793.000 skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku
PressanBandarískur vinnumarkaður á erfitt með að komast í gang vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því fá margir launþegar að kenna á. Í síðustu viku sóttu 793.000 manns um atvinnuleysisbætur en voru 812.000 í vikunni á undan. Í heildina eru um 20 milljónir skráðir atvinnulausir í landinu samkvæmt opinberum skrám en rauntalin er væntanlega mun hærri. Nefnd Lesa meira
Ákærð fyrir að hella sjóðandi vatni á kærastann – Birti upptöku á Snapchat
Pressan„Ákærurnar á hendur fröken Sykes eru mjög alvarlegar,“ sagði Robert Berlin, saksóknari í DuPage County í Illinois í Bandaríkjunum um mál Alexis Sykes, 22 ára, sem situr nú í gæsluvarðhaldi. Hún er grunuð um að hafa hellt sjóðandi vatni yfir unnusta sinn á meðan hann svaf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Fram kemur Lesa meira
Skotar hafa orðið af 500 milljónum punda – Vegna tolla á viskí í Bandaríkjunum
PressanSkoskir viskíframleiðendur segjast hafa orðið af viðskiptum upp á 500 milljónir punda vegna tolla sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt á framleiðslu þeirra. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að nýja útflutningstölur sýni að útflutningur á skosku viskíi hafi dregist saman um rúmlega þriðjung frá því að 25% tollur var lagður á það í október 2019. Tollarnir voru Lesa meira
Tvær konur myrtar þegar áætlun um leigumorð fór út um þúfur
PressanÞrír menn eiga ákæru fyrir morð yfir höfði sér eftir að tvær konur voru myrtar þegar áætlun um leigumorð fór út um þúfur. Tim Soignet, lögreglustjóri í Terrebonne Parish í Louisiana, skýrði frá þessu á fréttamannafundi á mánudaginn. Þar kom fram að Beaux Cormier hafi fengið þá Andrew Eskine og Dalvin Wilson til að myrða fórnarlamb nauðgunar sem ætlaði að vitna gegn honum. Cormier, Eskine og Wilson fóru Lesa meira
Aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir
PressanBandaríska smitsjúkdómastofnunin hefur komist að því að aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir. Þetta er lægra hlutfall en hlutfall svartra á dvalarheimilum og svartra heilbrigðisstarfsmanna. Á dvalarheimilum eru um 14% íbúanna svartir og í heilbrigðiskerfinu er um 16% starfsfólksins svart. Íbúar á dvalarheimilum og heilbrigðisstarfsfólk er í forgangshópum Lesa meira
Liz Cheney heldur sæti sínu í forystu Repúblikanaflokksins
EyjanÍ janúar fór Liz Cheney, þingmaður Repúblikanaflokkins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gegn stefnu flokksins þegar hún greiddi atkvæði með því að Donald Trump yrði stefnt fyrir ríkisrétt. Margir kröfðust þess að henni yrði vikið úr stjórn flokksins en þá atlögu stóð hún af sér á öruggan hátt á miðvikudagskvöldið þegar þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði um málið. 145 studdu áframhaldandi veru Lesa meira
Aldrei hafa jafn margir látist af völdum COVID-19 í einum mánuði í Bandaríkjunum og í janúar
PressanÍ janúar létust að minnsta kosti 95.245 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Aldrei hafa jafn margir látist af völdum sjúkdómsins í einum mánuði þar í landi. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að ekki sé að sjá að mikið muni draga úr dauðsföllum af völdum sjúkdómsins á næstunni. Vægustu spár geri ráð fyrir að 200.000 látist fram til 1. Lesa meira
Fyrsti samkynhneigði ráðherrann í Bandaríkjunum
EyjanÖldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær tilnefningu Pete Buttigieg sem samgönguráðherra landsins en Joe Biden, forseti, hafði tilnefnt hann í embættið. 86 samþykktu tilnefninguna en 13 voru á móti. Buttigieg er fyrsti samkynhneigði ráðherrann í Bandaríkjunum, að minnst kosti sá fyrsti sem hefur opinberlega skýrt frá samkynhneigð sinni. Hann atti kappi við Biden og fleiri um að verða Lesa meira
Herða baráttuna gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum
PressanNú er um eitt ár síðan kórónuveirufaraldurinn braust út í Bandaríkjunum. Nú eru fyrstu merki þess að stjórn sé að nást á faraldrinum farin að sjást þótt þau séu ekki stór. Það er kominn gangur í bólusetningar en pólitísk átök um hver ber ábyrgðina á að nú hafa 25 milljónir manna smitast af veirunni og Lesa meira
Nú þarf að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum í Bandaríkjunum
PressanFrá og með klukkan 23.59 í kvöld verður skylda að nota andlitsgrímur í öllum almenningssamgöngufarartækjum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru leigubílar, strætisvagnar, flugvélar, bátar og neðanjarðarlestir. Smitsjúkdómastofnunin CDC tilkynnti þetta á föstudaginn. Í tilkynningu frá henni kemur fram að nota þurfi grímur á meðan beðið er eftir almenningssamgöngufarartækjum, ferðast með þeim og á meðan þau eru Lesa meira