fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Bill Gates

Melinda Gates seldi hluta af hlutabréfum sínum fyrir 200 milljarða

Melinda Gates seldi hluta af hlutabréfum sínum fyrir 200 milljarða

Pressan
08.08.2022

Þegar Bill og Melinda Gates skildu fékk hún hlutabréf, að verðmæti mörg hundruð milljarða króna, í ýmsum fyrirtækjum í sinn hlut. Í heildina var verðmæti hlutabréfanna talið vera sem nemur um 880 milljörðum íslenskra króna. Nýlega seldi Melinda hluta af þessum bréfum eða fyrir sem nemur um 200 milljörðum íslenskra króna. Forbes skýrir frá þessu. Hún er meðal annars sögð hafa selt hlutabréf Lesa meira

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast

Pressan
29.11.2021

Í dag hefjast réttarhöld í Bandaríkjunum sem ríka og fræga fólkið er ekki spennt fyrir. Að minnsta kosti ekki sumir. Það verður réttað yfir Ghislaine Maxwell sem er ákærð fyrir að hafa lokkað barnungar stúlkur til að stunda kynlíf með vini sínu Jeffrey Epstein sem var dæmdur fyrir barnaníð. Málið getur reynst baneitrað fyrir fjölda Lesa meira

Bill Gates varar við lífefnaárásum og hvetur stjórnvöld til að undirbúa sig undir næsta heimsfaraldur

Bill Gates varar við lífefnaárásum og hvetur stjórnvöld til að undirbúa sig undir næsta heimsfaraldur

Pressan
14.11.2021

Bill Gates, sem er fjórði ríkasti maður heims, segir að þörf sé á að eyða „tugum milljarða, í rannsóknir og þróunarvinnu til að undirbúa heimsbyggðina undir næsta heimsfaraldur.  Hann varar einnig við árásum hryðjuverkamanna með lífefnavopnum og hvetur þjóðarleiðtoga til að undirbúa sig undir slíkar árásir. Sky News skýrir frá þessu og segir að Gates hafi sagt þetta í samræðum við Jeremy Hunt, Lesa meira

Jeff Bezos og Bill Gates fjárfesta í verkefni á Grænlandi

Jeff Bezos og Bill Gates fjárfesta í verkefni á Grænlandi

Pressan
10.08.2021

Fyrirtækið Bluejay Mining hefur fengið 15 milljónir dollara frá nokkrum af ríkustu mönnum heims til að fjármagna leit að sjaldgæfum málmum á Grænlandi. Þetta eru málmar sem er hægt að nota í rafbíla. Meðal fjárfestanna eru Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Samkvæmt frétt Jótlandspóstsins þá verður fjármagnið notað til að hrinda leitarverkefninu Disko-Nuussuaq í gang á vesturströnd Grænlands. Peningarnir koma frá KoBold Metals Lesa meira

„Ég gerði mistök“ segir Bill Gates

„Ég gerði mistök“ segir Bill Gates

Pressan
06.08.2021

Í maí tilkynntu Bill og Melinda Gates að þau ætluðu að skilja eftir 27 ára hjónaband. Á mánudaginn gekk skilnaðurinn í gegn. Bill Gates ræddi við Anderson Cooper, fréttamann hjá CNN, um skilnaðinn og fleira í vikunni. Aðspurður um líðan sína sagði Bill að skilnaðurinn markaði sorgleg tímamót. Melinda væri góð manneskja og það að binda enda á hjónaband þeirra hefði mikla sorg í för með sér. „Við tölum saman Lesa meira

Segir að framhjáhald hafi orðið Bill Gates að falli

Segir að framhjáhald hafi orðið Bill Gates að falli

Pressan
17.05.2021

Þegar Bill Gates, stofnandi Microsoft, tilkynnti á síðasta ári að hann ætlaði að víkja úr stjórn félagsins til að helga sig mannúðarmálum var það kannski ekki alveg allur sannleikurinn. Ástæðan fyrir því að hann vék úr stjórninni var að rannsókn stóð yfir innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi Gates við starfskonu fyrirtækisins en það stóð að sögn yfir í kringum aldamótin. The Wall Street Journal skýrir frá Lesa meira

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

Pressan
10.05.2021

„Við vorum mjög hrifin hvort af öðru og það voru bara tveir möguleikar. Annað hvort að hætta saman eða giftast,“ sagði Bill Gates, einn auðugasti maður heims, í heimildarmynd Netflix „Inside Bill Gates: Decoding Bills Brain“ um þá ákvörðun að hann og Melinda Gates gengu í hjónaband. Ákvörðun þar sem Bill notaðist við „mælir með og mælir á móti lista“. En eins og þau tilkynntu í síðustu viku þá Lesa meira

Hámark klikkunarinnar eða bara heimska? Nýjasta samsæriskenningin sem tröllríður netinu

Hámark klikkunarinnar eða bara heimska? Nýjasta samsæriskenningin sem tröllríður netinu

Pressan
24.02.2021

Á meðan íbúar í Texas og öðrum ríkjum í suðurhluta Bandaríkjanna eru að jafna sig eftir mikið vetrarveður sem herjaði á ríkin í síðustu viku með tilheyrandi snjó og kulda fara samsæriskenningasmiðir mikinn á netinu og dreifa og ræða ótrúlega samsæriskenningu. Samsæriskenningar eru auðvitað oft á tíðum ótrúlegar og undarlegar en þessi hlýtur eiginlega að vekja upp Lesa meira

Jennifer Gates bólusett – Gerði grín að andstæðingum bólusetninga

Jennifer Gates bólusett – Gerði grín að andstæðingum bólusetninga

Pressan
16.02.2021

Samsæriskenningasmiðir og andstæðingar bólusetninga hafa lengi haft horn í síðu Bill Gates, stofnanda Microsoft, og telja hann einhverskonar höfuðpaur í samsæri sem gangi út á að lauma örflögum í fólk með því að bólusetja það gegn kórónuveirunni sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Því hefur verið haldið fram að Gates vilji með þessu geta stýrt hugsunum fólks og hreyfingum. Þetta hefur auðvitað ekki farið Lesa meira

Bill Gates varar við „næstu tveimur hörmungum“ á heimsvísu

Bill Gates varar við „næstu tveimur hörmungum“ á heimsvísu

Pressan
11.02.2021

Það hefur oft verið rifjað upp síðasta árið að árið 2015 sagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, að mannkynið yrði að vera undir það búið að mannskæð veira myndi skjóta upp kollinum og herja á heimsbyggðina. Þetta sagði hann í svokölluðu Ted Talk. Gates hefur áhyggjur af framtíðinni og segir nú að stærstu ógnirnar sem steðja að mannkyninu í framtíðinni séu loftslagsbreytingarnar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af