fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024

bandaríkin

Sendi skilaboð og síðan náðist ekki samband við hana – Nú er leitinni lokið

Sendi skilaboð og síðan náðist ekki samband við hana – Nú er leitinni lokið

Pressan
27.08.2021

Tatum Morell var þaulvanur göngugarpur og fjallagöngukona. Í byrjun júlí hugðist hún klífa fimm tinda í Beartooth Mountains í Montana í Bandaríkjunum. Að kvöldi dagsins sem hún kom á svæðið sendi hún móður sinni skilaboð. Það voru síðustu skilaboðin frá henni. People skýrir frá þessu. Fram kemur að Morell, sem var 23 ára, hafi yfirgefið tjaldið sitt næsta morgun til að takast á við Lesa meira

Bandaríkjaþing hefur samþykkt risastóra innviðauppbyggingu Biden

Bandaríkjaþing hefur samþykkt risastóra innviðauppbyggingu Biden

Pressan
26.08.2021

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudagskvöldið áætlun Joe Biden, forseta, um viðamikla innviðauppbyggingu í landinu. Fyrirhugað er að verja 1.000 milljörðum dollara til uppbyggingar á vegum, járnbrautum og háhraðainterneti. Reiknað hafði verið með að fulltrúadeildin myndi samþykkja áætlunina en öldungadeildin hafði áður samþykkt hana og var frá upphafi talið að erfiðara yrði fyrir Biden að fá hana til að samþykkja Lesa meira

Biden er búinn að fá skýrslu um uppruna kórónuveirunnar og Kína – En það vantar eitt í hana

Biden er búinn að fá skýrslu um uppruna kórónuveirunnar og Kína – En það vantar eitt í hana

Pressan
26.08.2021

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fékk fyrr í vikunni skýrslu frá bandarískum leyniþjónustustofnunum um uppruna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Hann hafði fyrirskipað leyniþjónustustofnunum landsins að rannsaka málið til að fá skorið úr um hvort veiran hafi átt upptök sín úti í náttúrunni eða hvort hún hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Wuhan. Skýrslan er enn sem komið Lesa meira

Talibanar segja Bandaríkin bera ábyrgð á ringulreiðinni við flugvöllinn í Kabúl

Talibanar segja Bandaríkin bera ábyrgð á ringulreiðinni við flugvöllinn í Kabúl

Pressan
23.08.2021

Talibanar komu í gær á reglu í öngþveitinu fyrir utan flugvöllinn í Kabúl. Þeir fengu fólk til að fara í röð og halda henni með því að berja það með prikum og skjóta upp í loftið. Þeir segja að ástandið við flugvöllinn sé algjörlega á ábyrgð Bandaríkjamanna. Talibanar hafa nú haft Kabúl á sínu valdi í um viku Lesa meira

Nýtt manntal í Bandaríkjunum – Hvítu fólki fækkaði í fyrsta sinn í sögunni

Nýtt manntal í Bandaríkjunum – Hvítu fólki fækkaði í fyrsta sinn í sögunni

Pressan
21.08.2021

Nýlega voru birtar niðurstöður nýs manntals í Bandaríkjunum. Þær eru sérstaklega athyglisverðar vegna þess að hvítu fólki fækkaði í fyrsta sinn í sögunni og eru hvítir íbúar landsins nú tæplega 60% þjóðarinnar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að hvítu fólki hafi fækkað um 8,6% frá 2010 og er það nú 58% af þjóðinni. Fólki af Lesa meira

Flestum Bandaríkjamönnum verður boðinn örvunarskammtur gegn kórónuveirunni

Flestum Bandaríkjamönnum verður boðinn örvunarskammtur gegn kórónuveirunni

Pressan
18.08.2021

Í september verður byrjað að bjóða fleiri Bandaríkjamönnum upp á þriðja skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni, örvunarskammt. Ríkisstjórn Joe Biden hefur tekið ákvörðun um að flestir eigi að fá boð um örvunarskammt átta mánuðum eftir að þeir ljúka bólusetningu. The New York Times skýrir frá þessu og hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum innan stjórnarinnar. Ákvörðunin var tekin eftir að bandaríska lyfjastofnunin samþykkti Lesa meira

Framlengja grímuskyldu í Bandaríkjunum

Framlengja grímuskyldu í Bandaríkjunum

Pressan
18.08.2021

Ríkisstjórn Joe Biden ætlar að framlengja kröfur um notkun andlitsgríma í opinberum samgöngufarartækjum fram til janúar til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er Deltaafbrigði veirunnar sem veldur því að þessi krafa er framlengd. Talsmaður samgöngumálayfirvalda skýrði frá þessu í gær. Krafan um notkun andlitsgríma í flugvélum, lestum og strætisvögnum átti að falla úr gildi í september en Lesa meira

Töldu að Mike hefði drukknað og að krókódílar hefðu étið hann – Sannleikurinn var verri en nokkur gat ímyndað sér

Töldu að Mike hefði drukknað og að krókódílar hefðu étið hann – Sannleikurinn var verri en nokkur gat ímyndað sér

Pressan
18.08.2021

Árið 2000 hvarf fjölskyldufaðirinn Mike Williams, 31 árs, þegar hann var í siglingu á Lake Seminole í Flórída í Bandaríkjunum. Vatnið er 152 ferkílómetrar að stærð og fjöldi krókódíla hefst við í því. Fjöldi báta hefur farist þar enda víða grunnt, trjábolir eru á reki og sker eru víða og síðan eru krókódílarnir. „Ekkert benti til annars en að um Lesa meira

Telja hryðjuverk öfgasinna yfirvofandi í Bandaríkjunum

Telja hryðjuverk öfgasinna yfirvofandi í Bandaríkjunum

Pressan
17.08.2021

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa miklar áhyggjur af harðri orðræðu öfgasinna á netinu. Homeland Security segir að orðræðan hafi nú náð sama stigi og fyrir árás stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi forseta, á þinghúsið í Washington þann 6. janúar. John Cohen, yfirmaður hjá Homeland Security, sagði nýlega í viðtali við CNN að ekki sé útilokað að einhverra þeirra hvatninga sem eru settar fram á Internetinu um ofbeldisverk verði að Lesa meira

Biden var fastur fyrir í ávarpi til þjóðarinnar – „Ég stend algjörlega við ákvörðun mína“

Biden var fastur fyrir í ávarpi til þjóðarinnar – „Ég stend algjörlega við ákvörðun mína“

Pressan
17.08.2021

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi varðandi ástandið í Afganistan í kjölfar þess að hann kallaði bandaríska herliðið í landinu heim. Hann viðurkenndi að staða mála í landinu væri óljós en varði um leið ákvörðun sína um að kalla þá 3.500 hermenn, sem enn voru í landinu, heim. Biden hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af