Björn Jón skrifar: Morðæði fyrir botni Miðjarðarhafs
EyjanFastir pennarHinn 6. október síðastliðinn var liðin rétt hálf öld frá innrás egypskra og sýrlenskra hersveita í Ísrael. Innrásin var framin á jom kippur, helgasta degi gyðinga, sem kallaður er forsoningsdag á öðrum norrænum málum, þ.e. friðþægingardagur. Þetta er eini dagur ársins sem gyðingar um heim allan sameinast í einhvers konar helgihaldi, líka þeir sem ekki Lesa meira
Björn Jón skrifar: „Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar
EyjanFastir pennarHugarheimur æði margra samborgara okkar er gegnsýrður af amerískum þankagangi. Þess sér reglulega stað í stjórnmálaumræðunni hér — sem og annars staðar í Norðurálfu — þar sem reynt er að heimfæra deiluefni bandarísks þjóðlífs upp á evrópskan veruleika. Útkoman verður í besta falli hjákátleg en getur líka orðið stórskaðleg. Eitt þessara fyrirbæra í amerískri umræðu Lesa meira
Björn Jón skrifar: Það sem Ásgeir sagði á Hólum
EyjanFastir pennar„Trúin skiptir mig máli. Það þýðir ekki að ég trúi öllu því sem stendur í Biblíunni, vilji sækja vakningasamkomur, né heldur að mig langi til þess að hártogast um tilvist heilagrar þrenningar — líkt og menn dunduðu sér við hér áður. En ég hef trú á siðferðisboðskap Jesú frá Nazaret eins og birtist með hans Lesa meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa glatað jarðtengingunni – forystan skilji ekki kjör hinna lakast settu
EyjanForystusveit Sjálfstæðisflokksins hefur engan skilning á kjörum almennings í landinu, ólíkt því sem var á árum áður, skrifar Björn Jón Bragason í vikulegum pistli sínum, Af þingpöllunum, á Eyjunni. Hann vitnar til samtals sem hann átti fyrir nokkrum árum við gamalreyndan verkalýðsforingja af vinstri vængnum sem vegna trúnaðarstarfa sinna hafði átt samskipti við stjórnmálamenn allra flokka Lesa meira
Segir núverandi styrkjakerfi til stjórnmálaflokkanna beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið – telur að opna verði bókhald flokkanna upp á gátt
EyjanOpinberir styrkir til stjórnmálaflokkanna í núverandi mynd styðja ekki við lýðræðislega virkni í þjóðfélaginu heldur stuðla þeir beinlínis að afskræmingu stjórnmálaflokkanna og grafa undan lýðræðinu, skrifar Björn Jón Bragason í vikulegum pistli sínum, Af þingpöllunum, á Eyjunni. Björn Jón vitnar í talnaefni sem Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði, birti nýlega á vefsvæði sínu, Meitli. Efnið Lesa meira
Björn Jón skrifar: Afskræming stjórnmálastarfs
EyjanFastir pennarÍslenskt samfélag hóf ekki að nútímavæðast að ráði fyrr en á ofanverðri nítjándu öld. Samfara byltingu í atvinnuháttum og menningarlífi varð lýðræðisvakning. Með stjórnarskránni 1874 voru helstu mannréttindi innleidd með formlegum hætti, en þar á meðal var félagafrelsi. Á næstu árum og áratugum varð ótrúleg gróska í almennu félagsstarfi og komið á fót aragrúa frjálsra Lesa meira
Segir hlutina hafa snúist við – nú sé það Sjálfstæðisflokkurinn sem sé niðurlægður og auðmýktur í ríkisstjórn en ekki samstarfsflokkarnir
EyjanHér áður fyrr auðmýkti og niðurlægði Sjálfstæðisflokkurinn samstarfsflokka sína í ríkisstjórn en nú er öldin önnur, skrifar Björn Jón Bragason í vikulegum pistli sínum, Af þingpöllum, á Eyjunni. Nú er það Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur sem er niðurlægður og auðmýktur. Mikill munur sé á stöðu flokksins nú og á stórveldistíma Davíðs Oddssonar, þegar flokkurinn sat samfellt á Lesa meira
Björn Jón skrifar: Fátt er hraðlygnara en almannarómur
EyjanFastir pennarOft sannast hið fornkveðna að fátt sé nýtt undir sólinni og stundum er það svo að spakmæli sem þessi koma fram í ólíkum tungumálum á ólíkum tímum. Í hinum ævafornu dæmisögum Esóps (gr. Αἴσωπος), sem mun hafa verið uppi um 620–564 fyrir Krist, má finna orðskviði á borð við að „skreyta sig lánsfjöðrum“, „hverjum Lesa meira
Björn Jón skrifar: Mannleg reisn andspænis gervigreind
EyjanFastir pennarÁrið 1967 samdi Ómar Ragnarsson textann „Árið 2012“ sem Vilhjálmur Vilhjámsson söng inn á hljómplötu sama ár. Texti Ómars er smellinn og lagið heyrist enn af og til. Í framtíðarspánni eru meðal annars þessar hendingar: Og ekki hafði neitt að gera útvarpsstjóri vor því yfirmaður hans var lítill vasatransistor og þingmennirnir okkar voru ei með Lesa meira
Björn Jón skrifar: Skylda okkar að verja fullveldi Úkraínu
EyjanFastir pennarÁ ferðalagi mínu um Úkraínu síðastliðið sumar var ég einhverju sinni á gangi á bökkum Dnepurfljóts þar sem gamall tötrumklæddur maður stóð og lék á frumstætt hljóðfæri sem líktist sílófóni. Hljómlistarmanninum lék forvitni á að vita hvaðan ég væri og er ég hafði sagt honum það vildi hann gjarnan leika fyrir mig lagstúf eftir Edward Lesa meira