Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
EyjanBjörn Bjarnason er blindaður af fjölskyldutengslum sínum við Bjarna Benediktsson og telur hann, þvert á staðreyndir og söguna, vera einn af stóru leiðtogum Sjálfstæðisflokksins; líkir honum við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri. Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut segir Ólafur Arnarson Björn Bjarnason vera á miklum villigötum þegar hann segir frænda sinn, Bjarna Benediktsson, hafa Lesa meira
Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
EyjanBjarni Benediktsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til ósigurs í alþingiskosningunum í lok nóvember. Flokkurinn hlaut minnsta fylgi í nær aldarlangri sögu flokksins. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósent en í nóvember komu 19,4 prósent upp úr kjörkössunum. Þannig tapaði flokkurinn fimmtungi fylgis síns á einu kjörtímabili. Orðið á götunni er að ekki sé hægt að túlka Lesa meira
Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanBjarni Benediktsson hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins og muni jafn framt láta af þingmennsku. Bjarni hefur verið formaður síðan 2009 og síðan þá gengt embættum forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra, mislengi þó. Hann hefur verið umdeildur í íslenskum stjórnmálum og því í raun skiljanlegt að viðbrögð við brotthvarfi hans Lesa meira
Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanRaunalegt er að fylgjast með framkomu þeirra stjórnmálamanna sem töpuðu kosningunum en komu þó fulltrúum inn á Alþingi. Eftir að þeir þurftu að horfast í augu við þá staðreynd að stjórnarandstöðuflokkunum tókst að mynda ríkisstjórn fyrir síðustu jól hefur talsmáti þeirra einkennst af svekkelsi, jafnvægisleysi og reiði. Nú blasir við þeim sjálfum að sitja í Lesa meira
Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
EyjanNý valdablokk kann að vera að myndast í Sjálfstæðisflokknum. Hina nýju valdablokk mynda þeir sem vilja tafarlaust bregðast við skelfilegri niðurstöðu flokksins í síðustu kosningum eftir sjö ára setu hans í vinstri stjórn; finna gamla Sjálfstæðisflokkinn, hefja til öndvegis það sem flokkurinn hefur staðið fyrir í tímans rás en ekki það sem flokkurinn hraktist í Lesa meira
Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
EyjanÓhætt er að segja að fátt gleðji forystu og flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Vinstri stjórn Bjarna Benediktssonar með VG og Framsókn galt afhroð í þingkosningum um síðustu mánaðarmót og fylgi flokksins mældist hið minnsta í gervallri sögu flokksins sem spannar nær heila öld. Niðurstaðan, 19,4 prósent, er reiðarslag og fylgið hefur fallið um nær Lesa meira
Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
EyjanÍ nýjum Dagfarapistli á Hringbraut veltir Ólafur Arnarson því fyrir sér hvort stjórnarandstöðuflokkarnir þrír muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Nú blasi við Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki að sitja næstu fjögur til átta ár í valdalausri stjórnarandstöðu. Miðflokkurinn hafi að sönnu unnið kosningasigur, ólíkt flokkunum tveimur sem sátu í síðustu ríkisstjórn, en afgerandi afstaða Lesa meira
Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
EyjanÞegar rúm vika er liðin frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir virðast Mogginn og sjálfstæðismenn smám saman vera að gera sér ljóst að þeir eru að missa völdin eftir órofa valdatíð Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 2013. Reyndar hefur flokkurinn verið samfellt við völd frá árinu 1991 ef undan eru skilin fjögur ár vinstri stjórnar Jóhönnu Lesa meira
Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben
EyjanBjarni Benediktsson og nokkrir aðrir innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson o.fl., hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar – sem fyrir öllum sem til þekkja eru villimannlegt dýraníð – með ráði og dáð, enda er sagt að D hafi fengið góðan fjárstuðning fyrir. Í hópi stuðningsmanna Lesa meira
Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
EyjanMargir höfðu spáð því að Bjarni Benediktsson, settur matvælaráðherra, í valdalausri starfsstjórn, myndi leyfa sér að gefa út leyfi til hvaladráps eftir að ríkisstjórn hans er fallin og hann situr valdalaus í starfsstjórn enn um sinn. Þessi ákvörðun er svo sem ekki óheimil en hún er augljóst brot á öllum hefðum, venjum og góðum strjórnarháttum Lesa meira