Björn Jón skrifar: Málfrelsi og fólkið sem les ekki bækur
EyjanFastir pennarÞað var vel til fundið að veita Salman Rushdie bókmenntaverðlaun þau sem kennd eru við Halldór Laxness og hún var ánægjuleg stundin í Háskólabíói í fyrradag þegar verðlaunaafhendingin fór fram. Rushdie ræddi þar af yfirvegun um banatilræðið sem honum var sýnt fyrir tveimur árum þegar hann varð fyrir fjölmörgum hnífstungum og missti meðal annars sjón Lesa meira
Björn Jón skrifar – Ríkisstjórn á endastöð
EyjanFastir pennarPólitísku tíðindi liðinnar viku voru niðurstöður mælingar sem sýndu fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu komið niður í 13,9%. Mér heyrðist á fréttum að forystumenn flokksins væru nú samt bara furðu brattir í ræðum sínum á flokksráðsfundinum í gær — væntanlega í þeirri von að stjórnin tóri heilt ár til viðbótar og þá verði komin betri tíð Lesa meira
Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali
EyjanFastir pennarÞegar ég vaknaði í morgun leit ég yfir helstu fréttir íslenskra miðla af atburðum næturinnar, á hinni svonefndu „menningarnótt“. Lögregla hafði í nógu að snúast og tíðindi voru flutt af slagsmálum og líkamsmeiðingum, þar með talið hnífstungum. Ekki mikill menningarauki af því. Ég leit líka á samfélagsmiðla og sá að Ari Gísli Bragason fornbókasali hafði Lesa meira
Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
EyjanFastir pennarÍ öllum vísindum skiptir rétt notkun hugtaka höfuðmáli. Mér varð hugsað til þessa er ég las stórmerka grein Láru Magnúsardóttur sagnfræðings í nýjasta hefti Skírnis, tímarits Bókmenntafélagsins, en þar gerir hún stöðu Ríkisútvarpsins að umtalsefni og víkur sér í lagi að menningarhlutverki því sem stofnunin hefur að lögum. Menning er æði opið hugtak en samkvæmt Lesa meira
Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar
EyjanFastir pennarÍ liðinni viku lét alþingismaður nokkur svo um mælt í umræðum um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi að hann teldi alla sammála um að vilja „ekki sjá þessa þróun halda áfram eins og hún hefur verið síðustu árin“. Ég hnaut um þetta orðalag, alþingismaðurinn vildi „ekki sjá þessa þróun“. Vonandi átti hann við að grípa Lesa meira
Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr
EyjanFastir pennarTalsverðu fjaðrafoki vöktu fregnir í liðinni viku þess efnis að farga „þyrfti“ tugþúsundum eintaka af bókinni Fjallkonunni sem innihélt þjóðhátíðarljóð og greinar um fjallkonuna, allt vegna formála Katrínar Jakobsdóttur, fyrrv. forsætisráðherra. Bókin var hugarfóstur hennar, en til stóð að bókin yrði send skattgreiðendum (enda höfðu þeir greitt fyrir hana). Nú fá þeir nýja fjallkonubók með Lesa meira
Björn Jón skrifar: Allir vildu Lilju kveðið hafa
EyjanFastir pennarAf frásögn Njálu má ráða að Gunnar Lambason hafi eggjað menn til stórræða í atlögunni að Bergþórshvoli – en sjálfur þó ekki gengið djarfmannlega fram. Flestir muna líklega eftir því þegar Skarphéðinn tróð eldinn meðfram hliðarveggjum, Gunnar hljóp þá upp á vegginn og mælti: „Hvort grætur þú nú, Skarphéðinn?“ — „Eigi er það,“ segir Skarphéðinn, Lesa meira
Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam
EyjanFastir pennarReykjavík er dálítið einkennileg í laginu. Hún byggðist í fyrstu utarlega á nesi svo vaxtarmöguleikar voru einkum og sér í lagi í austri. Þetta hafði í för með sér að gamli bærinn — miðbærinn — færðist sífellt fjær þungamiðju byggðar. Því var ekki að undra að verslun og þjónusta dreifðist með tímanum vítt og breitt Lesa meira
Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennarEftir að fjandmenn Frakka höfðu haft endanlegan sigur á herjum Napóleons gerðu Austurríkismenn, Prússar og Rússar með sér bandalag sem nefnt var heilagt (þ. Heilige Allianz). Markmiðið var að halda aftur af þeim frjálslyndisstraumum og þeirri veraldarhyggju sem fylgt hafði frönsku byltingunni og stjórnartíð Napóleons. Þar fóru hagsmunir umræddra þrívelda saman um flest. Það var Lesa meira
Björn Jón skrifar: Íslenski nóbelsverðlaunahafinn í læknisfræði
EyjanFastir pennarSjaldan bautarsteinar standa brautu nær, nema reisi niður að nið. Við þekkjum þessi vísuorð úr Gestaþætti Hávamála en sá siður er ævaforn meðal germanskra þjóða að reisa látnum bautastein á fjölförnum slóðum. Að koma fyrir minningarmörkum er vitaskuld miklu útbreiddari siður um heiminn en hugmyndin er sú að þannig geti niðjar minnst genginna áa og Lesa meira