Orðið á götunni: Lifa Vinstri græn af brotthvarf Katrínar?
EyjanSamkvæmt orðinu á götunni hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að bjóða sig ekki oftar fram til setu á Alþingi Íslendinga. Hún hefur nú gegnt starfi þingmanns frá árinu 2007 og var ráðherra menntamála í hinni óvinsælu vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá 2009 til 2013. Lítið fór fyrir Katrínu í þeirri ríkisstjórn enda sagði Steingrímur Sigfússon, þáverandi Lesa meira
Segir Bjarna skammast út í Dag þegar hann ætti að beina spjótum sínum að Sigurði Inga samráðherra sínum
EyjanÍ nýjasta Dagfarapistli sínum á Hringbraut skrifar Ólafur Arnarson að Bjarni Benediktsson reyni nú á lævíslegan hátt að koma sökinni á því að nú stefnir í að samgönguverkefnin á höfuðborgarsvæðinu, sem kennd eru við Samgöngusáttmálann stefna í að kosta 300 milljarða en ekki 160 milljarða eins og lagt var upp með, á meirihlutann í borginni Lesa meira
Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins
EyjanÓlafur Arnarson sendir Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum tóninn í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut. Tilefni skrifanna er að í dag ætlar Bjarni Benediktsson að ávarpa flokksmenn sína í Valhöll og fjalla um Samgöngusáttmálann sem formenn allra stjórnarflokkanna undirrituðu ásamt forystufólki sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2019. Kjarninn í skrifum Ólafs er að þrátt fyrir að Bjarni og Lesa meira
Forseti Alþingis birtir loks greinargerðina um Lindarhvol sem hann hefur hingað til haldið fram að ólöglegt sé að birta
EyjanGreinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols, var birt á vef Alþingis í gær. Í tilkynningu sem birt var á vefnum segir að þar sem greinargerðin hafi nú birst opinberlega séu brostin skilyrði þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Þessi tilkynning er athyglisverð í marga staði. Forsætisnefnd Alþingis hefur ítrekað samþykkt Lesa meira
Þorsteinn segir Bjarna hafa farið í kollhnís með samgöngusáttmálann og þar með grafið undan trúverðugleika sínum og Sjálfstæðisflokksins
EyjanÞorsteinn Pálsson segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa farið í kollhnís varðandi samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og rýrt eigin trúverðugleika og Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn fjallar um kúvendingar Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu og kollhnís Bjarna varðandi samgöngusáttmálann af kögunarhóli á Eyjunni í dag. Þorsteinn segir allt benda til þess að ákvörðun matvælaráðherra um að banna hvalveiðar með hálfs sólarhrings fyrirvara Lesa meira
Jóhann segir Bjarna stimpla sjálfan sig út úr vitrænni umræðu
EyjanJóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harðlega í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni nýleg ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í samtali við mbl.is sagði Bjarni að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að halda aftur af verðbólgu heldur væri það hlutverk Seðlabankans. Bjarni sagði orðið langsótt hjá Seðlabankanum að vísa ábyrgð á hárri verðbólgu á aðra en Lesa meira
Katrín aftur á hjólið – breytir ekki miklu fyrir Bjarna
EyjanStaða ríkisstjórnarinnar versnar dag frá degi og því lengur sem dregst að boðað verði til kosninga því verri verður staðan, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut. Hann segir formenn stjórnarflokkana sjá ofsjónum yfir uppgangi Samfylkingarinnar eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku. Þeir voni að þróunin muni snúast við en allt bendi hins Lesa meira
Bjarni boðar hagræðingu í ríkisrekstri – Uppsagnir ekki útilokaðar
EyjanBjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu helstu áherslur sem framundan eru í rekstri ríkisins eins og þau munu birtast í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024, sem lagt verður fram í næsta mánuði, og á komandi árum. Alls verður farið í 17 milljarða króna hagræðingu á næsta ári, sem ríkisstjórnin hefur komið sér saman um, í Lesa meira
Segir Bjarna Ben bíða eftir kraftaverki sem óvarlegt sé að treysta á
EyjanBjarni Benediktsson vonast eftir því að kraftaverk bjargi fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og reynir því allt sem hann getur til að halda andvana ríkisstjórnarsamstarfi gangandi út kjörtímabilið, skrifar Ólafur Arnarson í Dagfarapistli á Hringbraut. Ólafur segir Bjarna hafa komið þeim skilaboðum á framfæri við félaga sína í fremstu forystu Sjálfstæðisflokksins að róa sig í gagnrýni á Lesa meira
Bróðir Bjarna Ben hótar meiðyrðamáli vegna skrifa um frændhygli og spillingu þegar Davíð Oddsson borgaði olíufarm fyrir ógjaldfært N1 í hruninu
EyjanJón Benediktsson, bróðir Bjarna Benediktssonar, hefur farið mikinn í ritdeilum við Jón Inga Hákonarson, oddvita Viðreisnar í Hafnarfirði, á facebook-síðu hins síðarnefnda síðasta sólarhringinn og hótar nafna sínum málshöfðun vegna meiðyrða. Tilefnið er grein sem Jón Ingi birti á Vísi á mánudaginn þar sem hann gerði að umtalsefni ummæli Hermanns Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra N1, um að Lesa meira