fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024

bandaríkin

Fauci vonast til að Trump hvetji stuðningsmenn sína til að láta bólusetja sig

Fauci vonast til að Trump hvetji stuðningsmenn sína til að láta bólusetja sig

Pressan
17.03.2021

Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna  og ráðgjafi ríkisstjórnar Joe Biden um baráttuna gegn heimsfaraldrinum, sagði á sunnudaginn að hann vonist til að Donald Trump, fyrrum forseti, hvetji stuðningsmenn sína til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þetta sagði hann í ljósi niðurstöðu könnunar sem sýnir að um helmingur þeirra karla, sem eru Repúblikanar, hefur ekki í hyggju að láta bólusetja sig. Lesa meira

Söguleg tíðindi í Bandaríkjunum – Fyrsti ráðherrann af ættum frumbyggja

Söguleg tíðindi í Bandaríkjunum – Fyrsti ráðherrann af ættum frumbyggja

Pressan
16.03.2021

Eftir atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi er ljóst að Deb Haaland verður innanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Biden. Þetta eru söguleg tíðindi því Haaland er fyrsti ráðherrann af ættum frumbyggja. Hún hefur verið þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni síðan 2019 fyrir Nýju-Mexíkó. Haaland, sem er sextug, er af ætt Laguna Pueblo sem er ein ætt frumbyggja Bandaríkjanna. Hún mun nú Lesa meira

Norður-Kórea rýfur þögnina og varar Bandaríkin við

Norður-Kórea rýfur þögnina og varar Bandaríkin við

Pressan
16.03.2021

Frá því að Joe Biden og stjórn hans tóku við völdum hefur verið reynt að ná sambandi við stjórnvöld í Norður-Kóreu en þau hafa ekki látið ná í sig og hafa haft hægt um sig í sínu harðlokaða landi. En í gær barst lífsmark frá einræðisríkinu þegar Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong-un, varaði stjórn Biden við að misstíga sig í fyrstu Lesa meira

Írskur ráðherra sakar Breta um afbrigðilega þjóðernishyggju

Írskur ráðherra sakar Breta um afbrigðilega þjóðernishyggju

Eyjan
15.03.2021

Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, sagði á laugardaginn að Bretar sýni af sér „afbrigðilega þjóðernishyggju“ með því að reyna að ná viðskiptasamningi, fríverslunarsamningi, við Bandaríkin á undan ESB.  „Hugmyndin um að Bretar geti orðið á undan er í hreinskilni sagt birtingarmynd þröngsýni. Þetta er afbrigðileg þjóðernishyggja því ESB og Bretland ættu með réttu að vinna saman,“ sagði Coveney í samtali Lesa meira

Hin flókna staða bóluefnamála í ESB – Hver á hvað og hver vill hvað?

Hin flókna staða bóluefnamála í ESB – Hver á hvað og hver vill hvað?

Eyjan
15.03.2021

Að margra mati gengur hægt að bólusetja fólk í aðildarríkjum ESB þar sem framboð af bóluefnum er takmarkað. Þetta á einnig við hér á landi því Ísland er aðili að bóluefnakaupum ESB og fær bóluefni í hlutfalli við íbúafjölda eins og aðildarríki ESB. En bóluefnamálin eru snúin og teygja anga sína víða og þar á Lesa meira

Lýðræði í heiminum á í vök að verjast og heimsfaraldurinn og Donald Trump hafa ekki verið til bóta

Lýðræði í heiminum á í vök að verjast og heimsfaraldurinn og Donald Trump hafa ekki verið til bóta

Eyjan
14.03.2021

Aðeins 20% jarðarbúa búa í frjálsum ríkjum og hefur hlutfallið ekki verið lægra í 26 ár. Þetta kemur fram í árlegri rannsókn Freedom House. Það má því segja að lýðræðið í heiminum þjáist þessi misserin og hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar ekki verið til að styrkja það né heldur framganga Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta. Freedom House eru frjáls félagasamtök með aðsetur í Lesa meira

Hjarðónæmi gæti náðst í Bandaríkjunum í sumar með bólusetningum

Hjarðónæmi gæti náðst í Bandaríkjunum í sumar með bólusetningum

Pressan
11.03.2021

Miðað við þann hraða sem nú er á bólusetningum gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum og stefnu stjórnvalda á að bæta enn frekar við hann þá færist landið sífellt nær hjarðónæmi en þá verða nægilega margir ónæmir fyrir veirunni til að hún hætti að breiðast út.  Sérfræðingur CNN segir að miðað við gögn frá alríkisstjórninni sé líklegt að hjarðónæmi náist Lesa meira

Saka Rússa um að dreifa lygum og röngum upplýsingum um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni

Saka Rússa um að dreifa lygum og röngum upplýsingum um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni

Pressan
10.03.2021

Bandarísk stjórnvöld saka Rússa um að standa á bak við heimasíður sem breiða út rangar upplýsingar og lygar um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. „Það er augljóst að Rússar eru að nota eina af gömlu brellunum sínum og stefna þar með fólki í hættu með því að dreifa röngum upplýsingum um bóluefni sem bjarga Lesa meira

Repúblikanar reyna að draga úr möguleikum fólks til að kjósa

Repúblikanar reyna að draga úr möguleikum fólks til að kjósa

Pressan
09.03.2021

Öldungadeild þings Georgíuríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær ný kosningalög sem fela í sér að verulega er þrengt að möguleikum fólks til að kjósa utan kjörfundar. Samkvæmt nýju lögunum verður mjög erfitt fyrir kjósendur að fá heimild til að kjósa utan kjörfundar. Markmiðið með lögunum er að styrkja stöðu Repúblikana í ríkinu því það eru yfirleitt kjósendur Lesa meira

Nýjar leiðbeiningar fyrir þá Bandaríkjamenn sem hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni

Nýjar leiðbeiningar fyrir þá Bandaríkjamenn sem hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni

Pressan
09.03.2021

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir þá sem hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni en þeir eru rúmlega 30 milljónir. Það munu örugglega einhverjir renna öfundaraugum til þessa hóps sem getur nú tekið upp öllu afslappaðri lífshætti en síðustu misserin. BBC skýrir frá þessu og segir að meðal þess sem komi fram í leiðbeiningunum sé Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af