John McAfee ákærður fyrir skattsvik í Bandaríkjunum
PressanJohn McAfee, sem bjó til McAfee vírusvarnarforritið, hefur verið ákærður fyrir skattsvik í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja hann hafa leynt milljónum dollara fyrir yfirvöldum, til dæmis í formi fasteigna og snekkju. McAfee var nýlega handtekinn á Spáni og bíður þess nú að framsalskrafa bandaríska yfirvalda verði tekin fyrir. Ákæra á hendur honum var lögð fram hjá dómstóli í Memphis í Tennessee á mánudaginn. Hann Lesa meira
Afgerandi forskot Biden í nýrri skoðanakönnun
EyjanJoe Biden hefur vind í seglin þessa dagana miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar um fylgi forsetaframbjóðendanna. Samkvæmt könnuninni hyggjast 51% kjósenda kjósa Biden en 41% Donald Trump, sitjandi forseta. Könnunin var gerð af Ipsos fyrir Reuters og sýna niðurstöðurnar mesta forskot Biden á Trump í heilan mánuð. Könnunin var gerð 2. og 3. október, það er að segja eftir að kjósendur fengu vitneskju Lesa meira
Hár 12 ára stúlku var fullt af lús – Varð henni að bana
PressanÍ þrjú ár var Kaitlyn Yozviak með lús í hárinu og það í miklu magni. Hún var bitin mörg þúsund sinnum af þessum meindýrum sem höfðu gert hár hennar að heimili sinu. Hún lést í ágúst, 12 ára að aldri. Samkvæmt frétt The Sun þá orsökuðu öll þessi lúsabit blóðskort hjá Kaitlyn og lést hún af völdum hjartaáfalls. Foreldrar hennar, May Katherine Horton og Joey Yozviak, hafa bæði verið Lesa meira
„Geturðu haldið kjafti maður?“ – Biden og Trump lenti saman í kappræðum næturinnar
EyjanÞað hafði verið beðið eftir kappræðum Donald Trump og Joe Biden, sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma, með mikilli eftirvæntingu en þetta voru fyrstu kappræður þeirra. Óhætt er að segja að hiti hafi verið í umræðunum allt frá fyrstu mínútu. Orð eins og „trúður“, „rasisti“ og „haltu kjafti“ voru notuð og Trump vildi ekki taka afstöðu gegn öfgahægrimönnum þegar Lesa meira
89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“
PressanDerlin Newey, 89 ára pizzusendill í Utah í Bandaríkjunum, vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið í síðustu viku þegar hann fékk óvænta sendingu. Síðasta þriðjudagsmorgun var bankað upp á hjá honum. Fyrir utan stóð Valdez-fjölskyldan sem hann hefur margoft fært pizzur. Fréttamenn CNN voru á staðnum þegar fjölskyldan knúði dyra og mynduðu allt. Newey hefur notið mikilla vinsælda á TikTok Lesa meira
Þriðja hver bandarísk barnafjölskylda á ekki nægan mat
PressanHeimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil og alvarleg áhrif á bandarískt samfélag. Ekki síst hvað varðar möguleika fátækra fjölskyldna til að framfleyta sér og sjá börnunum fyrir nægum mat. Samkvæmt tölum frá hugveitunni The Hamilton Project er matarskortur vaxandi vandamál hjá fjölskyldum með litlar tekjur. Hugveitan berst fyrir efnahagslegu og félagslegu réttlæti í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt CBS þá á ein af hverjum Lesa meira
Fyrsta aftaka bandaríska alríkisins á svörtum manni eftir 17 ára hlé
PressanChristhopher Vialva, fertugur svartur maður, var tekinn af lífi í gær í Bandaríkjunum. hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt kristin hjón í Iowa fyrir rúmlega 20 árum. Hann er sjötti maðurinn sem er tekinn af lífi eftir að Donald Trump lét alríkisstjórnina hefja aftökur á nýjan leik eftir 17 ára hlé. Þetta var önnur aftakan á vegum Lesa meira
Nýjasta útspil Trump vekur áhyggjur af lýðræðinu í Bandaríkjunum
PressanÁ fréttamannafundi í Hvíta húsinu á miðvikudagskvöldið sáði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einn einu sinni efa um hvort hann muni láta friðsamlega af völdum ef svo fer að hann tapi fyrir Joe Biden í forsetakosningunum þann 3. nóvember næstkomandi. Fréttamaður spurði hann þá hvort hann myndi láta friðsamlega af völdum og afhenda Biden völdin. „Við verðum að bíða og sjá hvað gerist,“ Lesa meira
Trump setur þrjár stórborgir á lista yfir svæði stjórnleysingja
PressanÍ fréttatilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu segir að þrjár stórborgir hafi verið skilgreindar sem „svæði stjórnleysingja“. Þar virðast „ofbeldi og skemmdarverk á eigum fólks vera leyfð,“ segir í tilkynningunni. Þessar borgir eru New York, Portland og Seattle. Þær fara á listann fyrir að hafa „látið ofbeldi og skemmdarverk á fasteignum halda áfram og hafa neitað að gera nauðsynlegar ráðstafanir Lesa meira
Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
PressanÍ síðustu viku stöðvaði lögreglan akstur 28 ára bandarískrar konu, Emily, í Enid í Oklahoma. Allt var þetta tekið upp með myndavél í lögreglubílnum og hefur upptakan verið á miklu flugi í netheimum að undanförnu enda er um ansi óvenjulega atburðarás að ræða. Daily Star skýrir frá þessu. Á upptökunni sést að Emily var ekki sátt við að vera stöðvuð. Þegar lögreglumaðurinn Lesa meira