fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024

bandaríkin

Dularfullar árásir vekja miklar áhyggjur í Washington

Dularfullar árásir vekja miklar áhyggjur í Washington

Pressan
29.05.2021

Þetta skellur óvænt á fólki en sýnir því enga miskunn. Einkennin eru ógleði, suð fyrir eyrum og hræðilegur höfuðverkur og í verstu tilfellum heilaskaði og fötlun. Mál af þessu tagi hafa meðal annars komið upp á lúxushóteli í Moskvu, hjá bandarískum stjórnarerindrekum á Kúbu og í Kína og meira að segja á bílastæði aftan við Hvíta húsið. Lesa meira

Segir að kaþólskur prestur hafi myrt unglingspilt

Segir að kaþólskur prestur hafi myrt unglingspilt

Pressan
28.05.2021

Á föstudaginn fengu lögreglumenn í Hampden í Massachusetts í Bandaríkjunum gefna út handtökuskipun á hendur kaþólska prestinum Richard R. Lavigne en hann er grunaður um að hafa myrt 13 ára pilt fyrir tæpri hálfri öld.  Ekki varð þó af því að Lavigne væri handtekinn því hann lést á sjúkrahúsi á föstudagskvöldið. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að saksóknari hafi skýrt frá því að Lavigne hafi verið Lesa meira

Slaka á skotvopnalöggjöfinni í Texas – Ekki þarf leyfi eða þjálfun til að eiga skammbyssur

Slaka á skotvopnalöggjöfinni í Texas – Ekki þarf leyfi eða þjálfun til að eiga skammbyssur

Pressan
25.05.2021

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, segist ætla að staðfesta lög sem þing ríkisins samþykkti í gær en með þeim verða síðustu stóru takmarkanirnar á skotvopnalöggjöf ríkisins afnumdar. Þingið samþykkti lögin þrátt fyrir hörð mótmæli margra samtaka, þar á meðal samtaka lögreglumanna sem segja að lögin muni stefna almenningi og lögreglumönnum í mikla hættu. Samkvæmt nýju lögunum verður Lesa meira

Lögreglumenn skutu óvopnaðan svartan mann 14 sinnum – Verða ekki ákærðir

Lögreglumenn skutu óvopnaðan svartan mann 14 sinnum – Verða ekki ákærðir

Pressan
23.05.2021

Í apríl skutu lögreglumenn Andrew Brown, sem var svartur, til bana við heimili hans í Elizabeth City í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Sjö lögreglumenn voru á vettvangi. Enginn þeirra verður ákærður fyrir morðið en þeir skutu Brown 14 sinnum. Hann var óvopnaður. Fjölskylda hans segir lögregluna hafa tekið hann af lífi. Andrew Womble, saksóknari kynnti á þriðjudaginn niðurstöðu rannsóknar sinnar á málinu. Hann sagði Lesa meira

Nýr samningur Bandaríkjanna og Noregs getur aukið spennuna á Norðurslóðum

Nýr samningur Bandaríkjanna og Noregs getur aukið spennuna á Norðurslóðum

Pressan
23.05.2021

Nýr samningur á milli Bandaríkjanna og Noregs um hernaðarsamstarf getur aukið spennuna á Norðurslóðum enn frekar og er hún þó næg fyrir að margra mati. Samkvæmt samningnum fá Bandaríkin sérstaklega góða fótfestu í Noregi því bandarískir hermenn mega koma til Noregs með sinn eiginn útbúnað og nota herstöðvar þar í landi. Norðmenn eiga ekki rétt Lesa meira

Ótrúlegur munur á verðmati húss – Verðið hækkaði um 12 milljónir þegar hún leyndi uppruna sínum

Ótrúlegur munur á verðmati húss – Verðið hækkaði um 12 milljónir þegar hún leyndi uppruna sínum

Pressan
21.05.2021

Ef það er eitthvað sem vekur umræður og miklar tilfinningar í Bandaríkjunum þá eru það mál tengd kynþáttum og kynþáttamismunun. Þrátt fyrir að þessi málefni hafi verið mikið í kastljósinu síðasta árið eru þetta mál sem valda einna mestum klofningi meðal þjóðarinnar. Með Black Lives Matter hreyfingunni hefur tekist að beina sjónum fólks að vanda tengdum kynþáttamisrétti. En eins Lesa meira

Bræður fá 75 milljónir dollara í bætur fyrir áratuga fangelsisvist

Bræður fá 75 milljónir dollara í bætur fyrir áratuga fangelsisvist

Pressan
18.05.2021

Árið 1985 voru tveir bandarískir hálfbræður, þeir Henry McCollum og Leon Brown, dæmdir til dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt 11 ára stúlku. Dauðadómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Síðar kom í ljós að þeir höfðu ranglega verið sakfelldir. Nú hafa þeim verið dæmdar hæstu bætur sögunnar í máli af þessu tagi. Washington Post segir að bæturnar, sem þeir Lesa meira

Flugmaður hjá Bandaríkjaher segist hafa séð mörg hundruð fljúgandi furðuhluti

Flugmaður hjá Bandaríkjaher segist hafa séð mörg hundruð fljúgandi furðuhluti

Pressan
17.05.2021

Ryan Graves, fyrrum lautinant hjá bandaríska flughernum, segist hafa séð óþekkta fljúgandi hluti, UFO, á bannsvæði undan strönd Virginíu nær daglega í tvö ár. Hann segir að þetta hafi hafist í ársbyrjun 2019. Þetta kemur fram í viðtali við hann í fréttaþættinum 60 Minutes. Hann segir að þessir hlutir hafi líkst þeim sem sjást á upptökum sem liðsmenn sjóhersins gerðu Lesa meira

Ótrúleg mistök skotveiðimanns – Hélt að hann væri að skjóta kalkún

Ótrúleg mistök skotveiðimanns – Hélt að hann væri að skjóta kalkún

Pressan
14.05.2021

Á laugardaginn var veiðimaður einn á kalkúnaveiðum við Lewis and Clark leiðina í Missouri í Bandaríkjunum. Skyndilega taldi hann sig sjá kalkún og skaut á hann. En það var ekki kalkún sem hann sá heldur maður á gangi. The Charlotte Observer segir að lögreglan hafi staðfest þetta. Göngumaðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús en Lesa meira

Segja að tölvuþrjótar hafi fengið greitt lausnargjald frá Colonial Pipeline

Segja að tölvuþrjótar hafi fengið greitt lausnargjald frá Colonial Pipeline

Pressan
14.05.2021

Árás tölvuþrjóta á tölvukerfi olíuleiðslu Colonial Pipeline í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins varð til þess að flutningur á eldsneyti stöðvaðist og bensínskortur varð víða í Bandaríkjunum. Nú er aftur byrjað að flytja eldsneyti um leiðsluna, sem flytur um 45% af öllu eldsneyti á austurströnd Bandaríkjanna, eftir að tölvuþrjótarnir fengu „lausnargjald“ greitt. Samkvæmt frétt Bloomberg þá greiddi fyrirtækið tölvuþrjótunum 5 milljónir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af