Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári
PressanAnthony Fauci, smitsjúkdómasérfræðingur og ráðgjafi Joe Biden, forseta, í málefnum tengdum heimsfaraldri kórónuveirunnar, sagði í gærkvöldi að Bandaríkjamenn þurfi hugsanlega að halda áfram að nota andlitsgrímur á næsta ári til að vernda sig og aðra fyrir kórónuveirunni. Þetta þurfi hugsanlega að gera jafnvel þótt ástandið komist nærri því að verða „eðlilegt“ fyrir lok þessa árs. Hann var spurður Lesa meira
Fór á kamarinn og lenti í hremmingum – „Eitthvað beit mig í rassinn“
PressanShannon Stevens, sem býr í Alaska, lenti nýlega í miklum hremmingum þegar náttúran kallaði og hún þurfti að fara á útikamarinn. „Ég fór þarna út og settist á klósettið en um leið beit eitthvað í rassinn á mér. Ég stökk upp og öskraði,“ sagði hún um þessa lífsreynslu sína. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Shannon hafi farið í Lesa meira
Þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig
PressanUm þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig. Þar sem bóluefnin gegn veirunni hafa aðeins hlotið samþykki til neyðarnotkunar geta hermenn hafnað bólusetningu. Þetta kom fram þegar hershöfðingi kom fyrir þingnefnd í vikunni. Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar bóluefnin sem valfrjálsan kost því bandaríska lyfjastofnunin FDA hefur ekki enn veitt þeim fullt og endanlegt samþykki. John Kirby, talsmaður Pentagon, sagði að hlutfall Lesa meira
Kuldakastið í Texas og Suðurríkjunum er hugsanlega hluti af loftslagsbreytingunum
PressanMikið vetrarveður með tilheyrandi kuldakasti hefur herjað á Texas og önnur ríki í sunnanverðum Bandaríkjunum síðustu daga. Tugir hafa látist og milljónir hafa verið án rafmagns og hita. Einnig hefur töluvert kuldakast verið í norðanverðri Evrópu að undanförnu. Sérfræðingar telja hugsanlegt að kuldakastið megi rekja til loftslagsbreytinganna sem eru að eiga sér stað. Flestir tengja eflaust loftslagsbreytingarnar við hækkandi Lesa meira
Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir tölvupóstssvindl – Hafði 11 milljónir dollara upp úr krafsinu
PressanNígeríumaðurinn Obinwanne Okeke var á þriðjudaginn dæmdur í 10 ára fangelsi af dómstól í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann var fundinn sekur um að hafa verið maðurinn á bak við umfangsmikið tölvupóstsvindl sem beindist gegn breska fyrirtækinu Unatrac Holding Limited. Höfðu Okeke og félagar hans 11 milljónir dollara upp úr krafsinu. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrir dómi hafi komið fram að með Lesa meira
21 látinn og milljónir án rafmagns í Texas – Sögulegt vetrarveður
PressanSögulegt vetrarveður gengur nú yfir sunnanverð Bandaríkin. Í Texas eru milljónir án rafmagns og 21, hið minnsta, hefur látist af völdum óveðursins í nokkrum ríkjum. Í Houston er ástandið svo slæmt að fyrirtæki, sem enn hafa rafmagn, eru hvött til að hleypa fólki inn til að hlýja sér. Að auki hefur veðrið orðið til þess að öflugir skýstrókar hafa Lesa meira
12 ára piltur skaut innbrotsþjóf til bana
PressanTólf ára piltur skaut á tvo grímuklædda innbrotsþjófa sem brutust inn á heimili ömmu hans í Goldsboro í Norður-Karólínu aðfaranótt sunnudags. Innbrotsþjófarnir höfðu krafið ömmuna, Linda Ellis 73 ára, um peninga og skutu hana. Lögreglan segir að pilturinn hafi þá skotið á þá í sjálfsvörn og hafi þeir þá flúið af vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Lesa meira
Fyrirsæta myrt á hrottalegan hátt – Sönnunargagnið var í buxnavasa hennar
PressanBandarískur flutningabílstjóri hefur verið handtekinn, grunaður um morð og ósæmilega meðferð á líki. Það var fyrrum fyrirsæta sem hann er grunaður um að hafa myrt. Það var miði í buxnavasa hennar sem kom lögreglunni á spor flutningabílstjórans. New York Post skýrir frá þessu. Konan hét Rebecca Landrith og var 47 ára. Lík hennar fannst fyrir rúmri viku í vegkanti við hraðbraut Lesa meira
Kennslukonan stundaði kynlíf með nemanda sínum í skólastofunni og víðar
PressanHayley Morgan Hallmark, 35 ára kennari í skóla í Niceville í Flórída, er nú í gæsluvarðhaldi, grunuð um kynferðisbrot. Hún er grunuð um að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku, sem nú er 17 ára, frá því að hún var 15 ára. New York Post segir að Hallmark hafi verið handtekin nýlega vegna málsins. Hún sá meðal annars um að þjálfa knattspyrnulið skólans en fórnarlamb Lesa meira
Joe Biden vill herða vopnalöggjöfina
PressanJoe Biden, Bandaríkjaforseti, hvetur þingið til að samþykkja endurbætur á vopnalöggjöfinni. Þar á meðal er bann við svokölluðum árásarvopnum en slík vopn hafa oft verið notuð í mjög mannskæðum árásum, fjöldamorðum. Biden lýsti þessari skoðun sinni í gær en þá voru þrjú ár liðin síðan 17 manns voru myrtir í Marjory Stoneman Douglas High School í Parkland í Flórída. Þar var fyrrum nemandi að Lesa meira