt upp í dag eftir rúmlega 20 ára starf sem framkvæmdastjóri, en hann var áður formaður félagsins í rúman áratug. Í samtali við Lesa meira

Sigríður Dögg svarar Hjálmari – „Ef hann upplifir það þannig er það hans skoðun“

Sigríður Dögg svarar Hjálmari – „Ef hann upplifir það þannig er það hans skoðun“

Fréttir
10.01.2024

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það ekki rétt að ágreiningur á milli hennar og Hjálmars hafi valdið uppsögn hans í dag. Þá hafi stjórn ekki rætt um það sérstaklega að fjármál hennar séu vandamál. Ástæðan fyrir uppsögninni var að sögn Sigríðar trúnaðarbrestur á milli Hjálmars og stjórnarinnar. Stjórnin hafi verið einróma í sinni Lesa meira

Hjálmari sagt upp og skýtur föstum skotum á Sigríði Dögg – „Ég tel for­mann­inn ekki starfi sínu vax­inn“

Hjálmari sagt upp og skýtur föstum skotum á Sigríði Dögg – „Ég tel for­mann­inn ekki starfi sínu vax­inn“

Fréttir
10.01.2024

Hjálmari Jónssyni hefur verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is en þar kemur að ástæðan sé ágreiningur hans og formanns félagsins, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, um stefnu félagsins. Ekki var óskað eftir frekara vinnuframlagi Hjálmars á uppsagnarfrestinum og hefur hann því lokið störfum fyrir félagið. „Ég tel for­mann­inn ekki Lesa meira

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“

Eyjan
31.01.2023

Blaðamannafélag Íslands tilkynnti í dag um úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna, IFJ. Systurfélög BÍ í Noregi, Danmörku og Finnlandi lýstu einnig yfir úrsögn sinni á sama tíma. Svíar hafa tilkynnt að þeir séu einnig að ræða úrsögn. „Ástæðan fyrir úrsögninni er sú að IFJ hafa reynst ófær um að gera úrbætur í starfsemi sinni í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af