Kínverskt geimfar lenti á bakhlið tunglsins í gærkvöldi
Pressan03.01.2019
Kínverska geimfarið Chang‘e-4 lenti á bakhlið tunglsins í gærkvöldi að sögn kínverskra fjölmiðla. Með þessu ætla Kínverjar að láta að sér kveða í geimferðasögunni en þetta er í fyrsta sinn sem geimfari er lent á bakhlið tunglsins, hliðinni sem snýr alltaf frá jörðu. Geimfarið á að gera ýmsar rannsóknir og rannsaka ósnerta og órannsakaða bakhliðina. Lesa meira