Repúblikanar reyna að draga úr möguleikum fólks til að kjósa
PressanÖldungadeild þings Georgíuríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær ný kosningalög sem fela í sér að verulega er þrengt að möguleikum fólks til að kjósa utan kjörfundar. Samkvæmt nýju lögunum verður mjög erfitt fyrir kjósendur að fá heimild til að kjósa utan kjörfundar. Markmiðið með lögunum er að styrkja stöðu Repúblikana í ríkinu því það eru yfirleitt kjósendur Lesa meira
Nýjar leiðbeiningar fyrir þá Bandaríkjamenn sem hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni
PressanBandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir þá sem hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni en þeir eru rúmlega 30 milljónir. Það munu örugglega einhverjir renna öfundaraugum til þessa hóps sem getur nú tekið upp öllu afslappaðri lífshætti en síðustu misserin. BBC skýrir frá þessu og segir að meðal þess sem komi fram í leiðbeiningunum sé Lesa meira
Mikill harmleikur – 11 ára stúlka fann foreldra sína látna
Pressan11 ára stúlka, sem bjó með foreldrum sínum í Missouri í Bandaríkjunum, fann nýlega báða foreldra sína látna á heimilinu. Yfirvöld telja að þau hafi látist af völdum COVID-19. People skýrir frá þessu og hefur eftir nágranna fjölskyldunnar að móðirin hafi leitað á sjúkrahús nokkru áður. „Þau héldu að hún hefði fengið heilablæðingu en ég held að það hafi Lesa meira
Sylvia var myrt fyrir 40 árum – Gosdós kom upp um morðingjann
PressanÍ ágúst 1981 var Sylvia Quayle, 35 ára bandarísk kona, myrt á hrottalegan hátt. Það var faðir hennar sem fann afklætt lík hennar daginn eftir morðið. Sylviu hafði verið nauðgað, kyrkt, stungin og síðan skotin í höfuðið. Lögreglunni tókst ekki að leysa málið á sínum tíma en 1995 var það tekið til rannsóknar á nýjan leik. Þá var var Lesa meira
Raðmorðingi fékk að kenna á eigin meðulum
PressanÁ sunnudaginn fundu fangaverðir Roger Reece Kibbe lífvana á gólfinu í klefa hans í Mule Creek State fangelsinu í Sacramento í Bandaríkjunum. Klefafélagi hans var hjá honum þegar fangaverðir komu inn í klefann. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var Kibbe úrskurðaður látinn klukkustund síðar. Kibbe afplánaði dóm fyrir morð og nauðganir á sjö konum á tveggja áratuga tímabili. Bandarískir fjölmiðlar segja að klefafélagi hans afpláni lífstíðardóm, án Lesa meira
Látinn laus eftir 68 ár í fangelsi
PressanÞað var ekki mikið sem Joe Ligon tók með sér þegar hann gekk út úr fangelsi í Pennsylvania í Bandaríkjunum nýlega eftir 68 ár á bak við lás og slá. Hann hafði 12 kassa með sér með fátæklegum jarðneskum eigum sínum og auðvitað nýfengið frelsið. Hann á það dapurlega met að hafa setið lengst allra á bak við lás og Lesa meira
Nýtt kórónuveiruafbrigði í Kaliforníu – Talið meira smitandi og valda alvarlegum veikindum
PressanVísindamenn hafa áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem hefur uppgötvast í Kaliforníu. Afbrigðið er nefnt B.1.427/B.1.429. Tvær rannsóknir, sem verða birtar fljótlega, benda til að afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og valdi jafnvel alvarlegri veikindum. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við Kaliforníuháskóla í San Francisco hafi rannsakað veirusýni víða að úr ríkinu og komist að því að Lesa meira
Lögreglan setti allt á fullt þegar hún fann 19 ára pilt bundinn úti i skógi – Ekki var allt sem sýndist
PressanÞann 10. febrúar fannst Brandon Soules, 19 ára, bundinn úti skógi, nærri vatnsturninum í smábænum Coolidge í Arizona. Hafði tusku verið troðið í munn hans og hendurnar voru bundnar fyrir aftan bak. Hann sagði lögreglunni að tveir grímuklæddir menn hefðu rænt honum og rotað. Þeir hafi síðan ekið með hann til Coolidge þar sem þeir skildu hann eftir við vatnsturninn. Hann Lesa meira
Hámark klikkunarinnar eða bara heimska? Nýjasta samsæriskenningin sem tröllríður netinu
PressanÁ meðan íbúar í Texas og öðrum ríkjum í suðurhluta Bandaríkjanna eru að jafna sig eftir mikið vetrarveður sem herjaði á ríkin í síðustu viku með tilheyrandi snjó og kulda fara samsæriskenningasmiðir mikinn á netinu og dreifa og ræða ótrúlega samsæriskenningu. Samsæriskenningar eru auðvitað oft á tíðum ótrúlegar og undarlegar en þessi hlýtur eiginlega að vekja upp Lesa meira
Biden opnar hliðin að Mexíkó fyrir hælisleitendum
PressanJoe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að afnema „Vertu í Mexíkó“ stefnu Donald Trump, forvera hans í Hvíta húsinu, og heimila hælisleitendum að koma til Bandaríkjanna. Bandaríkin ætla að leyfa um 25.000 hælisleitendum, sem eru í Mexíkó, að fara yfir landamærin til Bandaríkjanna og vera þar á meðan hælisumsóknir þeirra eru til meðferðar. Með þessu hefur Biden tekið fyrsta Lesa meira